Fræðsluferð til Helsinki og Tallinn
14. til 17. maí 2022
GRÆNATÚN

Fræðsluferð og skólaheimsóknir starfsmanna leikskólans Grænatúns til Helsinki og Tallinn 14. til 17. maí 2022

Helsinki sem kölluð hefur verið Dóttir Eystrasaltsins er þekkt fyrir stórfenglegan arkitektúr ekki síður en hönnun sem hefur haft áhrif um allan heim. 

Helsinki er nútímaleg stórborg umlukin hafi, vötnum og fallegri náttúru. Helsinki er borg hönnunar og nýsköpunar með sérstakri samsuðu byggingarstíla. Hljóðlát og vingjarnleg með ýmsum furðulegheitum, finnskri gufu og eitt besta og framsæknasta skólakerfi heims.

Finnland er frægt fyrir glæsilega og hagnýta nútímahönnun og vörumerki Marimekko og Iittala eru heimsþekkt. Hönnunarsena Helsinki er ein sú líflegasta í heiminum í dag og hefur áhrif víða um heim. Í hönnunarhverfi Helsinki er gnægð af verslunum og vinnustofum og þar er einnig að finna hönnunarsafn borgarinnar.
Í matargerð leggja Finnar áherslu á staðbundnar afurður og sjálfbærni í landbúnaði þar sem árstíðarbundnar afurðir njóta sín best. Í Helsinki er fjöldi sælkeraveitingastaða, hefðbundinna veitingastaða og nýstárlegra bistróa og þar er einnig markaðshúsið Kauppahalli sem býður upp á fjölbreytni af finnskum sælkeravörum og árstíðabundinni uppskeru.

Náttúran í kringum Helsinki býður upp á fjölmarga möguleika til náttúruskoðunar og afþreyingar allan ársins hring. Hvort sem það er að sigla um eyjar umhverfis borgina, ganga um strendur, fallega garða eða villt skóglendi þá er ósnortin náttúru ávallt steinsnar frá borginni.

DAGSKRÁ


Brottför 14. maí
laugardagur

Flug með Icelandair

Flug fram og til baka með Icelandair, 1 innrituð 23 kg taska og 10 kg handfarangur.

VIÐ KOMUNA TIL FINNLANDS ÞARF AÐ FRAMVÍSA BÓLUSETNINGARVOTTORÐI EÐA VOTTORÐI UM FYRRI SÝKINGU.  
  • vaccination certificates
  • recovery certificate, or
  • test certificate

Flug 14. maí 2022

Brottför 14. maí frá Keflavík kl. 07:30, lent í Helsinki kl. 14:00 
Flugnúmer: FI 342
Mikilvægt að mæta tveim tímum fyrir brottför (kl. 05:30)

Rúta á hótel

Rúta frá flugvelli Helsinki til Glo Hotel Kluuvi. Fararstjóri tekur á móti ykkur á flugvellinum. 

Koma á hótel

Mæting og innritun á Glo Hotel Kluuvi
Kluuvikatu 4
00100 Helsinki

da Vinci bar & ristorante 

Pöb quiz með júróvísjón Reyni á efri hæð veitingahúss í Kallio hverfinu milli 
19 - 20.30 

da Vinci bara & ristorante 
Siltasaarenkatu 11
5530 Helsinki 
hægt að taka metró frá Univeristy og Helsinki til Hakaniemi/Hagnes (1 stopp) 

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 

Skemmtistaðurinn Hercules sýnir frá keppninni. 

https://hercules-gay-bar.business.site/ 

15. maí
sunnudagur

Námskeið og fræðsla

Morgunmatur á hóteli og hópurinn hittir Áslaugu í lobbý hótels kl. 9:45. Gengið 400 metra að Norrænu menningargáttinni Kaisaneimigötu 9, 00190 Helsinki. 

Fræðsla og fyrirlestrar mili kl. 10:00 til 14:30 á Norrænu menningargáttinni. 
Kl. 10:00 Fyrirlestur Gun Oker-Blom former director at the National Agency for Education will hold a lecture Early childhood and Care in Finland – aims, hopes and challenges 
Kl. 12:30 MATARHLÉ 
Kl. 13:15 Mikaela Wickström, special librarian will introduce Nordic Culture Point projects that are tailor made for kindergarten´s teachers and staff (Nordiska bokslukaren and other book- and book- and reading related projects)  
Kl. 14:30 Frjáls tími 


