
til Lissabon30.09.-03.10.2022
Hvítar kalksteina- byggingar setja svip sinn á borgina, ásamt litlum göngugötum og húsasundum, iðandi mannlífi og elskulegu viðmóti gestgjafanna. Það er gott að vera í Lissabon, sem er að verða einn af vinsælustu áfanga-stöðum í Evrópu.
Lissabon er ein af elstu borgum heims, og þar má finna menjar allt frá 2. öld fyrir Krist, auk þess sem byggingar frá hinum ýmsu tímaskeiðum í sögu og stíl prýða borgina.
Í dag blómstrar Lissabon sem aldrei fyrr. Hún er ekki einungis falleg, hún er sannkölluð heimsborg, sem lætur til sín taka á flestum sviðum, hvort sem er í viðskiptum, menningu og listum, nútímatækni eða ferðaiðnaði. Um leið er hún aðallífæð Portúgals, héðan er landinu stjórnað og hér er t.d. miðstöð allra helstu samgangna sem teygja si g vítt og breitt um landið.
Í Lissabon er af nægu að taka, og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem áhuginn snýr að sögulegu efni eða lífsins nautnum, góðum mat, skemmtun og almennri gleði.
Borgin er eina höfuðborg Evrópu sem staðsett er við strendur Atlantshafs. Hún stendur við árósa Tejo árinnar og rís þaðan, með öllum sínum fjölbreyttu hverfum, upp í landið. Eins og stórborg sæmir eru samgönguleiðir margar, og sumar hverjar mjög áhugaverðar, eins og að fara með bát meðfram ánni og njóta útsýnis þaðan. Annar skemmtilegur fararskjóti er toglestin Tram 28, en hún er ein af þremur upprunalegu lestum í leiðarkerfi borgarinnar (frá því í kringum 1936-1947) og gengur frá Gamla bænum og um helstu kennileiti og einstaka staði Lissabon. Leiðin er hæðótt og ekki farið hratt yfir, enda klárinn orðinn æði fullorðinn, en að sitja hann er sannarlega þess virði.
Brottför Föstudaginn 30. September 2022
Flug
Beint flug í áætlun með Play, farangurstaska allt að 20kg og léttur handfarangur. Fluglengd 4,5 klst
Hægt er að innrita sig í flugið á MyPLAY 24 klst fyrir brottför, það á einnig við heimförina. Þá er hægt að breyta um sæti og eða bæta við farangri gegn greiðslu. ATH stofna þarf aðgang til að geta tékkað sig inn annars er hægt að tékka sig inn á flugvellinum og breyta sæti án gjalds.
ATH einhverjir hnökrar geta komið upp þegar þið tékkið ykkur inn á netinu þar sem bókunin er hópabókun en þá er alltaf hægt að tékka sig inn í Keflavík.
Brottför - 30. September 2022
Brottför föstudaginn 30.09.2022 kl 15:10 frá Keflavík og lent í Lissabon kl 20:45.
Heimför - 3. Október 2022
Brottför mánudaginn 03.10.2022 kl 21:45 frá Lissabon og lent í Keflavík kl 01:30+
Hótel - Tékk inn
Altis Grand Hotel Lisbon ****
Innifalið er morgunverður, city tax og wifi.
Tékk inn á hótelinu er kl 14:00 - check out er kl 12:00 (hægt er að geyma töskuna í lobby-inu).
Morgunmatur daglega á 2 hæð hótelsins frá kl 07:00 til 10:30
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli upp á hótel, akstur 20-25 mín.
1 rúta tekur á móti hópnum og skutlar okkur á hótelið.
Eftir töskuband er gengið út Sunneva tekur á móti ykkur, hinkrum eftir hópnum og göngum saman að rútunni.
Ekki þarf að vera með grímu í rútunni á hótelið.
Laugardagur 1.10.2022
Dagsferð til Sintra, Cascais og Cabo da Rosa sem endar í sameiginlegum kvöldverð í Colares vínhéraðinu.
08:45 - Hittingur í lobby hótelsins
Muna að taka með ykkur sólavörn, sólgleraugu og létta yfirhöfn það gæti orðið aðeins kaldara með kvöldinu.
09:00 - Brottför frá hótelinu
09:45 - Sintra City Center
10:45 - Sintra National Palace
Inngangur inn í höllina - 1 klst heimsókn.
12:50 - Cascais & Beaches of Cascais
Hér er gert ráð fyrir frítíma fyrir hádegisverði -
Ath! Hádegisverður á eigin vegum.
