Færeyjar
Færeyjar verða sívinsælli áfangastaður ferðafólks um allan heim. Þessar litlu nágrannaeyjar búa yfir mikilli náttúrufegurð og stórbrotnu landslagi .
Landslag Fræreyja minnir að nokkru leyti á Ísland en er um leið einstakt og engu líkt. Höfuðstaðurinn Þórshöfn er afar sjarmerandi, gamli bærinn og höfnin eru falleg svæði sem taka mann í ferðalag aftur í tímann. Svo sakar ekki að Færeyingar elska okkur jafnmikið og við þá og heimsókn til þeirra er eins og heimsókn til skemmtilegs ættingja.
Þórshöfn er bær þar sem hægt er að kynnast bæði gömlu menningu Færeyja ásamt því að kynnast því nýja sem er í gangi hjá þeim. Hægt er að ganga um bæinn og njóta fegurðinnar frá landslaginu og gömlu húsunum.
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Flug fram og til baka með Atlantic Airways, 1 innrituð taska 20 kg og handfarangur.
Brottför
Brottför 11. september frá Keflavík kl. 09:00, lent í Færeyjum kl. 11:25.
Heimkoma
Heimför 14. september frá Færeyjum 14:45, lent í Keflavík 15:15.
Gisting
3 nætur á 4 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli í Færeyjum
Farastjórn
Einn skemmtilegut og óendanlega hjálpfús fararstjóri.
Hvað er hægt að gera í Færeyjum
Mykines eyjan er þekkt eyja fyrir stóran lundastofn
Borða á Michelin-stjörnu staðnum KOKS
Labba að SØRVÁGSVATN, það er magnað útsýni þar
Labba um Þórshöfn og skoða bæinn
Skoða gömlu höfnina
Fara í stangveiðiferð um fjörðinn
Hótel
Hotel Føroyar****
Fjögurra stjörnu hótel staðsett aðeins frá miðbæ þórshafnar ca 2,0 km. Á hótelinu er flottur bar og góður veitingastaður.
Öll herbergin eru með útsýni yfir Nólsoy fjörðinn og Þórshöfn.
Hótelið hefur fengið góða dóma fyrir flotta hönnun, góðann mat og frábæra náttúru í kringum bygginuna.
Hótelið fær heildareinkunn 8,2 og 8,5 fyrir staðsetningu á booking.com
109 990 kr
á mann í tvíbili
30 000 kr
aukagjald í einbýli
Tilboðið miðast við 140 manns og gildir til 11. nóvember 2019
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópurinn þarf að telja 50 manns eða fleirri og viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá frítt með í ferðina með að ýta á hnapinn hér fyrir neðan.