Lækjarskóli til 
Boston
21. maí 2022
26.maí 2022/
28. maí 2022

Það má hiklaust nefna hana eina af merkilegri borgum Bandaríkjanna - saga landsins er samtvinnuð Boston á svo margan hátt. 
Falleg stórborg, full af skemmtilegum möguleikum fyrir gesti sína.  

Þessi sjarmerandi hafnarborg er staðsett við Massachusettes flóa á austurströnd Ameríku. Þar settust enskir landnemar að árið 1630, fjöldinn jókst nokkuð ört og úr varð bær, síðan fleiri bæir og svo borg. 
Þetta skýrir þann fjölda mismunandi hverfa sem mynda Boston. Þau voru mörg hver áður fyrr sjálfstæðir bæir, og enn í dag eru íbúar afar stoltir af sínu heimahverfi og nefna það alltaf fyrst, á undan nafni borgarinnar. Á milli staða má svo ferðast  með neðanjarðar-lestarkerfi sem státar af því að vera það elsta í Norður-Ameríku allri. 
Hér er svo mikið af öllu mögulegu að sjá og gera, smakka og drekka að það er erfitt að nefna eitt frekar en annað. Hér að neðan stingum við upp á nokkrum hlutum, við mælum einnig með að verða sér úti um dagblöðin Weekly Dig eða The Phoenix sem finna má ókeypis á hverju götuhorni og lista upp það markverðasta sem í boði er dag hvern. Söfnin eru óteljandi, veitingastaðirnir enn fleiri, og skemmtilegir barir út um allt. Þar á meðal einhver þekktasti bar allra tíma, sjálfur Cheers barinn úr hinni vinsælu þáttaröð. Ekki amalegt að setjast í sætið hans Norm og skella í sig einum ísköldum! 

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug með Icelandair, 1 innrituð 23 kg taska  og handfarangur

Brottför

Brottför laugardaginn 21. maí 
frá Keflavík kl. 17:15
lent í Boston kl. 18:15

Heimför

Heimför 26. maí frá Boston kl. 20.15
lent í Keflavík  27. maí Kl. 06:05 
Heimför 28. maí frá Boston kl. 20:15
lent í Keflavík 29. maí kl. 06:05

Gisting

Fimm eða sjö nætur á fjögurra stjörnu hóteli. Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli og í skólaheimsóknir. 

Farastjórn

Skemmtilegir og óendanlega hjálpfúsir fararstjórar. 

Hvað er hægt að gera í Boston

Faneuil Hall er skemmtilegur markaður staðsettur í fallegri  byggingu með heilmikla sögu. Nóg að versla, nóg að skoða.
USS Constitution Museum er tilvalin staður fyrir áhugasama um mikilvæga atburði í sögu Norður-Ameríku. 
Dinner Detective Murder Mystery Show! Glæsimáltíð með tvisti, þú nýtur um leið leiksýningar og tekur þátt í að ráða gátuna. Mjög skemmtileg upplifun.
Boston Common and Public Garden er elsti almenningsgarður í Ameríku. Dásamlegur staður! 

Sam Adams er Boston bjórinn! Auðvitað er boðið upp á ferð um verksmiðjunar, Sam Adams Brewery Tour. Og já, frítt smakk er innifalið.
Boston er þekkt fyrir úrval af gæða fiskveitingastöðum, enda hráefnið ferskt í borg sem stendur við hafið. Union Oyster House er góður kostur, einn elsti veitingastaður borgarinnar.

Hótel

Haytt Regency Boston
****

Hyatt Regency Boston er staðsett í 5 mínútna göngufjarlægð frá Boston Common, einum elsta almenningsgarði í USA. Þetta nútímalega hótel er aðeins steinsnar frá miðbæ Boston. 

Á herbergjunum er kaffivél, flatskjár með kapalrásum og Bluetooth hátalari með vekjaraklukku. Hótelið býður upp á ókeypis WiFi. Á baðherbergjunum eru hárþurrka og ókeypis Pharmacopia snyrtivörur.

Gestir Hyatt Regency Boston hafa aðgang að líkamsræktarstöð en hótelið býður einnig upp á herbergisþjónustu og sólarhringsmóttöku.

Veitingastaðurinn Avenue One býður upp á morgunverð, hádegisverð og kvöldverð. Morgunverður er ekki innifalinn í verði hér fyrir neðan. 

Fenway Park, heimavöllur Boston Red Sox hafnaboltaliðsins, er í 21 mínútna akstursfjarlægð. Green rail line á Boylston lestarstöðinni er í 5 mínútna göngufjarlægð.


Booking gefur 9.2 fyrir staðsetningu og í heildareinkun 8,5. 

Verðin

 299 990 kr

á mann í tvíbili í 7 nætur 
21.5.-28.5.2022

140 000 kr

aukagjald í einbýli í 7 nætur 
21.5.-28.5.2022

 255 990 kr

á mann í tvíbili í 5 nætur 
21.5.-26.5.2022

110 000 kr

aukagjald í einbýli í 5 nætur 
21.5.-26.5.2022

Drög að dagskrá*

 Laugardagur 21. maí 2022
Komudagur 
Kl. 17:15 Brottför frá Keflavík
Kl. 18:15 Lent í Boston 
Kl. 19:15 Rútur að hóteli og innritun
FRJÁLS TÍMI

Sunnudagur 22. maí 2022
Hópefli 
Í vinnslu

Mánudagur 23. maí 2022
Skólaheimsóknir  
Kl. 08:15 Mæting á anddyri hótels 
Kl. 08:30 Rúta frá hóteli að skóla nr. 1 yngra stig eða PRIMARY SCHOOL. 
Kl. 09:00 Starfsemi, kennsluhættir UDL og aðstaða skólans kynnt.
Kl. 12:00 HÁDEGISHLÉ 
Kl. 13:00 Starfsemi, kennsluhættir UDL í skóla nr. 2 eða eldra stigs MIDDLE SCHOOL kynnt. 
Kl. 16:00 Rúta að hótelinu 
FRJÁLS TÍMI 

Þriðjudagur 24. maí 2022
NÁMSKEIÐSDAGUR 
Cast - Center For Applied Special Technology
Námskeiðið verður haldið í leigðum sal á því hóteli sem þið gistið á 
Kl. 08:45 Mæting í anddyri hótels
Kl. 09:00 Námskeið á vegum Cast og þjálfun í undirstöðuatriðum, kennsluháttum, aðferðum, markmiðssetningu og skilgreininga á UDL
Kl. 12:30 HÁDEGISHLÉ
Kl. 13.30 Námskeið Cast í UDL kennsluháttum heldur áfram  
Kl. 15:00 Námskeiði lýkur
FRJÁLS TÍMI 

Miðvikudagur 25. maí 2022 
Menningardagur 
Í vinnslu 

Fimmtudagur 26. maí 2022
uppstigningadagur eða brottafarardagur 
 
Föstudagur 27. maí 2022
FRJÁLS DAGUR  

Laugardagur 28. maí 2022
Brottfarardagur
kL. 12:00 Útritun af hóteli (hægt að geyma töskur í töskugeymslu)
FRJÁLS TÍMI 
kL. 17:00 Rúta ekur frá hóteli að flugvelli 
Kl. 20:15 Flug frá Boston til Keflavíkur
Sunnudagurinn 29. maí 2022 
06:05 Lent í Keflavík að staðartíma. 

*Með fyrirvara um breytingar

Áslaug Hersteinsdóttir-Hölttä 

Fræðsluferðir
GSM. 785 9887
Netfang. aslaug@tripical.com