í Riga 
24.03.-27.03.2023 

Hér finnurðu frábæra blöndu af gömlu og nyju. Hér er sjór, hér eru vötn, skógar og óspillt náttúra. Í Lettlandi eru margir smærri bæir en aðeins ein raunveruleg borg, Ríga, höfuðborg landsins.

Á yfirborðinu virðist Riga kannski nokkuð róleg borg, en ef dypra er kafað má finna fjölbreytta bari, nútímalistasöfn og fleiri áhugaverða staði. Þá má ekki gleyma veitingastöðunum, sem eru margir hverjir á heimsmælikvarða, og bjóða upp á rétti á afar sanngjörnu verði. Borgin er því tilvalinn áfangastaður fyrir hvern þann sem hefur yndi af að njóta ljúffengra veitinga í fögru umhverfi.
Ríga er mikil dekurborg, þekkt meðal annars fyrir magnaðar fegurðarmeðferðir sem finna má á hinum ýmsu snyrtistofum borgarinnar. 
Og svo er nauðsynlegt að prófa klassískt lettneskt bað! Á meðan aðrar þjóðir taka baðmenningu sína alvarlega, kemst engin á sama stað og Lettar, sem halda fast í fornar hefðir og saunaferðir eru þeim sem heilög stund. Svo má einnig finna skemmtileg bjórböð. Lettar eru mikil bjórþjóð, og láta sér ekki nægja að drekka hann sér til ánægju, því það er vinsælt að baða sig upp úr honum líka.

 Brottför - Föstudaginn 24.03. 2023
Vinsamlega uppfærið þessa síðu reglulega þar sem hún er lifandi og upplýsingar geta breyst.

Flug

Flug fram og til baka með Air Baltic,
1 innrituð taska 23 kg og handfarangur

Flugtímar - 24.03.2023

 Brottför frá Keflavík fimmtudaginn 
 24. mars 2023  kl. 13.30. 
 Áætluð lending í Riga er   kl.19:10
 Flugnúmer BT170





Tíminn í RIGA + 3

ATH tímamismunur milli Íslands og Lettlands eru +2 klukkustundir, þar til 26. mars 2023, þá breytist það í +3 klst

Rúta á flugvellinum

Fararstjóri eru með ykkur í fluginu, vinsamlega fylgið þeim í rúturnar eftir töskuafhendingu..

Akstur til Riga tekur um 20 mínútur.

Tékk inn - Fararstjórn 

Fararstjórn - Lobbý Þjónusta

Verð í lobbý hótelsins alla daga kl 10:00 - 11:00 og

Fararstjórn - Lobbý Þjónusta

Áslaug Hersteinsdóttir 

Sími 785 9887

28.04.-01.05.

Verð í lobbý hótelsins alla daga kl 10:00 - 11:00 og 17:00-18:00


Fararstjórn - Lobbý Þjónusta

Héðinn Svarfdal

Sími 865 0913

29.04.-02.05.

Verð í lobbý hótelsins alla daga kl 10:00 - 11:00 og 17:00-18:00


Hótel - Tékk inn

AC Marriott Riga **** - Innifalið er morgunverður, city tax og wifi.  

Tékk inn á hótelinu er kl 15:00 og tékk út fyrir kl 12 en alltaf hægt að geyma töskurnar í lobbýinu. 

Morgunverður er alla daga frá kl 07:00 - 10:30

Sjá neðar nánar um hótelið.

Ferðir - Laugardagur 30.04.

10:30 - Hjólatúr 59 manns - Mæting í lobbý 10 mín fyrir og fylgið leiðsögumanni frá hótelinu - 1,5-2 klst


10:45 - Gönguferð um miðbæinn 29 manns - Mæting í lobbý 10 mín fyrir og fylgið leiðsögumanni frá hótelinu - 1,5 klst


11:00- Art Nouveau og bátsferð 49 manns - Mæting í lobbý 10 mín fyrir og fylgið leiðsögumanni frá hótelinu - 3klst


13:00- Art Nouveau og bátsferð 40  manns - Mæting í lobbý 10 mín fyrir og fylgið leiðsögumanni frá hótelinu - 3klst



Laugardagur 30.04.