16. maí
mánudagur

 Fræðsla og skólaheimsóknir
um borð í ferju og í Tallinn

Kl. 07:25 Hópur hittist í anddyri hótels
Kl. 07:30 Rúta fer með hópinn á vestur bryggjuna. 
Þegar komið er inn í ferjubygginguna sækir fararstjórinn brottfararspjöld fyrir M/s Finlandia og gengið er um borð. Allir þurfa að vera komnir um borð 30 mínútnum fyrir brottför. Fundarherbergi er á hæð 6: Conference room 1, deck 6 milli 8:45 - 11:15 
Kl. 09 - 11:00 Mari Sani-Niskala Fyrirlesttur um boðr Early childhood Education and Finnish as a second language S2. Challenges, best practises, development and aims.
Kl. 11:15 M/s Finlandia kemur til hafnar í Tallinn 
Kl. 11:45 Lagt af stað að Telliskivi 60A, 10412 Tallinn. 
Kl. 12:00 Kindergarten/Preschool Tallinna lastead Sipsik leiskólaheimsókn, contact person Carmen Soo, Carmen.Soo@sipsik.edu.ee, +372 5226820 
Kl. 12:00 Kindergarten/Preschool Tallinna Endla Lasteaed leikskólaheimsókn, contact person Grüüne Ott Name, gruune.ott@endla.edu.ee, +372 534 855 71
Kl. 13:30 Frjáls tími til klukkan 17:00
Kl. 17:00 Lagt af stað úr miðbæ niður að höfn frá kennileiti sem fararstjóri og hópur kemur saman um eftir komuna í bæinn, t.d. hótel Viro (ekki hægt að missa af því) 
Kl. 18:10 Farið um borð í ferjuna. Allir þurfa að vera komnir um borð 30 mínútum fyrir snætt á hlaðborði Eckerö buffet. 
Kl. 18:30 M/s Finlandia ferjan lætur úr höfn í Tallinn
Kl. 21:00 M/s Finlandia ferjan kemur til hafnar í Helsinki og farið er að hóteli með rútum. 

 Skólaheimsókn og heimför 17. maí
þriðjudagur

Útritun af hóteli

Útritun af hóteli kl. 08:15 Passa að það tekur tíma að tékka sig út.

Rúta í leikskólaheimsókn 

Brottför frá hótelinu að leikskóla í Kauninainen/Grankulla kl 08:20 

Flug 17. maí

Heimsókn í leikskóla 
Heimsókn í Sansinpello, Forsellesintie 14, 02700 Kauniainen. Aðstaða, kennsluhættir og áherslur kynntar. Tengiliður Kirsi Vuosalmi,  +358 50 4315391

Matarhlé í Grani

 Leikskólinn kvaddur milli 11:30 Töskur geymdar á leikskólanum ef ekki í rútu á meðan gengið er 500 metra (6 mínútur) að verslunarmiðstöðinni Kauppakeskus Grani (sjá krækju fyrir neðan). Þar eru m.a. Guido´s, FAFA´S, Roberts Coffee, Subway, Koti Pizza, Moms, Maka Sushi og Delhi Rasoi matsölustaðirnir. 

https://www.kauppakeskusgrani.fi/sv/

Ef hægt er að geyma töskur í rútu þá sækir rútan ykkur kl. 13:10 að verslunarmiðstöðinni ef ekki þá göngum við til baka að leikskólanum. 

Rúta á flugvöll

Brottför frá leikskólanum Sansinpello eða verslunarmiðstöðinni Grani kl. 13:10 að alþjóðaflugvellinum. 

Flug 17. maí

Beint flug frá Helsinki til Keflavíkur. Flug heim kl. 16:10 lent í Keflavík kl. 17:00. Flugnúmer: AY 993

Hvað er hægt að gera í Helsinki

Klettakirkjan er afar sérstök lúthersk kirkja í Helsinki og einstök listfræðileg hönnun. Kirkjan var grafin úr gegnheilum klettavegg og byggð neðanjarðar undir miklu hvolfþaki.
Uspenski dómkirkjan er mikil og reisuleg bygging sem gnæfir yfir sjónlínu Helsinki við hafnarbakkann. Ásamt auðkenndu hvítu lúthersku dómkirkju borgarinnar er Uspenski kirkjan eitt af helstu kennileitum Helsinki.
Nútímalistasafnið Kiasma í Helsinki sýnir það allra besta í finnskri nútímalist með reglulegum og síbreytilegum sýningum svo gestir koma iðulega aftur og aftur. 
Suomenlinna er mikið virki sem Svíar reistu á nokkrum eyjum rétt fyrir utan Helsinki og þýðir nafn þess finnski kastalinn. 

