Amsterdam er höfuðborg Hollands og stærsta menningar-miðstöð landsins. Þar er eitthvað fyrir alla, hvort sem þú ert í leit að menningu og sögu, hressandi djammi, eða bara indælli afslöppun í fornfrægri evrópskri borg.
Fyrr á öldum var Amsterdam lítið fiskiþorp, sem óx og stækkaði í þá mikilvægu viðskiptaborg sem hún er í dag. Nafn borgarinnar var upphaflega Amstelredamme, en því var síðar breytt í Amsterdam. Nafnið kemur frá ánni Amstel. Þarna búa ekki nema rúmlega milljón manns, og eru íbúar borgarinnar þekktir fyrir sín vinalegheit og að vera tilbúnir að veita hjálparhönd við hvað sem er! Borgin er í raun ekki ýkja stór, öll helstu kennileiti eru í göngufæri, en við mælum eindregið með því að leigja hjól og ferðast þannig um þetta dásamlega umhverfi.
Hér má finna mikið af heillandi hverfum með gömlum byggingum sem tekist hefur einstaklega vel að varðveita, og litagleðin ræður ríkjum. Síkin eru áberandi hluti af staðnum og yfir þau liggja ófáar instagramvænar brýr. Tilvalið að stilla sér upp og taka eins og eina ÉG ER Í AMSTERDAM sjálfu. Að sigla á síkjum Amsterdam er sannkallaður draumur. Þar flýtur þú framhjá fallegum gróðri, blómstrandi trjám og sögulegum byggingum, sem virðast einhvern veginn allar vera álíka skakkar og gestir hinna svokölluðu kaffihúsa borgarinnar (sem flest hver bjóða upp á ögn meira krassandi stöff en uppáhelling)
Brottför - Fimmtudagur 10.03.2022
Bólusettir einstaklingar þurfa ekki að sýna fram á neikvætt covid próf.
Flug
Hægt er að innrita sig í flugið á
www.icelandair.is, innritun opnar 36 stundir fyrir áætlaðan brottfarartíma.
Hópurinn var settur saman í sæti, þið gætuð þurft að skipta innbyrðis um sæti ef sætauppröðun hentar ekki.
Flug - 10.mars - Fimmtudagur
Brottför 10.03. frá Keflavík kl. 07:40, lent í Amsterdam kl. 11:55
Ráðlagt er að mæta 2,5 tímaum fyrir brottför. Gott er að vera búinn að hlaða niður bólusetningarskírteininu sínu.
Flugnúmerið er FI500
Það eru tvær flugvélar frá Icelandair að fara til Amsterdam frá Keflavík með 5 mínútna millibli, passið að fylgja ykkar flugnúmeri.
Akstur á hótel
Þegar allir eru tilbúnir og búnir að fá töskurnar sínar þá haldið þið út í áttina að þessu skilti: þar bíður ykkar maður með skilti.

Engin skipulögð daskrá, bara njóta borgarinnar
Heimör - Sunnudagur 13.03.2022
Vinsamlegast kynnið ykkur nýjustu covid-heimkomu reglur sem gilda í KEFSjá HÉR
ALLIR TILBÚNIR Í LOBBÝINU KL 09:20
Hittingur & tékk út, rútan leggur af stað 09:30 upp á flugvöll.
Passið að það tekur tíma að tékka sig út og gera upp svo verið tímanleg.
Flug - 18.Nóvember - Fimmtudagur
Brottför 13.03.´22 - Flug til Keflavíkur kl 13:05 og áætluð lending er 15:25
Munið að skrá ykkur inni á www.heimkoma.covid.is
Þið þurfið að sýna staðfestingarkóðann við innritun.
Ef það er enn í gilid.
Flug
Flug fram og til baka með Icelandair, 1 innrituð taska 23 kg og 10 kg handfarangur.
Hægt er að innrita sig í flugið á www.icelandair.is, innritun opnar 36 stundir fyrir áætlaðan brottfarartíma.
Flugnúmerið er FI501
Það eru tvær flugvélar frá Icelandair að fara til Amsterdam frá Keflavík með 5 mínútna millibli, passið að fylgja ykkar flugnúmeri.
Hótelið
Centraal Station
****
DoubleTree by Hilton er staðsett í hjarta Amsterdam. Hótelið er nútímalegt með falleg vel útbúin herbergi. Þetta er gististaður á góðum stað með útsýni yfir ána og miðbæinn. Hótelið er við hliðina á aðallestarstöð Amsterdam.
Öll herbergin á DoubleTree by Hilton Amsterdam Centraal Station eru með háum gluggum, flatskjá og ókeypis WiFi.