17:00 - Cabo da Roca
18:45 - Adega de Colares vínsmökkun
19:30 - Kvöldverð í Adega de Colares
Fyrirfram ákveðinn matseðill hefur verið valinn fyrir hópinn.
Menu:
Sopa Rica do Mar
Rich Sea Food and Fish Soup with Monk Fish, Shrimp and Mussels
*
Beef Wellington com Espargos e Molho de Vinho Tinto de Colares
Individual Beef Wellington with Roasted Asparagus and Colares Red Wine Reduction
*
Sabayon de Champagne, Frutos Vermelhos e Hortelã
Fresh assorted Berries with Champagne Sabayon, Fresh Mint
Vegan / Vegetarian Menu:
Vegetable Soup
Lasagna
Eggplant Moussaka with Lentils and Tomato
Fruits
Drykkir:
Rauðvín og hvítvín frá Portúgal, bjór, safar, godrykkir, vatn og sódavatn, kaffi og te.
22:00 - Brottför
22:45 - Komin aftur á hótel
Skemmtið ykkur vel!
Heimför Mánudaginn 3. Október 2022
Hittingur í Lobbý - Brottför kl 18:30
Hittingur í lobby kl 18:15, rútan leggur af stað 18:30 uppá flugvöll.
Ekki þarf að nota grímu í rútunni.
Passa að það tekur tíma að tékka sig út af hótelinu og gera upp, gott er að gera það kvöldinu áður. Það er ekkert mál að fá að geyma töskuna í lobby-inu eftir að tékkað er út af herberginu.
Flug - 3 Október 2022
Heimför mánudaginn 3 Október frá Lissbon. Kl: 21:45 og lent í Keflavík 01:30+
Flug
Flug fram og til baka með PLAY, 1 innrituð taska 20 kg og 10kg handfarangur sem passar undir sætið.
Hægt er að innrita sig í flugið á MyPLAY 24 klst fyrir áætlaðan brottfarartíma.
Allir eru með sæti, ef maður vill breyta þá kostar það ef maður innritar sig fyrirfram en kostar ekkert á flugvellinnum ef maður innritar sig þar.
Ekki er þörf á forskráningu fyrir eða við komuna til Íslands. Þá er ekki þörf á að framvísa covid vottorði við komuna til Lissbon.
Góða ferð.
Hvað er hægt að gera í Lissabon?
Gönguferð gegnum hið fallega hverfi Alfama og upp að kastala St. Georgs (Castelo de São Jorge). Dágóður spotti en borgar ríkulega til baka.
Fáðu þér að borða á LX Factory sem staðsett er í yfirgefnu iðnaðarhverfi en hefur verið umbreytt í mjög hip og kúl veitingastað og menningarsetur.
Dans og djamm finnurðu ansi víða. En risaklúbburinn Lux / Frágil
er alveg magnaður skemmtistaður sem vert er að tékka á.
Belém hverfið er eins og sagt er "must see" en þar er að finna mikið af merkilegum minnisvörðum og gömlum byggingum.
Ponte 25 de Abril
er systurbrú San Francisco brúar og hönnuð af sama arkitekt árið 1966.
Nytsamar upplýsingar
Veitingastaðir
Fjöldi veitingastaða eru í göngufæri frá hótelinu.
Við mælum sérstkalega með að gæða sér á góðum fisk í Lissbon, A Cevicheria
frábær veitingastaður í Principle Real hverfinu einn sá allra vinsælasti í Lissbon.
Matarmarkaðurinn Time Out Market
er vert að heimsækja fá sér litla rétt & vínglas og njóta.
Vinsælar veitingakeðjur eru líka i borginni eins og Starbucks, McDonalds og Burger King.
Michelin gefur sín frábæru meðmæi hér
Tuk Tuk, Hjól og Rafskutlur
Skemmtilegur ferðamáti til að kynnast borginni og anda að sér borgarloftinu.
Hjólastígar eru séstaklega meðfram sjónum bara að muna að fylgja umferðarreglum.
Floki Tuk Tuk In Lisbon á Facebook er Íslenskur Tuk Tuk guide sem er með ferðir í Lisbon ef þið hafið áhuga - best er að hafa samband við hann á Facebook.
Neyðarnúmer í Lissbon
112 er neyðarnúmerið í Portúgal.
Klúbbar & barir í nágrenninu
Lux
frægasti næturklúbbur Portúgals. Hér er aðeins spilað raftónlist á tveimur dansgólfum.
