Fræðsluferð til Delft
5. til 10. júní 2020

Í suðurhluta Hollands, mitt á milli borganna Rotterdam og Haag stendur hinn afar heillandi miðaldarbær Delft og dregur að sér æ fleiri ferðamenn með ári hverju.

Einstaklega fallegar og vel varðveittar 17. aldar byggingar, fjölmörg síki og kanalar með fjölskrúðugum bökkum og margs konar brúm sem hægt er að sigla undir og skoða á klukkustundar langri siglingu, gerir þennan sjarmerandi stað og notalegt andrúmsloft hans að eftirsóknarverðum dvalarstað. Að baki hinna fornu bygginga hvílir mikil og merkileg saga sem vert er að kynna sér, til dæmis með heimsókn í Prinsenhof safnið, sem starfrækt er í glæsilegu 15. aldar klaustri sem síðar var breytt í konungshöll.  Delftbúar klikka heldur ekki á aðalatriðunum og í bænum er að sjálfsögðu fjöldinn allur af kaffihúsum og krám sem bjóða upp á stórbrotið úrval af bjór og víni til að gæða sér á með góðum mat. 
Í Delft er erfitt að gera upp á milli staða til að mæla með að skoða, byggingarnar eru hver annarri stórbrotnari. Ofarlega á listann verður þó að setja kirkjurnar tvær sem þar eru. Oude Kerk (Gamla kirkjan) ber nafn með rentu en þar var býrjað að predika árið 1246. Nieuwe Kerk (Nýja kirkjan) er hins vegar ekki með jafn gagnsæjan titil, og orðið nokkuð síðan hún gat kallast ný, en hún var reist á rúmum hundrað árum, frá 1381-1496. Heimsókn til þessara glæstu systra er sérlega áhugaverð og skemmtileg. Rétt er að benda á, ef einhverjum sýnist turninn á þeirri eldri ekki alveg þráðbeinn, að það er nákvæmlega ekkert að sjón viðkomandi. Turninn hallar!

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug fram og til baka í áætlunarflugi með Transavia, 1 innrituð taska 20kg og handfarangur.

Brottför

Brottför 5. júní frá Keflavík kl. 08:50, lent í Amsterdam kl. 13:55

Heimkoma

Heimför 10. júní frá Amsterdam 17:50, lent í Keflavík 19:05. 

Gisting

5 nætur á 3 eða 4 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Delft, 40 mínútur í akstri

Farastjórn

1 frábær, skemmtilegur og óendanlega hjálpfús farastjóri.

Fræðsludagskrá

Skipulögð fræðsludagskrá/ skólaheimsóknir í samráði við ykkar óskir um fræðslu.

Skemmtidagskrá fyrir maka

Skemmtidagskrá fyrir maka meðan á fræðsludagskrá stendur (ef fleiri en 10) 

Hvað er hægt að gera í Delft

Delftware leirmunagerðin, þekkt fyrir sínar hvítu og bláu leirvörur, hefur aðsetur í Delft
Stadhuis er ráðhús staðarins og glæsileg 17. aldar bygging
Farðu á milli staða siglandi með Canal Taxi Boat, þægilegur og skemmtilegur ferðamáti
Botanical Garden er bæði ótrúlega fallegur og einstaklega friðsamur
Hér eins og annars staðar í Hollandi, eru kaffihús, sem bjóða upp á eitthvað allt annað en kaffi...
Á Bierfabriek dæla gestir sjálfir bjórnum, mælt er með að borða með höndunum og allt í lagi þótt eitthvað fari í gólfið

Hótel

Hotel Grand Canal
***

Þriggja  stjörnu hótel í miðbæ Delft. 
Hótelið er staðsett miðsvæðis .
Herbergin eru sum misumunandi á hótelinu en gestir sem hafa gist á hótelinu eru almennt mjög sáttir með aðstöðuna.

Booking.com einkunn: 8,7 og 9,5 fyrir staðsetningu



Verðin

124 990 kr

á mann í tvíbili

25 000 kr

aukagjald í einbýli

Tilboðið gildir til miðvikudagsins 23. október 2019 og það þarf að bóka ferðina fyrir þann tíma til að tryggja hópnum uppgefið verð
Ef þið hafið áhuga á þátttöku fyrir ykkar skóla eða hafið einhverjar spurningar hafið endilega samband á netfangið kjartan@tripical.com
Staðfestingargjald kr. 40.000 við bókun


Hótel

 Hampshire Hotel - Delft Centre
*****

Fjögurra stjörnu hótel staðsett fáeinum skrefum frá miðbæ Delft.
 Á hótelinu er flottur veitingastaður sem bydur uppá evrópskan cusine. Lounge bar og einnig er að finna á hótelinu.
Herbergin eru stór og fá góðar umsagnir.

Heildareinkun 8,5 og 9,0 fyrir staðsetningu á booking.com 

Verðin

133 990 kr

á mann í tvíbili

36 000 kr

aukagjald í einbýli

Tilboðið gildir til miðvikudagsins 23. október 2019 og það þarf að bóka ferðinafyrir þann tíma til að tryggja hópnum uppgefið verð
Ef þið hafið áhuga á þátttöku fyrir ykkar skóla eða hafið einhverjar spurningar hafið endilega samband á netfangið kjartan@tripical.com
Staðfestingargjald kr. 40.000 við bókun


Drög að dagskrá*
Föstudagur 5. júní
Komudagur
8:50 Brottför frá Keflavík
13:55 Lent í Amsterdam að staðartíma
14:30 Rútur frá flugvelli á hótel og innritun
16:00 Síðdegisganga og kynnisferð um Delft (2-3 tímar/Þarf að greiða sér)

Laugardagur 6. júní
Frjáls dagur
Möguleiki á skipulögðum kynnisferðum

Sunnudagur 7. júní
Námskeið og fræðsla
9:00 til 16:00 Námskeið og fræðsla um hollenska menntakerfið.
Fjallað um einkenni, stefnumótun og áherslur hollenska menntakerfisins ásamt sérstakri umfjölllun um fámenna skóla og samkennslu á lausnarmiðaðan hátt. Rútur til og frá fræðslu ef þörf krefur

Mánudagur 8. júní
Skólaheimsóknir
9:00 til 16:00 Tvær skólaheimsóknir á hvern hóp og þar af am.k. ein til dreifbýlisskóla í þeim tilgangi að kynnast framkvæmd hollenskrar menntastefnu í ólíkum skólum. Rútur til og frá skólaheimsóknum

Þriðjudagur 9. júní
Frjáls dagur
Möguleiki á skipulögðum kynnisferðum

Miðvikudagur 10. júní
Brottfarardagur
12:00 Útritun af hóteli
14:10 Rúta frá hóteli að flugvelli
17:50 Brottför frá Amsterdam
19:05 Lent í Keflavík að staðartíma

*Með fyrirvara um breytingar

Kjartan Þór Ragnarsson

Fræðsluferðir
S. 519-8900
GSM. 821-0177