Leikskólinn GrænatúnHelsinki14.05. - 17.05. 2022
Fræðsluferð til Helsinki
Styrkhæf fræðsluferð sérsniðin að þörfum ykkar; þar sem boðið er upp á skólaheimsóknir, námskeið eða fræðslu um finnska menntakerfið, áherslur og sérkenni þess.
Helsinki sem kölluð hefur verið Dóttir Eystrasaltsins er þekkt fyrir stórfenglegan arkitektúr ekki síður en hönnun sem hefur haft áhrif um allan heim.
Helsinki er nútímaleg stórborg umlukin hafi, vötnum og fallegri náttúru. Helsinki er borg hönnunar og nýsköpunar með sérstakri samsuðu byggingarstíla. Hljóðlát og vingjarnleg með ýmsum furðulegheitum, finnskri gufu og eitt besta og framsæknasta skólakerfi heims.
Finnland er frægt fyrir glæsilega og hagnýta nútímahönnun og vörumerki Marimekko og Iittala eru heimsþekkt. Hönnunarsena Helsinki er ein sú líflegasta í heiminum í dag og hefur áhrif víða um heim. Í hönnunarhverfi Helsinki er gnægð af verslunum og vinnustofum og þar er einnig að finna hönnunarsafn borgarinnar.
Í matargerð leggja Finnar áherslu á staðbundnar afurður og sjálfbærni í landbúnaði þar sem árstíðarbundnar afurðir njóta sín best. Í Helsinki er fjöldi sælkeraveitingastaða, hefðbundinna veitingastaða og nýstárlegra bistróa og þar er einnig markaðshúsið Kauppahalli sem býður upp á fjölbreytni af finnskum sælkeravörum og árstíðabundinni uppskeru.
Náttúran í kringum Helsinki býður upp á fjölmarga möguleika til náttúruskoðunar og afþreyingar allan ársins hring. Hvort sem það er að sigla um eyjar umhverfis borgina, ganga um strendur, fallega garða eða villt skóglendi þá er ósnortin náttúru ávallt steinsnar frá borginni
Hvað er innifalið í ferðinni
Beint flug með Icelandair
Beint flug til og frá Helsinki með Icelandair. Ein innrituð 23 kg taska og 10 kg handfarangur.
Flugtímar
Brottför 14. maí kl. 7:30
Lent í Helsinki kl: 14:00
Heimkoma 17. maí kl. 15:10
Lent í Keflavík kl. 15:45
Fræðsludagskrá
Skipulögð fræðsludagskrá. Námskeið, skólaheimsóknir, fræðsla/vinnustofur samkvæmt viðmiðum KÍ.
Gisting á 4ra stjörnu hóteli
Þrjár nætur á 4ra stjörnu hóteli. Innifalið er morgunverður og wi-fi.
Rútur og ferja
Rútur til og frá flugvelli og skipulagðri fræðsludagskrá ef þörf er á.
Íslensk fararstjórn
Skemmtilegur og óendanlega hjálpfús fararstjóri
Hvað er hægt að gera í Helsinki?
Klettakirkjan er afar sérstök lúthersk kirkja í Helsinki og einstök listfræðileg hönnun. Kirkjan var grafin úr gegnheilum klettavegg og byggð neðanjarðar undir miklu hvolfþaki.
Uspenski dómkirkjan er mikil og reisuleg bygging sem gnæfir yfir sjónlínu Helsinki við hafnarbakkann. Ásamt auðkenndu hvítu lúthersku dómkirkju borgarinnar er Uspenski kirkjan eitt af helstu kennileitum Helsinki.
Nútímalistasafnið Kiasma í Helsinki sýnir það allra besta í finnskri nútímalist með reglulegum og síbreytilegum sýningum svo gestir koma iðulega aftur og aftur.
Suomenlinna eða Sveaborg á sænsku er eyjaklasi rétt utan við Helsinki. Mannvirkin á eyjunum er á heimsminjaskrá Unesco. Hervirkin hýsa nú söfn, veitingahús, bari og íbúðarhús.
Í matargerð leggja Finnar áherslu á staðbundnar afurður og sjálfbærni í landbúnaði þar sem árstíðarbundnar afurðir njóta sín best. Í Finnlandi er nóg framboð af villibráð og ferskum sjávarafurðum ásamt villtum berjum og skógarsveppum sem finnsk matargerð nýtir á fjölbreyttan hátt.
Á hafnarsvæðinu er alltaf eitthvað gerast, bílasýningar, markaðstorg, siglingar, Allas Sea Pool, SkyWeel og margt fleira.