Í matargerð leggja Finnar áherslu á staðbundnar afurður og sjálfbærni í landbúnaði þar sem árstíðarbundnar afurðir njóta sín best. Í Finnlandi er nóg framboð af villibráð og ferskum sjávarafurðum ásamt villtum berjum og skógarsveppum sem finnsk matargerð nýtir á fjölbreyttan hátt.
Á hafnarsvæðinu er alltaf eitthvað gerast, bílasýningar, markaðstorg, siglingar og margt fleira.

Hvað er hægt að gera í Tallinn?

Urmull krikna flestra mörg hundruð ára gamalla eru að finna í Tallinn og nánasta umhverfi. Rétttrúnaðarkirkjan Alexander Nevsky Cathedral er reyndar undantekning þar á. Hér er upptalning á nokkrum kirkjum: Swedish St. Michael´s / Niguliste Museum and Church Bernt Notke´s Dance of Deth´ /Roman-Catholic Cathedral of 
St. Peter and Paul Tallinn / Saint Catherine´s Church / Tallinn St. Mary´s Cathedral (Dome Church) and Bell tower.
Af þeim fjölmörgu áhugaverðu menningarsögulegu stöðum, byggingum og söfnum sem hægt er að skoða er vert að minnast á Town Hall Pharmacay sem er eitt elsta apótek í heimi. Það opnaði árið 1422 og var rekið af Burcharts fjölskyldunni frá 1581 til 1911. Það var einnig þekkt vegna þess að einn rússnesku keisarana pantaði lyfin sín þaðan. 
Nútímalistasafnið Kumu Art Museum var opnað 18. febrúar 2006. Það var hannað af Pekka Vapaavuori og er að finna í Kadriorg garðinum. Í því er hægt að finna eistneska list frá 18. öld til dagsins í dag og reglulega eru gestasýningar erlendra listamanna. 
Gamli bærinn með steinilögðum götum Vanalinn er á heimsminjaskrá UNESCO. Hann er umkringdur borgarmúrum frá miðöldum með 26 varðturnum. 

Fjölmörg söfn, gallerí og handverksverslanir sem selja allt frá prjónavörum til rafskartgripa sem landsvæðið er þekkt fyrir.

Í Tallinn eru veitingahús á hverju strái og flóran eins margvísleg og veitingahúsin eru mörg. Við ráðhústorgið Raekoja Plats er yndislegt að sitja og virða fyrir sér mannlífið og gæða sér á villisveppasúpu að eistneskri gerð, gæða sér á rúgbrauði heimamanna og smakka á eistneskum drykkjum. 
Á hafnarsvæðinu er mikið af sölubásum og smáverslunum með ódýran varning. Hins vegar er vert að mæla með Seaplane Harbour sem er mjög áhugavert, stórt og mikið safn um eistneska sögu á láði og legi. Safnið heitir á eistnesku Lennusadam mereemuseum. 

Hótelið

GLO Hotel Kluuvi
****

Hótelið er staðsett í hjarta borgarinnar. Öll herbergin eru með viðargólfi, 32 tommu LCD-sjónvarpi og loftkælingu. Ókeypis Wi-Fi

Á hótelinu er heilsulind og líkamsræktarstöð. Veitingastaðurinn Tray býður upp á a la carte matseðil og ferska rétti með salathlaðborði í hádeginu. 

Hótelið er á milli Esplanadi breiðgarðins og Aleksanteri verslunargötunnar. Dómkirkjan er í 300 metra fjarlægð og sölutorgið með ferska hrávöru í sölutjöldum í nokkra mínútna göngufjarlægð. 


Hótelið fær heildareinkunn 8,5 á booking.com
Fyrir staðsetningu fær hótelið 9,7 á booking.com 

Fararstjórinn

Áslaug Hersteinsdóttir-Hölttä
S. 785 9887 
+358 44 2727 663

Áslaug hefur búið í útlöndum í fjölmörg ár. Hún hefur starfað við ýmis mennta- og menningartengd verkefni í Finnlandi sem og annars staðar á Norðurlöndum og í Rússlandi. Áslaug lærði finnsku í Háskóla Íslands en seinna rússnesku og rússneskar bókmenntir í Rússlandi og Finnlandi. Hún hefur starfað sem fararstjóri, m.a. hjá Tripical, og sem túlkur hjá Norðurlandaráði.  Hún nýtur þess að miðla af reynslu sinni með því að bregða á leik og fá fólk til að brjóta heilann í gegnum leiki og þrautir. Það er því von á persónulegri og skemmtilegri leiðsögn. 


Áslaug Hersteinsdóttir - Hölttä

Fræðsluferðir
GSM. +354 785 9887 
Netfang. aslaug@tripical.com