París
París hefur orð á sér fyrir að vera fegurst og rómantískust allra borga. Uppspretta helstu tískustrauma, listræn og gourmet gómsæt. Fólk sem þangað kemur, vill fara aftur. Aðrir hafa hana efst á óskalistanum, staðráðnir í að heimsækja hana við fyrsta tækifæri.
Ein af stórborgum Evrópu, með rúmar 2 milljónir íbúa í sjálfum kjarnanum, en um 12 milljónir í borginni allri. En París er stórborg með stóru S-i af fleiri ástæðum. Hún gegnir lykilhlutverki í þróun menningar og lista í heiminum, sem og í hönnun og matargerð. Þar er að finna næstflesta Michelin veitingastaði í einni borg, (aðeins Tokyo hefur fleiri). Síðast en ekki síst er París Mekka tískunnar, og heimastaður stærstu og frægustu tísku- og snyrtivörurisa heimsins, eins og
Louis Vuitton, Chanel, Dior, Yves Saint-Laurent, Guerlain, Lancôme, L'Oréal og Clarins, svo einhverjir séu nefndir.
Ofan á allt þetta bætist svo stórkostlegar byggingar hennar, stræti og torg. París hefur einhvern veginn allt!
Hvert sem litið er má sjá söguleg stórhýsi og minjar, og stór hluti borgarinnar er skráður á Heimsminjaskrá UNESCO.
Þekktastur af mörgum frægum áningarstöðum verður að teljast sjálfur Eiffel
turninn, en hann á einmitt metið í heimsóknum ferðamanna, á heimsvísu. Fleiri merkilegir staðir fylgja fast á eftir, hér höfum við Notre-Dame
kirkjuna, Louvre
listasafnið með sína Monu Lisu, hinn magnaða Sigurboga, Moulin Rouge
kabarettinn, og ekki síður merkilega bourlesque kabarettinn Lido.
Af öllu því sem hér er nefnt, má ekki þykja skrýtið að París er einn alvinsælasti ferðamannastaður heimsins, og þangað koma árlega í kringum 45 milljónir manns í heimsókn.
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Flug með Wizz air, 1 innrituð taska (20 kg)
og handfarangur (40x30x 20 cm)
Brottför
Brottför frá Keflavík föstudaginn 24. apríl 2020 kl. 18:05. Lent í Kraká kl. 00:15
Heimkoma
Heimför mánudaginn 27. apríl 2020 kl. 14:50 frá Kraká. Lent í Keflavík kl. 17:00
Gisting
3 nætur á 4ra stjörnu hóteli. Innifalið er morgunverður og wi-fi.
Rutur
Rútuferðir til og frá flugvelli í Kraká
Farastjórn
Ef óskað er eftir (gegn vægu gjaldi)
Hvað er hægt að gera í París
Ekki er vitlaust að fá sér ParisPass, sem veitir aðgang að öllum stærstu áningarstöðum
Versalir eru það sem kallað er á frönsku à voir
(must see)!
Það er eiginlega ekki hægt að sleppa alvöru kabarett sýningu, á einhverjum af fjölmörgum leikhúsum borgarinnar.
Katakomburnar í París eru ansi stórbrotnar!
Picasso
safnið inniheldur frumútgáfur af helstu verkum meistarans
Við getum því miður ekki mælt með einum veitingastað - prófaðu bara að gera "ugla sat á kvisti".
Hótel
PURO Kraków Stare Miasto*****
Fjögurra stjörnu nýtískulegt hótel staðsett í gamla bænum. Veitingastaðurinn Dystrykt One brasserie & bar er á hótelinu, en þar er hægt að njóta kokteila og góðs matar. Í göngufæri eru mörg þekkt kennileiti borgarinnar, Galeria Krakowska, Barbican of Krakow og Cracow Barbican. Í göngufæri eru úrval veitingastaða, pöbba og verslanna. Hótelið fær heildareinkunina 9.1 og 9.4 fyrir staðsetningu á Booking.com
Verðin
125 990 kr
á mann í tvíbili
140 990 kr
á mann í einstaklingsherbergi