Opatija
Ef velja á eitt orð til að lýsa Opatija, er það glæsileiki. Hér fléttast áhugaverð saga, tignar-legar byggingar og lífleg króatísk menning saman við stórbrotna náttúrufegurð á afar hrífandi hátt.
Opatija er einstaklega fallegur strandbær við Adríahafið, staðsettur á Istria skaga Króatíu og um 18 km frá Rijeka, sem er ein af stærri borgum Króatíu. Bærinn er umkringdur fallegum lárviðarskógi og þekktur fyrir milt Miðjarðarhafsloftslag, fjölbreyttar sögulegar glæsibyggingar og stórmerka minnisvarða. Sögu bæjarins má rekja aftur til Rómaveldisins en þá risu þar glæsihýsi nokkurra háttsettra hefðarmanna. Á miðöldum var Opatija hluti af hinu svonefnda Feneyska Lýðveldi, en um miðbik 19. aldar varð staðurinn séreign auðugra austurrísk-ungverskra fjölskyldna. Þær byggðu þennan fallega griðarstað sinn af miklum glæsileik og spöruðu hvergi. Mikilfengleg
stórhýsi frá tímum þessa ,,háklassa-samfélags“ standa enn meðfram ströndinni og setja sterkan svip á bæinn. Enn í dag er þessi fallegi bær ljúfur griðarstaður, nú fyrir ferðafólk í leit að góðu fríi. Opatija stendur sannarlega undir þeim væntingum. Hér eru fagrir garðar, tignarleg lúxushótel og umhverfi sem sómir sér vel á póstkorti, og gera þennan yndislega bæ að töfrandi áfangastað. Aðalströndin heitir Slatina er staðsett í hjarta Opatija. Ströndin er að hluta til grýtt og að hluta til sandur, sem gerir hana tilvalinn kostur fyrir marga sundmenn. Í næsta nágrenni eru kaffihús, barir og veitingastaðir. Fleiri strendur má finna í næsta nágrenni.
Hvað er hægt að gera í Opatija?
Skoðaðu St. James
kirkjuna, eina af merkilegri byggingum bæjarins. Opatija þýðir í raun klaustur og nafnið komið frá klaustri kirkjunnar.
Ef þig langar að reyna á heppnina og taka smá áhættu, er Casino Admiral þinn staður. Póker, Blackjack, rúlettur og fleira taugatrekkjandi.
Farðu í siglingu um nærliggjandi eyjar eins og Cres, Lošinj og Krk. Nöfnin kannski ekki auðveld í framburði, en dásamlegir staðir!
Fjölmargir veitingastaðir gefa þér tækifæri á að kynnast króatískri matar- og víngerð. Nammi namm.
Gönguferð um Lungomare svæðið býður upp á einstakt útsýni og fagra garða.
Viltu fleiri strendur að velja úr? Tékkaðu á Angiolina, Tomaševac eða Lido
ströndunum. Allar æði!
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Leiguflug með Tripical, 1 innrituð taska 20 kg og 5kg handfarangur
Brottför
Brottför xxx kl. xx:xx frá Keflavík, lent í xxx kl. xx:xx
Heimför
Brottför xxx kl. xx:xx frá xxx, lent í Keflavík kl xx:xx
Gisting
4 nætur á 4 eða 5 stjörnu hóteli ásamt morgunverði og wi-fi og city tax
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli upp á hótel
Farastjórn
2 óendanlega hjálpfúsir og skemmtilegir fararstjórar. Hægt er að fá leiðsögumenn gegn gjaldi.
Hótel
Nafn á hóteli****
Texti um hótel
Verðin
xxx kr
á mann í tvíbili
xxx kr
aukagjald í einbýli
Hótel
Nafn á hóteli****
Texti um hóteli
Verðin
xxx kr
á mann í tvíbili
xxx kr
aukagjald í einbýli
Svítu-lottó
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppið 2 heppin pör sem fá að gista í svítu (Svíta, Jr Svíta, Deluxe herbergi). Nema þið viljið að forstjórinn fái herbergið!
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópurinn þarf að telja 50 manns eða fleiri og viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Og þar sem ykkar hópur er um 140 manns megið þið velja um 2 skemmtikrafta.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Arna Rut Kristinsdóttir
Fyrirtækjaferðir
S: 519-8900
GSM: 663 3313
Netfang: arna@tripical.com