Sjóvá til Calpe

Þekktasta kennileiti Calpe, er hinn undurmagnaði risasteinn sem stendur í útjaðri bæjarins og ber sama nafn. Það er erfitt að finna fallegri strendur en í Calpe, þetta er fullkominn staður til að njóta spænskra lystisemda.

Gamli bærinn í Calpe er einstaklega fallegur. Hann er staðsettur efst í nokkuð brattri brekku, fyrir ofan helstu verslunargötu bæjarins. Leiðina að gamla bænum er mjög einfalt að finna. Þröngur stígur liggur upp frá verslunargötunni og við enda hans gengurðu beint inn í gamla tíma, með steinlögðum götum, fallegum kirkjum, litlum söfnum og krúttlegum veitingastöðum. Hvar sem þú kemur mæta þér brosandi andlit, og þarna er tilvalið að setjast niður og slaka á í fallegu umhverfi, og sötra á svalandi sangríu eða öðrum góðum drykk.
Steinninn í Calpe (Calpe Rock), er stórt og ansi áberandi náttúruundur, sem laðar til sín fjölda gesta hvaðanæva að. Óvenjuleg eldgosamyndun olli því að þessi sérstaki klettur myndaðist og kom sér tignarlega fyrir út við hafið. Ýmsar leiðir eru í boði til að njóta steinsins risavaxna. Hægt er að fara í rólega göngu upp við steininn, en einnig geta þeir sem djarfari eru klifrað hann að hluta.

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug með innritaðri 20 kg tösku og handfarangri

Hópur 1 

Brottför frá Keflavík 17 september  08:00 - 14:20 eða 18:35 - 01:05
Brottför frá Alicante 20 september 10:30 - 13:10

Hópur 2

Brottför frá Keflavík 18 september 14:00 - 20:35
Brottför frá Alicante 21 september 14:10 - 16:50

Gisting

3 nætur á 4ra stjörnu hóteli. Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli

Farastjórn

2 skemmtilegir og óendanlega hjálpfúsir fararstjórar. 

Hvað er hægt að gera í Calpe


Rölta að Calpe Rock og njóta útsýnisins 
Heimsæka gamla bæinn í Calpe
Labba með strandgötunni og prófa einhvern af fjölbreyttum veitingarstöðum þar
Heimsækja fiskimarkaðinn - athugið að hann er bara opinn á kvöldin
Borða á einum af frægu sjávarréttarstöðum Calpe
Tana á ströndinni, synda í tærum sjó og sötra svalandi kokteil

Hótel

Hotel Bahía Calpe by Pierre & Vacances
****

Glæsilegt 4ra stjörnu hótel í miðbæ Altea. Stutt ganga er í miðbæ Calpe og fær hótelið góða dóma fyrir staðsetningu. Ströndin er í 2 mínútna göngu frá hótelinu. Á hótelinu má finna flotta veitingarstað, innisundlaug, sauna, líkamsræktaraðstöðu og heilsulind.

Hótelið fær heildareinkunina 8,3 og 9,4 fyrir staðsetningu á booking.com


Verðin

109 990 kr

á mann í tvíbili

25 000 kr

aukagjald í einbýli

Tilboðið miðast við 190 manns og gildir til 1. nóvember 2019


Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópurinn þarf að telja 50 manns eða fleirri og viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 

Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði atriði eru í boði með að ýta á hnapinn hér fyrir neðan.

Kristi Jo Kristinsson 

Fyrirtækjaferðir
S. 519-8900
GSM. 899-6263