Rafholt til Rotterdam
Gamlir og nýir straumar í sjarmerandi borg
Miðbær Rotterdam er stórkostlegt sýnishorn af því fremsta í nútíma byggingarlist. Í næsta nágrenni er hið fallega 17. aldar hafnarhverfi Delfshaven. Borg andstæðna, sem stærir sig auk þess af stærstu höfn Evrópu.
Rotterdam er staðsett í suðurhluta Hollands og er næst stærsta borg landsins, á eftir Amsterdam. Fljótið Nieuwe Maas
skiptir borginni í tvennt, en miðkjarni hennar er staðsettur á norðurbakka fljótsins. Stór hluti borgarinnar var sprengdur í loft upp í seinni heimsstyrjöld. Við enduruppbygginguna var ákveðið að fylgja öllum nýjustu straumum í arkitektúr, og þeirri stefnu hefur verið haldið síðan. Hollendingar eru mjög stoltir af ásýnd Rotterdam, og hafa ákveðið að halda næstu úrslitakeppni Eurovision 2020 þar.
Eins og aðrar borgir Hollands er Rotterdam einstaklega reiðhjólavæn. Þar er langfljótlegast og þægilegast að fara milli staða á hjóli og lítið mál að verða sér út um heppilegan fararskjóta því hjólaleigur má finna víða.
Miðkjarninn er mjög nútímalegur, en ef nýtísku skemmti- og veitingastaðir er ekki það sem leitað er að, þá er upplagt að skella sér t.d. í hið rómaða hafnarhverfi Delfshave og upplifa gamla sjarmerandi miðaldarstemmingu.
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Flug fram og til baka með Transavia, 1 innrituð taska 20 kg og handfarangur
Brottför
Brottför 22. apríl frá Keflavík kl. 19:55, lent í Amsterdam kl. 00:10
Heimkoma
Heimför 26. apríl frá Amsterdam 18:05, lent í Keflavík 19:20
Gisting
3 nætur á 4 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli
Farastjórn
1 frábær, skemmtilegur og óendanlega hjálpfús farastjóri
Hvað er hægt að gera í Rotterdam
Kubbahúsið (Cube House) er ansi sérstök bygging sem vert er að skoða
Rotterdambúar eiga sitt eigið Hvíta hús (Witte Huis) sem er frá 19. öld
Hjólreiðatúr með leiðsögumanni, stoppað á helstu stöðum og þar bíða kræsingar að smakka
Sigldu með skipinu Nehalennia (byggt 1908) upp ánna og skoðaðu vindmyllur
Veitingastaðurinn Euromast býður upp á stórfenglegt panorama útsýni
Óþrjótandi úrval af flottum krám og veitingastöðum
Hótel
Bilderberg Parkhotel Rotterdam****
Fjögurra stjörnu vel staðsett hótel aðeins 800 m frá Erasmus Medisch kjarnanum og við hlið Boijmans Van Beuningen safninu. Í göngufæri er úrval verslana, veitingastaða og bara. Á hótelinu er tveggja Michelin stjörnu veitingastaður sem fær frábæra dóma. Einnig er bar á hótelinu.
Hótelið fær heildareinkunn 8,5 og 9,2 fyrir staðsetningu á booking.com
113 990 kr
á mann í tvíbili
30 000 kr
aukagjald í einbýli