T A L L I N N

Hrífandi blanda af fortíð og nútíð. Einstakar gamlar byggingar, fjölbreytt menning, gleðiríkt mannlíf og frábær gestrisni og þjónusta. Tallinn heillar þig upp úr skónum!

Tallinn er höfuðborg Eistlands og staðsett við suðurströnd Finnlandsflóa, aðeins 70 km suður af Helsinki. Miðaldakjarni hennar stendur á Toompea hæðinni, og er einn best varðveitti miðaldabær í allri Evrópu, með byggingar og minjar allt frá 11. öld. Það er töfrum líkast að ganga um þetta hverfi, um steinhellulagðar götur, meðfram mögnuðum mannvirkjum, og útsýnið af hæðinni er dásamlegra. Í borginni má einnig finna fádæma safn stórkostlegra kirkjubygginga. Þar er Alexander Nevsky dómkirkjan líklega efst á blaði, skrautleg bygging sem þjónar rétttrúnaðarkirkjunni og er eitt af þekktustu kennileitum Tallinn. Einnig ber að nefna St. Mary's dómkirkjuna, sem er einkar glæsileg.
Það er líf og fjör í Tallinn, og þótt borgin standi á grunni glæstrar fortíðar þá tifar nútíminn hér í dillandi takti. Ráðhústorgið iðar af sjarma og lífsgleði og er góður staður til að setjast og taka inn stemminguna. Matarsenan er á afburða háum standard, hér er fjölbreytt úrval veitingastaða sem bjóða upp á hágæða rétti, þjóðlega og alþjóðlega. Ef einhver vill kynna sér þjóðlegar hefðir má benda á svarta brauðið, reyktan fisk, og svo eru Eistar snillingar í plokkfiskgerð. Hér eru barir og skemmtistaðir, sem bjóða upp á alla þá drykki sem hugurinn girnist, hér geturðu dansað inn í nóttina, eða sest á huggulegan stað og átt dásamlega stund í góðra vina hópi. Eitt er sannarlega víst: þér mun líða afskaplega vel í Tallinn!

Hvað er hægt að gera í Tallinn

Vabama Museum of Occupations and Freedom er magnað safn um sögu landsins og baráttu þess fyrir sjálfstæði
Olde Hansa veitingastaðurinn býður upp á áhugaverða miðaldastemmingu í mat og drykk
Þú finnur hressilegasta næturlífið bari, klúbba og lifandi tónlistarstaði sérstaklega í kringum gamla bæinn og Telliskivi.
Tallinn TV Tower býður upp á glæsilega yfirsýn af útsýnispalli í 170 m hæð. Þar er líka skemmtilegt kaffihús 
Seaplane Harbour sjóminjasafn er til húsa í fyrrum sjóflugskýli og býður upp á heillandi sýningar, þar á meðal kafbáta og söguleg skip.  
Kadriorg Park er friðsæl vin nálægt miðbænum, með fallegum görðum, tjörnum og hinni fallegu Kadriorg höll

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug fram og til baka með Play, 1 innrituð taska 20 kg og 10kg handfarangur.

Brottför

Brottför 17.Mai klukkan 15.00 og lent klukkan 21:20

Heimför

Heimför 27.Maí klukkan 22:20 og lent klukkan 00:55

Gisting

3 nætur á 4/5 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður borgarskatturinn og wi-fi.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Madrid 25 - 30 mín

Farastjórn

Einn óendanlega hjálpfús fararstjóri frá Tripical

Ferðalottó-Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðning frá Tripical 

Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.  
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.

Hótel

Leonardo Boutique Hotel Mallorca Port Portals
****

Featuring an outdoor pool and a bar with retro design, Leonardo Boutique Hotel Mallorca Port Portals - Adults only is located 5 minutes’ walk from the beach and the marina. Free WiFi is available in all areas. Each room is air conditioned and offers a flat-screen TV, minibar with drinks and safe. The private bathroom offers a bath or shower and hairdryer.. The on-site restaurant offers international and Mediterranean cuisine. Breakfast is served until noon. The hotel also offers entertaining weekly events. A dry cleaning service is also available. Lindner Golf Course can be reached within a 5-minute drive. Palma Airport is 20 km away and the airport shuttle can be organized upon request.

Hótelið fær 8,3 í heildareinkun á booking.com og 8,8 fyrir staðsetningu

Verðin

  149 990 kr

á mann í tvíbýli

40 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

Melia Palma Bay
****

Melia Palma Bay býður upp á gistirými við hliðina á Palma-ráðstefnumiðstöðinni ásamt þakverönd með sjávarútsýni og útisundlaug. Ca'n Pere Antoni-ströndin er í 350 metra fjarlægð. Herbergin eru björt og eru með innréttingar í skandinavískum stíl. Öll eru með gervihnattasjónvarp og baðherbergi með ókeypis snyrtivörum og hárþurrku. Það er einnig heilsuræktarstöð á gististaðnum.

Hótelið fær 8,3 í heildareinkun á booking.com og 8,8 fyrir staðsetningu

Verðin

  169 990 kr

á mann í tvíbýli

55 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

Nixe Palace
*****

The luxury Nixe Palace is situated next to Cala Major Beach and the Marivent Palace. It offers an outdoor pool, a free spa and air-conditioned rooms with free WiFi access. Rooms at the Nixe Palace are modern. They include satellite TV and a large bathroom with toiletries, bathrobe and slippers. The Nixe’s specialised golf department offers trips to local courses and discounted green fees. Nearby golf courses include Son Vida and Son Muntaner. Hotel Nixe Palace has 3 restaurants, offering the best Mediterranean cuisine, fresh seafood and international dishes. There is also a poolside bar and a garden. The hotel's spa offers a thermal circuit, Turkish steam bath, ice fountain, heated loungers and fantastic sea views. There is also a gym, and massage treatments are available. Entry is subject to a surcharge.

Hótelið fær 8,4 í heildareinkun á booking.com og 9,1 fyrir staðsetningu

Verðin

  169 990 kr

á mann í tvíbýli

55 000 kr

aukagjald í einbýli

Verðin miðast við minnst 140 manns, hótel og flug hafa ekki verið tekin frá og mun endanlegt verð liggja fyrir þegar búið er að velja dagsetningu og hægt er að bóka hópinn.


Arna Rut Kristinsdóttir

Fyrirtækjaferðir
S. 519-8900
GSM. 633 3313