til Svartfjallalands

Budva

Svartfjallaland  er hluti af hinum mjög svo fallega Balkanskaga sem liggur við Adría-hafið. Það er kannski ekki stórt, en býr yfir mikilli náttúru-fegurð. Fjallasýn þar er engu lík, strandirnar hreinar og fallegar og sjórinn kristaltær.

Fjöllin í Svartfjallalandi bjóða upp á einstakt útsýni. Þar er líka að finna hið stóra ferskvatns stöðuvatn Skadar, sem Svartfjallaland deilir með nágrönnum sínum Albönum. Margir möguleikar eru fyrir hvers kyns gönguferðir, fuglaskoðunarferðir og fleira. Þá er gaman að heimsækja vinalegt sjávarþorp við ströndina, eins og til dæmis Virpazar. Hægt er að mæla eindregið með að skoða Tara River gljúfrið, með sínum svimandi háu klettaveggjum sem rísa um 1300 metra upp með ánni.  Gljúfrið er það næst stærsta í heiminum og er staðsett í Durmitor þjógarðinum, sem er þekktur fyrir önnur tignarleg gljúfur og afar fjölbreytt gróðurfar
Það er nánast ómögulegt að skoða ferðasíður, þar sem Svartfjallaland er ekki nefnt sem eitt af heitustu stöðunum þessi misserin. Og þrátt fyrir að heimsóknum hafi vissulega fjölgað, halda íbúar landsins ró sinni og koma fram við gesti sína fullir einlægri gestrisni og sjarma.
Oft er talað um að við Íslendingar séum heimsmeistarar í hinu og þessu, miðað við höfðatölu. Því hefur jafnvel verið haldið fram að við ættum heimsmet í símaeign. En það er ekki rétt. Heimsmeistarinn í farsímaeign er nefnilega Svartfjallaland! 1,6 sími á hvern íbúa þjóðarinnar.

Hvað er hægt að gera í Budva og nágrenni


Kíktu á ballerínuna, Statua Ballerina sem er niður við strönd
Í gamla bænum eru fjölmargar byggingar sem vert er að skoða að utan og innan.
Margar fallegar gönguleiðir með einstakt útsýni, eins og t.d. borgarmúrinn
Gjeggjað að skreppa í dagsferð til Dubrovnik eða Kotor
Farðu í kayak eða bátsferð
Slakaðu á í sólbaði og fáðu þér einn ískaldann á ströndinni

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug fram og til baka með leiguflugi Tripical frá Egilsstöðum, 1 innrituð taska 20 kg og 5 kg handfarangur.

Flug út

Frá Egilsstöðum til Tivat, 21.05.2022,  flugtímar koma síðar 


Flug heim

Frá Tivat til Egilsstaða, 29.05.2022, brottför eftir hádegi

Gisting

8 nætur á 4/5 stjörnu hóteli - Innifalið er glæsilegur morgunverður, wi-fi og city tax.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Tivat, 25-30 mín

Farastjórn

Óendanlega hjálpfús fararstjóri frá Tripical

 Svítu-lottó

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út 2 heppna sem fá uppfærslu á sínu herbergi og gista í betra herbergi (Svíta, Jr Svíta, Deluxe herbergi).  Nema þið viljið að forstjórinn fái herbergið!

Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frí skemmtiatriði í ferðinni. Hópurinn þarf að telja 50 manns eða fleirri og viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 

Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.

 Vinsamlega athugið að Svartfjallaland er ekki í Evrópusambandinu því eru reykingar leyfðar inni á flestum stöðum.  Eins gildir ekki evrópska sjúkratryggingakortið.


Hótel

*****

Lúxus 5 stjörnu hótelið Splendid Spa Resort er staðsett við langa sandströnd í hjarta Bečići í aðeins 2 km fjarlægð frá gamla bæ Budva. Frábært heilsulindarsvæði með upphituðum innisundlaugum, heitum pottum og eimböðum með Swarovski-kristölum stendur gestum til boða. Glæsilega innréttuð herbergin og svíturnar eru með loftkælingu, baðslopp, LCD-gervihnattasjónvarp og einkasvalir með útsýni yfir Aríahafið og Bečići-flóa.
Á à la carte veitingastaðnum á staðnum er boðið upp á úrvalsrétti frá Svartfjallalandi og alþjóðlega rétti úr fersku hráefni. Fjölbreytt úrval af heimfrægsum vínum er í boði.
Einkasandströnd með sólhlífum og sólstólum stendur gestum til boða. Gestir geta slakað á við sundlaugina þar sem drykkir og snarl er borið fram yfir daginn. Fyrir spilara þá er Casino Royale á staðnum.