Musicbox fjölbreyttur klúbbur og lifandi tónleikastaður í Cais do Sodré hverfinu eitt vinsælasta "party" hverfi Lissbon á kvöldin.
Frábærir rooftop barir eru útum allt í Lisbon við mælum sérstaklega með Go A Lisboa, Park Bar, Hotel Mundial
og Lumi.
.
Uber & Taxi & Lest
Í Lissbon er hægt að velja um ýmsan samgöng-umáta, Uber, Bolt eða Taxi. Uber er aðeins ódýrari en Taxi, munið bara að hlaða niður Uber/Bolt appinu Uber er mjög ódýr í borginni gott að hafa það bakvið eyrað.
Einnig er að finna neðanjarðalestarkerfi og tram. Frekar einfalt er að nota bæði í gegnum google maps.
Við mælu mikið með að fara í gamlan Sporvagn. Sporvagn númer 28 er frægur þar sem hann þræðir Lisbon í gegn og stoppar á öllum helstu kennileitum - 3 EUR fyrir eina leið.
Skemmtilegt að gera
Veistu ekki hvað þú átt að gera í Lissbon og ert búin/n að sjá öll minnismerkin og búinn að þræa alla göturnar upp og niður, þá gæti þessi síða hjálpað: https://www.lisbonportugaltourism.com/
Tungumála frasar
Takk! – Obrigado
Einn bjór takk! - Uma cerveja, obrigado
Hæ! Hallo! - Oi! Olá!
Afsakið! - Desculpe
Góðan daginn - Bom dia
Vinsamlegast - Por favor:
Reikinginn, takk! - Verifique, por favor!
Talar þú ensku? - Você fala inglês?
Verð hugmyndir € = ISK
Gengið er um 140kr vs 1€
Bjór 0,5l 2€ - 280kr. (innlendur)
Cappuchino 1,90 €- 260kr.
Gosdrykkur 0,33l - 1,50€ - 210kr.
Vatn 0,33l - 1 € - 140 kr.
Út að borða fyrir 2 - meðalverð 45€ = 6300
*heimild numbeo.com
Veðurfar í September
Sumarið er enn í Lissbon, allt er enn að blómstra.
Meðalhiti í September er 25°C en fer niður í 18°C á kvöldin. September er álitin vera þriðji hlýjasti mánuður ársins í Portúgal en þó svo, er alltaf gott að hafa yfirhöfn með sér það getur verið kalt á kvöldin.
Búast má við því að hitinn nái allt að 25 gráðum yfir helgina 30 september til 3 október.
Hótel
Altis Grand Hotel****
Þetta nýlega enduruppgerða 5 stjörnu hótel er staðsett í viðskiptahverfi Lissabon og býður upp á ókeypis upphitaða innisundlaug, heilsulind og líkamsræktarstöð. Spa hótelsins er opið frá 10:00 til 19:00 alla daga og líkamsræktarsalur opinn 24/7 - bæði er þetta á 3 hæði hótelsins. Altis Grand Hotel er í 2 mínútna göngufjarlægð frá tískuverslunum Avenida da Liberdade og 700 m frá Príncipe Real.
Öll herbergin eru hljóðeinangruð og búin vel upplýstu vinnurými með glæsilegum og stílhreinum innréttingum úr lúxus íbenholtsviði og mjúkum tónum. Ókeypis Wi-Fi aðgangur er í boði hvarvetna á hótelinu
Veitingastaðurinn Grill D. Fernando státar af ótrúlegu útsýni yfir Lissabon, Tagus-ána og S. Jorge-kastala og býður upp á úrval af portúgölskum réttum, með áherslu á ferskan staðbundinn fisk. Roofttop barinn er opinn Þriðjudag til Laugardags frá 17:00 til 23:00. Hinn holla morgunmatur býður upp á úrval af fersku sætabrauði, þar á meðal hina vel þekktu Pastel de Nata (hefðbundin vanilósaböku).
Avenida-neðanjarðarlestarstöðin er í 400 m fjarlægð frá hótelinu. Alþjóðaflugvöllurinn í Lissabon er í 7,6 km fjarlægð frá hótelinu. Chiado er í innan við 20 mínútna göngufjarlægð, eins og barirnir í hinu töff Bairro Alto hverfi í Lissabon einnig eru flestar verslanir í um 10 mínútna göngufjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunina 8,6 og 9,0 fyrir staðsetningu á booking.com.