Í hinni dásamlegu höfuðborg Frönsku Rívíerunnar finnurðu hina fullkomnu leið til að njóta lífsins til fulls. Nice er svooo næs!
Nice var hluti af Ítalíu allt til ársins 1860 og því er auðvelt að finna bæði frönsk og ítölsk áhrif í arkitektúr, menningu og matargerð. Gamli bærinn (Vieux Nice) ber sterk ítölsk einkenni, og þar er skemmtilegt að týna sér á rölti um þröngar hlykkjóttar götur og stíga, njóta litagleðinnar í framhliðum húsanna og skoða fornar glæsibyggingar eins og Cathédrale Sainte-Réparate
og 17. aldar safnið Palais Lascaris. Þar er líka mikið úrval af börum og veitingahúsum og hægt að gæða sér á ljúfum kokteil eða bjórglasi og horfa á himneskt sólarlagið. Hin víðfeðma göngugata Promenande des Anglais, eða ,,La Prom“ nær meðfram
risalangri strandlengju borgarinnar, með stórkostlegu útsýni út á hafið fyrir utan. Fyrir stórkostlegt útsýni og sjarmerandi umhverfi má líka mæla með göngu upp tröppurnar að Colline du Château
(þangað gengur reyndar líka lyfta fyrir þau sem það kjósa). Strendurnar í og við Nice eru auðvitað ein af meginástæðum fyrir vinsældum staðarins. Plage des Ponchettes
er meðal þeirra vinsælustu, en einnig má nefna Plage Publique de Castel, og Plage de Carras
en hún þykir einna best fyrir þau sem vilja meira fjör, eins og jet-ski, fallhlífasvif, brimbretti eða vindsængurrall.
Hvað er hægt að gera í Nice
Einn frægasti listamaður Frakka, Henri Mattisse, bjó í Nice til fjölda ára og þar er safn með öllum hans helstu verkum
Ertu í stuði til að gambla svolítið? Casino Barrière Le Ruhl
er glæsilegur staður fyrir þess háttar
Á Cours Saleya
er vinsæll götu-markaður (fyrst opnaður 1861) og dásamleg kaffihúsaverönd
Hôtel Negresco
er rúmlega 100 ára glamúrbygging við Promenade des Anglais, og dýrindis kokteilar á barnum
Strætókerfi svæðisins er mjög þægilegt og kvikmyndahátíðabærinn Cannes
er skammt undan. Kíktu!
Le Shapko er geggjaður djassbar með lifandi tónlist og góðum stemmara öll kvöld vikunnar
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Beint áætlunarflug og leiguflug Tripical, 1 innritaðri 20 kg tösku
og handfarangri
Leiguflugsverðin miðast við gengi dagsins bæði á evrunni og eldsneytisverði
Brottför
XXXXXXXXXXXX
Flugtímar koma seinna. Fluglengd um 4,5 klt
Flugtímar
Áætlað er að fljúga fyrir hádegi út og seinni partinn heim.
Gisting
3 nætur á 4/5 stjörnu hóteli. Innifalið er morgun-verður, wi-fi og citytax.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli, aksturstími 15 mín
Farastjórn
3 óendalega hjálpfúsir og skemmtilegir fararstjórar
Svítu-lottó
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út 1 einstaklinga/par sem fær uppfærslu á herberginu sínu og gistir því í betra herbergi (Svíta, Jr Svíta, Deluxe herbergi).
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frí skemmtiatriði í ferðinni. Hópurinn þarf að telja 50 manns eða fleirri og viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Hótel
*****
Meliá Alicante er staðsett á milli hafnarinnar í Alicante og Postiguet-strandarinnar og býður upp á útisundlaug ásamt ókeypis WiFi hvarvetna. Öll herbergin eru með verönd og sum eru með sjávarútsýni.
Öll herbergin á Melia Alicante eru rúmgóð og eru með loftkælingu, flatskjá með gervihnattarásum, minibar og öryggishólf. Baðherbergin eru nútímaleg og eru með snyrtivörum og hárþurrku.
Veitingastaður hótelsins, Trasluz, sérhæfir sig í hrísgrjónaréttum og ferskum fiski. Það er einnig til staðar snarlbar við sundlaugina og glæsilegur setustofubar.
Hótelið býður einnig upp á persónumiðaða The Level-þjónustu í sumum af herbergjum hótelsins. Þessi þjónusta er aðeins fyrir fullorðna og innifelur fjölbreytta úrvalsþjónustu og -aðstöðu og má þar með nefna einkamóttöku, flýtiinnritun og -útritun, aðgang að einkasundlaug með stórkostlegu sjávarútsýni, aðgang að opnum bar með ókeypis drykkjum og snarli o.s.frv.
Hótelið snýr í átt að spilavítinu í Alicante og er í aðeins 50 metra fjarlægð frá snekkjuklúbbnum og smábátahöfninni. Santa Barbara-kastalinn og fornminjasafnið eru í aðeins 800 metra fjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunina 8,2 og 9,4 fyrir staðsetningu.
Verðin
184 990 kr
á mann í tvíbýli
45 000 kr
aukagjald í einbýli