The Hague
28. - 30. júní 2023
Hrífandi borg, skreytt gömlum heillandi hverfum, stórbrotnum byggingum og blómlegum almenningsgörðum. Hér er lífleg menning, skemmtun og gleði.Gangi þér allt í Haag!
Í Haag er aðsetur hollenska þingsins en auk þess býr þar Willem-Alexanders Hollandskonungur. Þá er borgin þekkt sem dómstólaborg heimsins, þar starfrækja Sameinuðu þjóðirnar Alþjóðadómstólinn (ICJ) og Alþjóðaglæpadómstólinn (ICC), ásamt fjölda annarra alþjóðlegra stofnanna. Haag er þriðja stærsta borg Hollands og þar búa um 500.000 manns, en 700.000 sé héraðið allt tekið með. Þar hefur ferðamannaiðnaðurinn sótt í sig veðrið síðustu ár, og sífellt fleiri leggja leið sína þangað, enda býr borgin yfir miklum þokka og fegurð.
Haag er í ýmsu ólík stóru systur sinni Amsterdam og öðrum hollenskum borgum. Hún er af mörgum talin sú virðulegasta í landinu. Í stað hinna dæmigerðu hollensku endurreisnarhúsa frá 17. öld, standa þar 18. aldar stórhýsi í barrok og klassískum stíl. Í hjarta borgarinnar má finna mikið af sögulegum byggingum frá miðöldum og endur-
reisnartímanum. Rétt fyrir utan miðbæinn eru svo gríðarlega falleg hverfi í art nouvau stíl. Alls staðar eru svo hugguleg kaffihús og veitingastaðir, breiðar verslunargötur og síðast en ekki síst, falleg ströndin að Norðursjó.
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Flug fram og til baka með Icelandair til Amsterdam, 1 innrituð taska 23 kg og handfarangur
Brottför
Brottför 28. Júníl frá Keflavík kl. 07:40, lent í Amsterdam kl. 12:55
Heimkoma
Heimför 30. júní frá Amsterdam 14:10, lent í Keflavík 15:25
Gisting
2 nætur á 4 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli
Rúta tekur um 1 klst
Farastjórn
Sé þess óskað - Gegn gjaldi
Hvað er hægt að gera í Haag
The Pier Skyview
býður upp á útsýnisferð í risa parísarhjóli.
Ein elsta gatan í Haag er Molenstraat.
Skemmtileg til göngu.
Scheweningen Beach Speedboat Tour
er vægast sagt hressandi skemmtun.
Í Panorama Mesdag Museum er áhrifarík og flott sýning með risamálverki sem sýnir forna tíð.
Kloosterbrouwerij Haagsche Broeder.
Bjórgerð í munkaklaustri. Mögnuð upplifun!
Planet Jump er trampólíngarður, og hann er staðsettur í kirkju. Athyglisvert!
Hótel
Bilderberg Parkhotel Rotterdam****
Fjögurra stjörnu vel staðsett hótel aðeins 800 m frá Erasmus Medisch kjarnanum og við hlið Boijmans Van Beuningen safninu. Í göngufæri er úrval verslana, veitingastaða og bara. Á hótelinu er tveggja Michelin stjörnu veitingastaður sem fær frábæra dóma. Einnig er bar á hótelinu.
Hótelið fær heildareinkunn 8,5 og 9,2 fyrir staðsetningu á booking.com
113 990 kr
á mann í tvíbili
30 000 kr
aukagjald í einbýli