Berlín er borgin sem hefur allt, hvort sem það eru menningar-viðburðir, sýningar, tónlist, kvikmynda-hátíðir, arkitektúr, stríðsminjar, það finna allir eitthvað að sjá og gera við sitt hæfi.
Borgin er suðupottur af menningu og listum og hún státar líka af fjörugu næturlífi. Berlín er þekkt fyrir stórbrotna sögu og gamlar byggingar ásamt því að vera mjög framalega í nútíma byggingarstíl og list. Á kaldastríðsárunum var borgin tvískipt, í austur og vesturhluta. Í dag má sjá leifar af Berlínarmúrnum sem lá þvert í gegnum hana, ásamt öðrum kennileitum sem sýna hve borgarhlutarnir voru í raun ólíkir.
Berlínarborg man tímana tvenna og það er einstök upplifun að heimsækja þennan stórbrotna stað.
Kurfürstendamm eða Ku'damm er vinsæl verslunargata, af mörgum talin sú glæsilegasta í Evrópu.
Í Berlín er auk þess hægt að skoða fjöldann allann af söfnum frá seinni heimsstyrjöldinni og upplifa spennuþrungna og dramatíska sögu Þjóðverja.
Brottför - Föstudagur 18.mars 2022Nauðsynleg gögn: Bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrri sýkingu.Ekki þarf að sýna neikvætt covid próf fyrir BerlínMælum með að sækja þetta app strax eftir lendingu í Berlín CovPass-Appið
Flug
Flug fram og til baka með PLAY, 1 innrituð taska 20 kg og 10kg handfarangur.
Hægt er að innrita sig í flugið á MyPLAY 24 klst fyrir áætlaðan brottfarartíma, það á einnig við heimförina
Ekki hafa verið bókuð sæti fyrir hópinn.
Flug - 18.03.2022
Brottför frá Keflavík kl. 06:00, áætluð lending í Berlín BER kl. 10:40
Flugnúmer OG700
Um borð er sala á matvælu og drykkjum.
Ekki er hægt að hlaða snjalltæki um borð!
Rúta á flugvellinum
2 rútur taka á móti hópnum og skutlr okkur á hótelið.
Hótel - Tékk inn
Sana Berlin **** - Innifalið er morgunverður, city tax og wifi.
Tékk inn á hótelinu er kl 15:00 og áætlað er að við komum um kl 13 á hótelið. Ef þið viljið bruna strax í bæinn þá getur hótelið geymt farangur ykkar og tékkað ykkur svo inn þegar þið komið aftur uppá hótel.
Sýna þarf bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrri sýkingu
Fararstjórn - Lobbý Þjónusta
Fararstjórar eru hjónin Ásta og Matti - Ásthildur Ólafsdóttir og Matthias Zaiser.
Sími: +354 8208991
Verðum i lobbý hótelsins alla daga kl 10:00 - 11:00 og 17:00-18:00

COVID - Grímuskylda
Enn eru einhverjar takmarkanir í Berlín. Nauðsynlegt er að taka með sér gríumur. Nota þarf grímur innandyra og fyrir almenningssamgöngur. Mælum með að allir taki með sér FFP2
grímur margir staðir í Berlín krefjast þess að fólk sé með þessar grímur.
Til að komast inn í næturklúbba, bari, veitingastaði getur þurft að sýna vottorð, CovPass eða gangast undir hraðpróf á staðnum.
Einnig þarf að bera grímu á ef ekki er hægt að halda meters reglu, á það við líka utandyra í mannmergð.
Nánar sjá HÉR
19.03. - Laugardagur
Sameiginlegur kvöldverður
19:30 - 23:30
Í aðal veislusal hótelsins LISBOA, staðsettur á jarðhæð, hægra megin við barinn, baka til þar sem fundarsalirnir eru.
Barinn opnar kl 19:30
Innifaldir drykkir:
Vatn, gos, bjór, hvít og rautt, kaffi og te
Kvöldverður hefst kl. 20:00
Fyrirfram ákveðinn matseðill hefur verið valinn fyrir hópinn.
Carpaccio af Simmental nautakjöti, með pestó, rucola salati og ítölskum Grana Padana osti
Nautalund ásamt steiktum natuakinnum, sósu, kartöflu og gulrótarmauki
Súkkulaðikaka með berjum og vanilluís
Nokkur skemmtiatriði verða yfir borðhaldinu.
Drykkir eru innifaldir til kl 23:30 eftir það eru þeir til sölu frami á barnum.
Skemmtið ykkur vel!
Heimför sunnudaginn 20.03.2022
Hittingur í Lobbý - 08:10
Hittingur & tékk út, rútan leggur af stað 08:20 uppá flugvöll. -Terminal 1
Passa að það tekur tíma að tékka sig út og gott er að gera það kvöldinu áður.
Tekur tíma að tékka sig inn.
Flug - 20.03.2022
Heimför sunnudaginn 20.mars frá Berlín kl. 11:25 lent í Keflavík 14:25
Flugnúmer OG701
24 manns / 1 flýgur ekki / Matti fer með
Flug
Flug fram og til baka með PLAY, 1 innrituð taska 20 kg og 10kg handfarangur.
Hægt er að innrita sig í flugið á MyPLAY 24 klst fyrir áætlaðan brottfarartíma.
