Porto

Porto er stundum nefnd “Borgin ósigrandi”, upphaflega eftir frelsisbaráttu hennar í kringum 1832, en í dag lýsandi fyrir það mikla stolt sem íbúar hennar bera í brjósti. Hér er heillandi blanda hins hrjúfa og fagra, þess gamla og nýja.  

Porto er ekki stór, í kjarna hennar búa aðeins um 300.000 manns. Borgin er hæðótt og byggð í bröttum fjallshlíðum meðfram ánni Duoro. Sum hverfi hennar standa hreinlega í miðju klettabelti, skemmtilega samsett af fornum miðaldarbyggingum og fínni híbýlum úr nútímanum. Á milli borgarhæða eru stígar hamraðir í grýtta jörðina, og bjóða upp á hressandi gönguferðir með stórkostlegu útsýni. 
Miðbær Porto fór á Heimsminjaskrá UNESCO árið 1996, en þar hefur byggð haldist óslitið allt frá 4. öld. Þar er magnað að ganga um, sem og um Ribeira hverfið sem er í næsta nágrenni og stendur við árbakka Duoro.
Lengi vel var Porto talin gróf og óálitleg verslunarborg í niðurníslu en þar hafa aldeilis orðið mikil stakkaskipti. Á síðustu áratugum hefur verið ráðist í gríðarlegar endurbætur og upplyftingu víða í borginni og hún í kjölfarið unnið sér æ sterkari sess sem vinsæll ferðamannastaður. 
Þá er rétt að benda á að ef einhvern tíma var tilefni til að kynna sér og smakka góð portvín, þá er það hér. Það sosum liggur í orðanna hljóðan, en Porto er einmitt nefnd sem höfuðstaður portvína, og hiklaust hægt að mæla með heimsókn í hina einstöku portvíns hella í Vila Nova
de Gaia, eða aðra vínkjallara borgarinnar.
Saúde!

Hvað er hægt að gera í Porto?

Listunnendur mega ekki láta hið þekkta nútímalistasafn Serralves framhjá sér fara. 
Viltu sjá og upplifa hinn dæmigerða Portobúa í essinu sínu? Farðu þá á markaðinn Mercado do Bolhão, þar er sannkallað líf og fjör!
Sigling upp með ánni, helst alveg að Pinhão með sínu stórbrotna landslagi er vel þess virði.
Í borginni er að finna úrval af gæðaveitingastöðum. Flestir þeirra eru í Matosinhos hverfinu við ströndina.

Gakktu eina (eða  fleiri) af 6 brúm sem tengja borgina við Gaia hverfið hinum megin Duoro árinnar. 
FC Porto Museum sýnir þér 120 ára sögu eins af sigursælustu knattspyrnuliðum Evrópu. 

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Leiguflug með Tripical, 1 innrituð taska 20 kg og 5kg handfarangur.

Brottför 

Brottför 25.maí 2022 kl 16:00 frá Keflavík, lent í Porto kl 20:40 

Heimför 

Brottför 29.maí 2022 kl 12:00 frá Porto, lent í Keflavík kl 14:00

Gisting

4 nætur á 4 eða 5 stjörnu hóteli  ásamt  morgunverði og wi-fi og city tax.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli upp á hótel 20-25 mín

Farastjórn

2 óendanlega hjálpfúsir og skemmtilegir fararstjórar.  Hægt er að fæ leiðsögumenn gegn gjaldi.


Hótel

****

Mercure Porto Centro Santa Catarina er staðsett í hjarta Porto og býður upp á ókeypis WiFi og leikhúsbar með þema. Sao Bento-lestarstöðin er í aðeins 7 mínútna göngufjarlægð.
Herbergin á Porto Centro eru með loftkælingu og gervihnattasjónvarp. Hvert baðherbergi er með afslappandi baðkar og hárþurrku.
Á meðan gestir njóta borgarútsýnis frá veitingastað hótelsins, Tribuna, geta þeir smakkað portúgalska matargerð. Moliere-leikhúsbarinn býður upp á nútímalega og líflega umgjörð fyrir þá sem vilja fá sér drykk eða snarl.
Mercure Porto Centro Santa Catarina er staðsett nálægt mörgum ferðamannastöðum. Frægi klukkuturninn Torre dos Clérigos og rómantíska Ribeira-hverfið með mörgum kaffihúsum eru í innan við 10 mínútna göngufjarlægð.

Hótelið fær heildareinkunina 8,5 og 9,2 fyrir staðsetningu á booking.com

Hótelið býður ekki upp á sér sal fyrir árshátíðarkvöldverðinn en getur verið með "food station" semi standandi partý á jarðhæðinni sem þau eru þrælvön að gera, skreytingar, lifandi tónlist (til kl 23) og rosa fjör.  Verð með drykkjum frá 7.900kr á mann.

Verðin

174 990 kr

á mann í tvíbili

50 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

****

Þetta 4 stjörnu hótel er staðsett í Ribeira-hverfi Porto í enduruppgerðri og sögulegri byggingu með útsýni yfir ána Douro. Það býður upp á loftkæld gistirými með ókeypis Wi-Fi Interneti. Einnig innifelur það lyftu.

Herbergi á Carris innihalda flatskjásjónvarp með kapalrásum. Þau eru með sérbaðherbergi með ókeypis snyrtivörum. Nútímalegar innréttingarnar innifela viðargólf og blöndu og dökkum og ljósum litum.

Ríkulegt morgunverðarhlaðborð er borið fram daglega og à la carte máltíðir eru í boði á kvöldin. Einnig er boðið upp á herbergisþjónustu og morgunverð.

Gestir geta æft í líkamsræktarstöðinni eða uppgötvað Porto á reiðhjóli. São Bento-stöðin er aðeins í 5 mínútna göngufjarlægð frá Hotel Carris Porto Ribeira. 

Hótelið fær heildareinkunina 8,7 og 9,6 fyrir staðsetningu á booking.com

Hótelið býður ekki upp á sér fallegan sal fyrir árshátíðarkvöldverðinn þar sem er hljóðkerfi, skjár og míkrafónn.  Verð með 3 klt drykkjarpakka frá 9.700kr á mann.

Verðin

172 990 kr

á mann í tvíbili

51 000 kr

aukagjald í einbýli

Svítu-lottó

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppið 2 heppin pör sem fá að gista í svítu (Svíta, Jr Svíta, Deluxe herbergi).  Nema þið viljið að forstjórinn fái herbergið!

Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópurinn þarf að telja 50 manns eða fleiri og viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 
Og þar sem ykkar hópur er um 140 manns megið þið velja um 2 skemmtikrafta.

Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.

Ásthildur Ólafsdóttir

Fyrirtækjaferðir
S. 519-8909
GSM. 820 8991
Netfang. asta@tripical.is