Á hótelinu er hátæknileg líkamsræktarstöð, mikið af opnum rýmum þar sem hægt er að setjast niður, einnig eru þau með garð. Kaffihúsið Starbucks er á hótelinu.
Gestir geta valið úr fjölbreyttu úrvali alþjóðlegra rétta og bragðað á hollenskri matargerð á einum af þremur veitingastöðum á hótelinu. Veitingastaðurinn býður upp á léttan morgunverð og hádegisverð en hann breytist í Eastwood Beer & Grill á kvöldin. Snarl og léttar máltíðir fást á móttökubarnum og á 11.hæðinni er SkyLounge Amsterdam þar sem er hægt að fá drykki og mat.
ATH GOTT ER AÐ PANTA FYRIRFRAM Á SKYLOUUNGE SEM ER FREKAR VINSÆLL BAR
Sporvagn og neðanjarðarlest er í innan við 2 mínútna göngufjarlægð. Dam-torgið er í 5 mínútna göngufjarlæ gð frá hótelinu.
Hótelið fær heildareinkunina 8,2 og 9,3 fyrir staðsetningu á booking.com
Hvað er hægt að gera í Amsterdam
Canal hringurinn svokallaði liggur með síkjum frá 17. öld og sigling þar er æðisleg upplifun
Jordaan
hverfið er mjög skemmtilegt- fátækrahverfi fyrri ára orðið hipp og kúl verslunarsvæði
Af fjölmörgum almenningsgörðum er Vondelpark hvað vinsælastur
KattenKabinet
er merkilegt listasafn, þar eru eingöngu myndir
af köttum
Oude Kerk er kirkja frá 1300. Það er mjög vinsælt að fara upp í turn hennar
Götumarkaðir eru ótrúlega margir og hver öðrum skemmtilegri
Nytsamar upplýsingar
Veitingastaðir
Vinsælir veitingastaðir, smá bland af fínum, skemmtilegur og grænkerastöðum: De Kas , Jansz , SupperClub , HappyHappyJoyJoy , Vegan Junkfood Bar , Sotto Pizza , Daalder
og Gebroeders Hartering.
Hjól
Skemmtilegur ferðamáti til að kynnast borginni. Hjólaleigur eru víða og mjög auðvelt er að leigja hjól.
Neyðarnúmer í Amsterdam
112 er neyðarnúmerið í Hollandi.
Kokteilbarir & barir
Uber & Taxi
Í Amsterdam er hægt að velja um Uber eða Taxi. Uber er aðeins ódýrari, munið bara að hlaða niður Uber appinu áður.
Skemmtilegt að gera
Veistu ekki hvað þú átt að gera í Amsterdam og ert búinn að sigla á síkinu, þá gæti þessi síða hjálpað:
Tungumála frasar
Takk! – Dank je! - (DANK ya)
Einn bjór takk! - Een biertje, alstublieft ( en BEER-tya AHL-stu-BLEEFT )
Hæ! Hallo! ("HAH low")
Afsakið! Pardon! ("par DOHN")
Please! Alsjeblieft! ("als het je belieft")
Reikninginn, takk! De rekening, graag! (Də RAYkəning, khrahkh.)
Talar þú ensku? Spreek je engels? (SPRAYK yə ENGgls?)
Verð hugmyndir € = ISK
Gengið hefur nú skánað aðeins:
Bjór 0,5l 5€ - 700 kr. (innlendur)
Cappuchino 3,2€- 450 kr.
Coke/Pepsi 0,33l - 2,6€ - 360 kr.
Vatn 0,33l - 2,2€ - 310 kr.
Út að borða fyrir 2 - meðalverð 70€ = 9.800kr (með víni)
*heimild numbeo.com
Veðurfar í Mars
Meðalhiti mars mánaðar eru 7 gráður gott er að hafa góða yfirhöfn með sér, þó það séu plúsgráður þá er samt kalt vegna rakans. Búast má við 6 - 10 gráðum helgina 10.-13.´22
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Flug með Icelandair 1 innrituð taska 23 kg og 10 kg í handfarangur.
Brottför 10.03.2022
Brottför fimmtudaginn 10.mars frá Keflavík til Amsterdam kl. 07:40 og lent kl 11:55
Heimför 13.03.2022
Brottför sunnudaginn 13.mars frá Amsterdam til Keflavík kl 13:10 og lent kl. 15:25
Gisting
Þrjár nætur á 4* stjörnu hóteli, Innifalið er morgunverður, wi-fi og borgar-skatturinn
Rútur til og frá hóteli
Akstur til og frá flugvelli upp á hótel, áætlaður aksturstími er 20-25 mín
Farastjórn
Ekki innifalið, en hringið í Snorra í s: 692-8801. Eða á skrifstofuna okkar 519 8900