Osló
Er ekki kominn tími til að heilsa upp á norska náfrændur okkar og frænkur, og skoða þeirra skemmtilegu höfuðborg, Osló? Slík heimsókn mun koma þér skemmtilega á óvart!
Neðst í Noregi, í botni Oslóarfjarðar, stendur Oslóborg, með haf á eina hlið, fögur fjöll og grænar hæðir á hinar. Hún hlaut borgarréttindi í lok Víkingatímans um 1040, og bar þá nafnið Ánslo,
en varð í kringum 1300 að höfuðborg Norðmanna. Hún varð eldi að bráð og eyðilagðist mikið árið 1624, en var endur-byggð á nýjum stað og hét Christiania, í höfuð ríkjandi kóngs, Kristjáns IV. Því nafni hélt hún allt til ársins 1925.
Oslo er nútímaleg heimsborg, og hefur lengi verið mjög ofarlega á listum yfir borgir Evrópu með mestu lífsgæði.
Á sumrin ríkir þar þægilegur sumarhiti, en á veturna getur orðið kalt, og tilvalið að skella sér á skíði.
Oslo er mjög græn borg, snemma á vorin byrjar gróður að blómstra og hinir fjölmörgu almenningsgarðar og skógar í nágrenninu skarta sínu fegursta. Þar er tilvalið að ganga um í góðu veðri, eða fá sér hjólatúr, en hjólaaðgengi er afar gott í borginni.
Hægt er að mæla með hverfum eins og Frogner og Fagerborg, þar er að finna fallegar og sjarmerandi byggingar. Þá er svæðið við Holmenkollen mjög vinsælt árið um kring, á sumrin fyrir gönguferðir og á veturna til gönguskíðaiðkunar,
Miðbærinn býður svo auðvitað upp á mikið úrval af veitinga- og skemmtistöðum af ýmsu tagi.
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Beint flug með Icelandair, 1 innritaðri 23 kg tösku
og handfarangur
Brottför
Brottför 3. september frá Keflavík kl. 07:30, lent í Helsinki
kl. 13:55
Heimför
Heimför 6. september frá Helsinki kl. 18:20, lent í Keflavík kl. 18:45
Gisting
3 nætur á 4ra stjörnu hóteli. Innifalið er morgunverður og wi-fi.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli í Helsinki
Farastjórn
1 skemmtilegur og óendanlega hjálpfús fararstjóri.
Hvað er hægt að gera í Osló
Fyrir safnaþyrsta er mjög sniðugt að fá sér svokallaðan Oslo passa sem veitir aðgang að öllum helstu söfnum borgarinnar
Áhugafólk um gömul skandinavísk timburhús ættu að kíkja í hverfi eins og Kampen, Vålerenga, Rodeløka og Telthusbakken
Víða í kringum Osló eru vötn sem hægt er að synda í á sumrin
Hinn fallegi Slottsparken umlykur konungshöllina og er kjörið göngusvæði
Grünnerløkka er mjög skemmtilegt hverfi með alls kyns börum og veitingastöðum
Norðmenn eru stoltir af sínum pylsum - ekki úr vegi að smakka og bera saman við Bæjarins bestu!
Hótel
Radisson Blu Alexanderi Hotel****
Hótelið er á æðislegum stað stutt frá jólastemningunni. Ekta finnskt andrúmsloft, og auðvitað er sauna á hótelinu sem svíkur engan. Girnilegt morgunverðarhlaðborð kemur deginum af stað. Að degi loknum er stemningin á hótelinu svo kósí að gestirnir sofna með bros á vör.
Ekta skandinavísk umgjörð og stutt á marga flotta veitingastaði.
Hótelið fær heildareinkunn 8,7 og 8,8 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
?? 990 kr
á mann í tvíbili
?? 000 kr
aukagjald í einbýli