Grenivíkurskóli til Edinborgar

Lítill demantur frá miðöldum

Edinborg er höfuðborg Skotlands. Þar er heillandi borgarstæði, fallegar byggingar og tignarlegur kastali.  Iðandi menningarlíf með góðar verslanir og úrval veitingahúsa.

,,Auld Reekie" eins og borgin heitir á skosku (og þyðir Old Smoky), sameinar hið gamla og nýja á sérstæðan hátt og þar upplifirðu hið einstaka skoska andrúmsloft. Á hæðinni fyrir ofan borgina stendur hinn tignarlegi Edinborgarkastali, táknmynd borgarinnar. Borgin býður upp á blöndu af miðöldum og nútíma, þar standa bókstaflega, hlið við hlið miðaldahúsaraðir og nytískulegar byggingar, kirkjur í gotneskum stíl og hús byggð eftir nútíma arkitektúr.
Næturlíf borgarinnar getur verið ansi villt, Edinborg er stundum kölluð Aþena norðursins. Að ekki sé minnst á alla veitingastaðina og pöbbana. 
Síðast en ekki síst, þá er Edinborg festivalaborgin, þar sem festival nefnt eftir borginni er haldið ár hvert.
Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi enda Skotar höfðingjalegir gestgjafar.

Hvað er hægt að gera í Edinborg

Útsýnið úr Edinborgarkastala er stórkostlegt
Sjónblekkingarsafnið er óvenjuleg skemmtun
Rannsaka Neðanjarðarborgina  (Real Mary King´s Close) 
 Viskíáhugafólk er komið til himna. Prófaðu að smakka!
Minnismerki Scott er áhrifarík sjón
Tilvalið að skella sér í golf ef veður leyfir

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug fram og til baka með EasyJet til Edinborgar, 1 innrituð taska 23 kg taska og 10 kg handfarangur

Brottför

Brottför þriðjudaginn 01.mars 2022 frá Keflavík kl 15:15 til Edinborgar, lending áætluð kl 18:15

Heimkoma

Brottför sunnudaginn 06.maí 2022 frá  Edinborg kl 18:00 til Keflavíkur, áætluð lending kl 20:30

Gisting

 5 nætur á 4 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvellinum í Edinborg og í skólaheimsóknir og fræðslu ef með þarf. 

Farastjórn

1 óendanlega hjálpfús og skemmtilegur fararstjóri frá Tripical.  

Hótel

Leonardo Royal Edinburgh Haymarket
****

Leonardo Royal Edinburgh Haymarket hótelið er fögurra stjörnu hótel í miðborg Edinborgar, aðeins 500 metra frá Haymarket járnbrautarstsöðinni. 

Á hótelinu er veitingastaður og bar, ókeypis WiFi og það liggur í um tíu mínútna fjarlægð frá miðpunkti borgarinnar. Morgunverðarhlaðborðið er gott með miklu úrvali. 

Herbergin eru rúmgóð, nútímaleg og stílhrein með sérbaðherbergi. Á herbergjunum eru skjásjónvörp, vinnusvæði, kaffi/te, ókeypis 

Verslunargatan Princes Street’s og Edinborgarkastali eru í 10 mínútna fjarlægð frá hótelinu. Strætóferðir í hina víðfrægu krikju Rosslyn Chapel og The Edinburgh International Conference Centre (EICC) er í 300 metra fjarlægð. 

Á booking.com fær hótelið 8.0 í heildareinkunn, starfsfólk og staðstening fá 8.6. 

Verðin

160 990 kr 

á mann í tvíbýli

50 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

Market Street Hotel
****

Gistu í hjarta Edinborgar! Staðsetning Market Street Hotel er framúrskarandi. Aðeins í nokkra mínútna fjarlægð frá the Royal Mile og aðeins tæpa 600 metra fjarlægð frá The Real Mary King's Close.  

Market Street er hluti af þekktu borgar landslagi Edinborgar. Á þakhæð hótelsins er að finna þakbar í fallegri setustofu með óborganlegt útsýni. Camera Obscura er í 700 metra fjarlægð sem og World of Illusion. Edinborgarkastali er í 1 km fjarlægð og 1.1 km fjarlægð frá Þjóðminjasafni Skota, National Museum of Scotland. 

Herbergin eru í boutique stíl með skoskum vefnaðarvörur, list og kaffi brenndu í nærumhverfi. Í þeim eru að finna fataskápur, skjásjónvarp og baðherbergi. Sum herbergin eru með útsýni yfir borgina en öll herbergin eru með Apple TV, Chromecast (lítið tæki frá Google sem er um 5 sm langt og er stungið inn í HDMI inntak á sjónvarpstækjum. Þá er mögulegt að streyma efni frá spjaldtölvum, tölvum og símum upp á sjónvarpsskjái) og háhraða WiFi
The accommodation provides evening entertainment and a 24-hour front desk.

Morgunverður er borinn fram á þakbarnum og kampavínssetustofunni Nor´r Loft. Þangað er líka hægt að fara á öðrum tímum og fá sér létta rétti og drykki og njóta útsýnisins. 

Leikhúsið Edinburgh Playhouse er 1.1 km fjarlægð frá hótelinu og Edinborgarháskólinní í 1.5 km fjarlægð. Það er 16 km leið að Edinborgarflugvelli.

Hótelið fær 9.2 í heildareinkunn á booking.com, starfsfólk fær 9.6 og staðsetningin 9.8. 

Verðin

 146 990 kr 

á mann í tvíbýli

46 000 kr

aukagjald í einbýli

Verðin miðast við 15 manns og tilboðið gildir til 3.12.2021


Drög að dagskrá*

 Þriðjudagur 1. mars 2022
Komudagur 
Kl. 15:15 Brottför frá Keflavík
Kl. 18:15 Lent í Edinborg að staðartíma
Kl. 19:15 Rútur frá flugvelli að hóteli og innritun 

Miðvikudagur 2. mars 2022 
Heimsókn í skóla 
Kl. 08.30 Mæting í anddyrri hótelsins og brottför 
Kl. 09.30 Heimsókn í The Edinburgh Academy, 42 Henderson Row, Edinburgh EH3 5BL, sími: 0131 624 4945
Kl. 12.00 Hádegisshlé
Kl. 13.30 Heimsókn heldur áfram eða við förum í annan skóla.
Kl. 15.00 Lagt af stað að hóteli 

Fimmtudagur 3. mars 2022  
Kl. 08.30 Mæting í anddyrri hótelsins og brottför 
Kl. 09.30 Heimsókn í aðra skóla eða fræðsla 
Kl. 12.00 Hádegisshlé
Kl. 13.30 Fræðsla (kennaraháskóli, smiðja eða fyrirlesari) 
Kl. 14.30 Lagt af stað að hóteli 
Þema fyrir fræðslu samkvæmt ykkar óskum:Teaming, Interdisciplinary team teaching, Collaborative teaching, Cooperative teaching, or Co-teaching. Use of ICT in Schools and thirdly Internal evaluation and or Common assessment framework (CAF). 

Föstudagur 4. mars 2022 
Frjáls dagur

Laugardagur 5. mars 2022 
Frjáls dagur 

Sunnudagur 6. mars 2022
12:00 Útritun af hóteli 10:15 
15:00 Rúta ekur frá hóteli að alþjóðlega flugvellinum

18:00 Flug til Keflavíkur. 
20:30 Lent í Keflavík að staðartíma. 

*Með fyrirvara um breytingar

Áslaug Hersteinsdóttir-Hölttä

 Fræðsluferðir
GSM. 785-9887
Netfang. aslaug@tripical.com