Hótelið fær 9,0 í heildareinkunn á booking.com og 9,3 fyrir staðsetningu.

Hótelið er búið fallegum sölum ef þið viljið halda sameiginlegan kvöldverð.

Verðin

 235 990 kr

á mann í tvíbýli
Sjávarútsýni auka 27 000kr
Premium sjávarútsýni efri hæðir 55 000kr

65 000 kr 

aukagjald í einbýli
Hálft fæði - 25 000kr
Fullt fæði - 50 000kr

Hótel

****

Falkensteiner Hotel Montenegro er staðsett á hæð með útsýni yfir 2 km löngu Becici-ströndina og í 4 km fjarlægð frá Budva. Gististaðurinn er með spilavíti, líkamsræktarstöð og sundlaug. Á staðnum er einkastrandsvæði með sólhlífum og sólstólum sem gestir geta notað sér að kostnaðarlausu.
Gestir geta bragðað á Miðjarðarhafssérréttum á glæsilega barnum í móttökunni og veitingastaðnum, eða smakkað á ýmsum hlaðborðsréttum á aðalveitingastaðnum.
Barinn í móttökunni er með verönd með víðáttumiklu útsýni yfir Adríahafið og framreiðir fjölbreytt úrval af áfengum og óáfengum drykkjum, ásamt snarli.
Útisundlaugin er staðsett á rúmgóðri verönd sem státar af töfrandi sjávarútsýni.
Öll herbergin eru með harðviðargólf, flatskjá með kapalrásum og loftkælingu. Ókeypis LAN-internet er í boði. Baðherbergin eru með sturtu, snyrtivörur og hárþurrku.

Hótelið fær heildareinkunina 8,8 og 8,3 fyrir staðsetningu á booking.com 

Verðin

 229 990 kr

á mann í tvíbýli með 1/2 fæði

60 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel í Tivat

*****

Regent Porto Montenegro er staðsett í Boka-flóa sem er skráð á UNESCO í lúxus þorpi í Svartfjallalandi í bænum Tivat og býður upp á útisundlaug, heilsulind og vellíðunaraðstöðu. Ókeypis WiFi er í boði hvarvetna á gististaðnum.
Þetta lúxushótel er í feneyjar-stíl og býður upp á stór 175 herbergi með annaðhvort svölum eða verönd. Í boði er loftkæling, flatskjásjónvarp með gervihnattarásum og öryggishólf. Rúmgóð baðherbergin eru með baðsloppum, inniskóm og snyrtivörum.
Veitingastaðurinn Murano býður upp á fágaða matarupplifun Einnig er hægt að fá veitingar á  bókasafnbarnum, í sælkerahorninu og við sundlaugarbarinn.
Regent SPA felur í sér fjölbreytt úrval meðferða eins og gufubað, tyrkneskt bað, eimbað og líkamsræktarstöð, svo og innisundlaug með heitum potti, útisundlaug, sundlaugaklúbb með 2 infinity sundlaugum og 2 sundlaugum fyrir börn. Tennis- og skvassvellir, svo og keilusalur, eru einnig í boði í nágrenninu.

Smábátahöfni hýsir snekkjuklúbb í heimsklassa og fulla siglingaaðstöðu. Þar er einnig heimili margra kaffihúsa, veitingastaða við sjávarsíðuna og glæsilegar verslanir sem bjóða upp á alþjóðleg vörumerki, allt frá fínum vínum til lúxus tísku.

Hótelið fær heildareinkunina 9,5 og 9,7 fyrir staðsetningu á booking.com 

Verðin

 329 990 kr

á mann í tvíbýli

120 000 kr

aukagjald í einbýli

Tilboðið gildir til 21.okt, ekkert hefur verið tekið frá að svo stöddu


Ásthildur Ólafsdóttir (Ásta)  

Fyrirtækjaferðir
S. 519-8909
GSM. 820-8991