Ekki hafa verið bókuð sæti fyrir hópinn.
Aðgerðum á landamærum Íslands vegna COVID-19 hefur verið aflétt með öllu frá og með 25. febrúar 2022.Ekki er þörf á forskráningu fyrir eða við komuna til Íslands. Þá er ekki þörf á að framvísa vottorði við byrðingu eða við komuna.Góða ferð.
Heimför mánudaginn 21.03.2022
Hittingur í Lobbý - 17:15
Hittingur & tékk út, rútan leggur af stað 17:30 uppá flugvöll - Terminal 1
Munið að gera upp herbergið ykkar og tékka ykkur út. Skila þarf lyklunum í síðasta lagi kl 12.
Tekur tíma að tékka sig inn á flugvellinum sem og tekur öryggisleitin alltaf sinn tíma.
Flug - 21.03.2022
Heimför mánudaginn 21.mars frá Berlín kl. 21:00 lent í Keflavík 23:50
Flugnúmer OG705
60manns
Flug
Flug fram og til baka með PLAY, 1 innrituð taska 20 kg og 10kg handfarangur.
Hægt er að innrita sig í flugið á MyPLAY 24 klst fyrir áætlaðan brottfarartíma.
Ekki hafa verið bókuð sæti fyrir hópinn.
Hvað er hægt að gera í BerlínATH enn eru einhverjar takmarkanir vegna covid
Útvarpsturninn á Alexander Platz
Panoramapunkt Berlín, útsýnisstaður
Hjólatúr um Berlín með íslenskri leiðsögn
Nytsamar upplýsingar
Veitingastaðir
Fjöldi veitingastaða eru í göngufæri frá hótelinu, tyrkneskir, ítalskir, indverskir, japanskir, þýskir sem og góð grillhús.
Fyrir þá sem vija bara það besta klikkið HÉR
Vinsælar veitingakeðjur eru líka i göngufæri eins og Vapiano, Starbucks, McDonalds og Burger King.
Hjól og Rafskutlur
Skemmtilegur ferðamáti til að kynnast borginni. Hjólaleigur eru víða og mjög auðvelt er að leigja hjól.
Einnig eru rafskutlur út um allt. Helstu rafskutluleigurnar eru Lime, Vio, Bird, Tier og Circ.
Neyðarnúmer í Berlín
112 er neyðarnúmerið í Þýskalandi.
Uber & Taxi & U
Í Berlín er hægt að velja um ýmsan samgöngumáta, Uber eða Taxi. Uber er aðeins ódýrari, munið bara að hlaða niður Uber appinu áður.
U - neðanjarðarlestarkerfið, frekar einfalt að nota
Skemmtilegt að gera
Veistu ekki hvað þú átt að gera í Berlín og ert búin/n að sjá öll minnismerkin og búinn að fara á Check Point Charlie safnið, þá gæti þessi síða hjálpað:
Tungumála frasar
Takk! – Danke
Einn bjór takk! - Bitte ein Bier
Hæ! Hallo! eða Grüss Gott
Afsakið! - Entschuldigung
Please! -Bitte
Reikninginn, takk! Die Rechnung bitte.
Talar þú ensku? - Sprechen Sie Englisch (hér er þérað!)
Verð hugmyndir € = ISK
Gengið er um 145kr vs 1€
Bjór 0,5l 4€ - 580 kr. (innlendur)
Cappuchino 3 €- 435kr.
Gosdrykkur 0,33l - 2,3€ - 330 kr.
Vatn 0,33l - 2 € - 290 kr.
Út að borða fyrir 2 - meðalverð 50€ = 7.300kr (með víni)
*heimild numbeo.com
Veðurfar í Mars
Meðalhiti mars mánaðar eru 8 gráður gott er að hafa góða yfirhöfn með sér, þó það séu plúsgráður þá er samt kalt vegna rakans.
Búast má við 10-13 gráðum yfir daginn helgina 18.-21.03.´22
Hótelið
****Nürnberger Straße 33/34, 10777 Berlíns: +49 30 20051510
Þetta glæsilega hótel er aðeins 700 metra frá KaDeWe -verslunarmiðstöðinni við Kurfürstendamm í Berlín og býður upp glæsileg, nútímaeg og hljóðeinangruð herbergi. Viðargólf, myrkvunargardínur og öryggishólf.
Fallega setustofu og bar þar sem boðið er upp á snarl og léttar máltíðir allan daginn.
Gestir hafa frían aðgang að líkamsræktarstöð SANA sem er með hvíldaraðstöðu og lítilli sundlaug.. Sundlaugin er lokuð í MARS vegna viðgerða.
F8-barinn og móttökubarinn bjóða upp á snarl og drykki. Í heitu veðri geta gestir notið drykkja á rúmgóðu veröndinni með sófa.
Dýragarðurinn í Berlín og Kaiser Wilhelm-minningarkirkjan eru í 10 mínútna göngufjarlægð frá hótleinu.
Augsburger Straße neðanjarðarlestarstöðin er í 2 mínútna göngufjarlægð.
Hótelið býður einnig upp á reiðhjól og bíla til leigu.
Hótelið fær heildareinkunn 8,7 og 8,9 fyrir staðsetningu á booking.com