
tilNAPOLÍ - apríl/ maí '23
Hæ mambó - mambó Ítalíanó
Napólí er stórfengleg borg með mikla og magnþrungna sögu, sem bæði er stráð þyrnum og sætum sigrum. Borgin er ein af elstu byggðum veraldar, en þangað fór fólk að flykkjast 8 öldum fyrir Krist.
Napólí þykir, enn sem komið er, ekki eins lituð af ágengum túristaiðnaði og Róm og Mílanó. Þar þykir allt meira orginal, meira ekta ítalskt. Nóg er þar samt til að draga að forvitna ferðalanga. Gamli miðbærinn er allur skráður á heimsminjaskrá UNESCO. Víða í borginni má finna byggingar frá hinum ýmsum tímum, miðöldum, endurreisn og barokk, en margir telja einmitt barokktímann hafa byrjað í Napolí, þegar málarinn Caravaggio settist þar að. Í næsta nágrenni eru náttúruundur og stórmerki, Posillipo skaginn, Campi Flegrei eldstöðvasvæðið og eldfjallið Vesuvius, svo eitthvað sé nefnt.
Í Napólíborg er uppáhald okkar flestra, sjálf pizzan, sinn fæðingarstað. Það er því eiginlega skylda að grípa sér sneið á einum af óteljandi flatbökustöðum borgarinnar. Ef þú vilt smakka á hinni einu sönnu upprunalegu pizzu, ferðu á veitingastaðinn Pizzeria Brandi og pantar Margheritu. Láttu þér ekki bregða þótt hún sé ögn frábrugðin því sem þú átt að venjast. Deigið er þykkt í Napólípizzunni, og bragðið af botninum og tómatsósunni ögn ágengara en síðar varð. Og hún er sannarlega ekki alveg hringlótt.
En Napólí hefur aldeilis fleiri tromp á hendi til að veifa framan í gesti sína og matgæðinga. Þar eru nefnilega fleiri Michellin stjörnur en í nokkurri annarri borg á Ítalíu!
Hvað er hægt að gera í Napólí
Castelnuovo er ekta miðaldarkastali með æðislegu útsýni
Parco Virgiliano er æðislegur garður, magnað umhverfi og geggjað útsýni
Napólí er þekkt fyrir sitt sterka og sæta kaffi, sem er jafn nauðsynlegt að prófa og pizzurnar
Á Piazza del Plebiscito er mikið af glæsilegum byggingum á litlu svæði
Katakomburnar í San Gennaro eru ævintýraleg neðanjarðarveröld
Næturlífið er hresst, en svæðin Piazza Bellini
og Piazza Santa Maria la Nova eru
hvað fjörugust eftir miðnætti
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Beint flug til Napolí með WIZZ Air, 1 innrituð taska 20 kg og handfarangur. Áætl. flugtími er um 5klt.
Brottför
Brottför miðvikudag kl 10:45 og lent í Napolí 17:55.
Heimför
Heimför sunnudag kl 06:40 og lent í Keflavík kl 06:40.
Gisting
4 nætur á 4 eða 5 stjörnu hóteli - Innifalið er morgun-verður, city tax og wi-fi.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli í Napolí
Farastjórn
1 skemmtilegur og og óendanlega hjálpfús fararstjóri frá Tripical. Gegn vægu gjaldi er líka hægt að fá sérfróðan leiðsögumann með í ferðina.
Svítu-lottó
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppið par/einstakling sem fær fría uppfærslu og gistir því í betra herbergi (Svíta, Jr Svíta, Deluxe herbergi). Nema þið viljið að forstjórinn fái herbergið!
Hótel
****
Renaissance Naples Hotel Mediterraneo sem nýbúið er að endurnýja er í sögulegri byggingu á frábærum stað í miðbænum í aðalverslunar- og viðskiptahverfi Napoli. Útsýnið þaðan er stórkostlegt.
Herbergin eru nútímaleg og útbúin helstu þægindum. Hvert herbergi er með baðherbergi, loftkælingu, minibar og 42 tommu flatskjásjónvarp.
Morgunverðurinn er ríkulegur og hægt að njóta hans á efri hæðum hótelsins úti á veröndinni með útsýni yfir Vesúvíusfjallið. Veitingastaðurinn á 11.hæð og barinn framreiða alþjóðlega og staðbundna matargerð frá Napólí. Einnig er lounge-bar á staðnum sem býður upp á drykki og létta rétti.
Renaissance Naples Hotel Mediterraneo býður upp á vel búna líkamsræktarstöð og sólarverönd með heitum pottium pottum.
Verslanir Galleria Umberto og Via Toledo eru í innan við 550 metra fjarlægð, en Napólí-höfn með ferjutengingum til Ischia, Capri og Sorrento er í 10 mínútna göngufjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunina 8,4 og 9,3 fyrir staðsetningu á booking.com
Sameiginlegur kvöldverður fyrir hópinn er hægt að halda á 11.hæðinni með frábæru útsýni yfir borgina og miðbæinn. Verð frá 16.900kr á mann fyrir fordrykk, 4 rétta og 1/2 flösku af víni á mann, gos og vatn. Einnig er hægt að fá drykkjarpakka/opinn bar fyrir hópinn, verð fyrir 3 klt er frá 6.900kr á mann. Hægt er að leigja míkrófón og annan tæknilegan búnað ef þess þarf fyrir kvöldverðinn.
Verðin
206 990 kr
á mann í tvíbýli
99 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
*****
Þetta fallega hótel, Grand Hotel Parker's er í 12 mínútna göngufæri frá ströndinni og býður upp á einstaklega lúxus gistingu í íbúðarhverfinu Corso Vittorio Emanuele.
Útsýnið er gíðarlega fallegt yfir Napolí flóann og stutt er í allar helstu samgöngutengingar.
Parker's passar við glæsileika tískuhverfisins. Herbergin eru rúmgóð og loftkæld. Öll eru með svalir, sum eru með sjávarútsýni.
Á hótelinu er bar og vindlaherbergi. George Restaurant, á efstu hæð, býður upp á bestu Miðjarðarhafsmatargerð og er með 1 Michelin stjörnu. Á hótelinu er líka bistró sem býður upp á létta rétti. Hótelið státar af góðu safni af góðum vínum og vindlum.
Hótelið fær heildareinkunina 8,0 og 8,1 fyrir staðsetningu á booking.com
Sameiginlegur kvöldverður fyrir hópinn er hægt að halda á fallega veitingastaðnum LE MUSE
sem er með útsýni yfir borgina og flóann. Verð frá 19.900kr á mann fyrir fordrykk, 4 rétta og 1/2 flösku af víni á mann, gos og vatn. Einnig er hægt að fá drykkjarpakka/opinn bar fyrir hópinn, verð fyrir 3 klt er frá 9.200kr á mann. Hægt er að leigja míkrófón og annan tæknilegan búnað ef þess þarf fyrir kvöldverðinn.
Verðin
179 990 kr
á mann í tvíbýli
80 000 kr
aukagjald í einbýli