Tilboðið miðast við 23 manns og gildir til 15. janúar 2022
Hótel
Original Sokos Hotel Presidentti****
Orignal Sokos Hotel Presidentti er einkar vel staðsett fjögurra stjörnu hótel. Margur Íslendingurinn hefur gist í einu af 483 herbergjum hótelsins.
Hótelið var tekið í notkun árið 1980 enn nýtur en mikilla vinsælda. Fyrir utan morgunverðarhlaðborð eru að finna Bistro Manu sem býður upp á hefðbundna bistro rétti með nútímalegu tvisti. Pub Adjutantti býður upp á einfalda barrétti og beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum á stórum sjónvarpsskjá.
Hótelið er þátttökuaðili í verkefninu Goren Nogle (Græni lykillinn) en það mælir áhrifa gististaðarins á umhverfi og samfélags. Á hótelinu er innilaug, líkamsrækt og sauna, þráðlaust internet og á herbergjunum m.a. loftkæling og mínibar.
Hótelið fær heildareinkunn 8,5 booking.com
Verðtilboð
138 990 kr
á mann í tvíbýli
27 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
Clarion Hotel Helsinki****
Sextán hæða fjögurra stjörnu hótel staðsett í Jätkäsaari hverfinu í Helsinki. Á efstu hæð hótelsins er sundlaug, sauna, líkamsræktarstöð og Skybar.
Hótelið er miðsvæðis en aðaljárnbrautarstöðin er í 2 km fjarlægð, Kamppi verslunarmiðstöðin er í 1,1 km fjarlægð.
Herbergin eru með flatskjá og eru sum þeirra með útsýni yfir borgina og hafið. Á hótelinu er ókeypis WiFi. Hárþurkkur og helstu snyrtivörur eins og sápur, sjampó og hárnæring eru á baðherbergjunum. Veitingastaðurinn blandar saman norrænni matargerð við matargerð innblásinni frá Manhattan.
Hótelið fær heildareinkunn 8,7.
Verðtilboð
140 990 kr
á mann í tvíbýli
41 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótelið
GLO Hotel Kluuvi****
Hótelið er staðsett í hjarta borgarinnar. Öll herbergin eru með viðargólfi, 32 tommu LCD-sjónvarpi og loftkælingu. Ókeypis Wi-Fi
Á hótelinu er heilsulind og líkamsræktarstöð. Veitingastaðurinn Tray býður upp á a la carte matseðil og ferska rétti með salathlaðborði í hádeginu.
Hótelið er á milli Esplanadi breiðgarðins og Aleksanteri verslunargötunnar. Dómkirkjan er í 300 metra fjarlægð og sölutorgið með ferska hrávöru í sölutjöldum í nokkra mínútna göngufjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunn 8,5 á booking.com
Fyrir staðsetningu fær hótelið 9,7 á booking.com
Verðtilboð
132 990 kr
á mann í tvíbýli
27 000 kr
aukagjald í einbýli
Drög að dagskrá*

Áslaug Hersteinsdóttir-Hölttä
Laugardagur 14. maí 2022
Komudagur
Kl. 7:30 Brottför frá Keflavík
Kl. 14:00 Lent í Helsinki að staðartíma
Kl. 15:00 Rútur frá flugvelli að hóteli og innritun á hótel
HUGMYNDIR - HÆGT AÐ BÆTA VIÐ SEINNA
Kl. ? Leiðsögn um borgina 2 klst. Áslaug (ekki innifalið í verði)
Kl. ? Pöbbkviss með Júróvisjón Reyni (ekki innifalið í verði - tekur um einn klukkutíma eða einn og hálfan)
JÚRÓVÍSJÓNPARTÝ MEÐ ÍSLENDINGUM Í FINNLANDI
Sunnudagur 15. maí 2022
Frjáls dagur
Hér er líka hægt að hafa 4 - 6 klukkustunda fræðslu eða bara frjálsan dag
Mánudagur 16 maí 2022
Hér er hægt að hafa heimsókn í leikskóla eða fræðslu
Þriðjudagur 17. maí 2022
08:15 Útritun af hóteli (getum lagt fyrr af stað)
09:00 Heimsókn í leikskóla í Helsinki eða lagt seinna af stað af hóteli og stoppað á þeim tveimur stöðum sem ég nefni fyrir neðan
12:30 Lagt af stað á flugvöllinn beint úr fræðslu
15:10 Flug frá Helsinki til Keflavíkur.
15:45 Lent í Keflavík að staðartíma.
*Með fyrirvara um breytingar
Fræðsluferðir
Netfang. aslaug@tripical.com