 18:30:00-01:00 - í ATTA CENTER

18.30 - Rútur frá hótelinu í Atta (17-20 mín akstur)

 Fordykkur - áfengur og óáfengur

Barinn ótakmarkaður frá kl 19:00 - 23:00
Innifaldir drykkir: Vatn, gos, bjór, hvít og rautt, kaffi og te

Eftir kl 23:00 er hægt að versla drykki á barnum

Borðhald byrjar kl. 19:30
Fyrirfram ákveðinn matseðill hefur verið valinn fyrir hópinn. 

Dádýrakótilettur, kremuð nípa, villisveppir, rifsber chutney og nípu flögum
Grillað lamb, ertur og myntu , kartöflu-gnocchi með villisveppum, grilluð paprika, rauðvín & trönuberjasósa
Fíkju- og döðlukaka,muscovado karamellu, trönuberjum & rósmarínsósu og heimagerður ís – rjómi

Vegan og grænmetisréttir 
Carpaccio með gulum tómötum, burrata osti (vegan  fyrir vegan), hindber, balsamik, örgrænmeti, rjómi (vegan fyrir vegan)
Rjómalögað perlu kúskús með grillosti (vegan fyrir vegan), grillaður grænn aspas, basi pestó og malsamik perlu
Fíkju- og döðlukaka,muscovado karamellu, trönuberjum & rósmarínsósu og heimagerður ís – rjómi (vegan fyrir vegan)

Frábær veislustjóri yfir borðhaldinu.

DJ eftir kl 22:30

Akstur til baka á Marriott 1 rúta  kl 23 / 23:30 / 00:00 / 00:30 / 01:00

Skemmtið ykkur vel!

 Heimför sunnudaginn 01.05.2022

Hittingur í Lobbý - 13:30

Hittingur & tékk út, rútan leggur af stað 13:40  uppá flugvöll. 

Muna að tékka sig út af hótelinu tímanlega, fyrir kl 12.  Hægt er að geyma töskurnar í móttökunni fram að brottför upp á völl. 

Flug - 01.05.2022

Heimför sunnudaginn 01.maí kl 16:00 og lent í Keflavík 16:50
Flugnúmer DK9233 / SUNCLASS AIRLINES 

Fyriframákveðin máltíð innifalin ásamt gosi og kaffi.

Grímuskylda valkvæð um borð.

Flug 

Leiguflug með Mannvit/Tripical, einungis hægt að innrita sig á staðnum með vegabréfi.

Búið er að setja ykkur í sæti en svo er hægt að skipta innbyrðis.

Ekki er þörf á forskráningu fyrir eða við komuna til Íslands. Þá er ekki þörf á að framvísa vottorði við byrðingu eða við komuna.
Góða ferð.


 Heimför mánudaginn 02.05.2022

Hittingur í Lobbý - 10:50

Hittingur & tékk út, rútan leggur af stað 11:00  uppá flugvöll. 

Muna að tékka sig út af hótelinu tímanlega.

Flug - 02.05.2022

Heimför mánudaginn 02.maí kl 13:25 og lent í Keflavík 14:20
Flugnúmer BT169

Um borð er 1 máltíð innifalin, fyrirfram valin ásamt gosi og kaffi. Grænmetis og Vegan fyrir þá sem voru búnir að skrá sig með sérfæði.
Grímu-notkun um borð er valkvæð.

Grímuskylda valkvæð um borð.

Flug 

Flug fram og til baka með AirBaltic 1 innrituð taska 23 kg og handfarangurstaska (max 8kg - 55x40x23cm)

Hægt er að innrita sig í flugið hér 72klst fyrir brottför https://www.airbaltic.com/en-ZZ/index
Hægt að breyta um sæti og eða bæta við farangri gegn greiðslu.

Hvað er hægt að gera í Riga


Art Nouveau safnið er ansi magnað

Smakkaðu Black Balsam drykkinn

Slakaðu á í fallegum almenningsgarði, Gauja National Park er einstakur

Skelltu þér í andlitsbað eða nudd 


Lettnesku böðin eru eftirminnileg reynsla

Hjólatúr í gamla bænum með leiðsögn

Nytsamar upplýsingar

Veitingastaðir

Fjöldi veitingastaða eru í göngufæri frá hótelinu, sem og góð grillhús.

ATH það er mikið um að vera þar sem það er allt nýopnað aftur og allir staðir fullir.  Gott að bóka fyrirfram.

Mælum með Vincents  / Chefs Corner  og Steiku Haoss - Einn þjóðlegur og öðruvísi Aragats   og svo er líka Salve

Lido staðirnir, ódýrir og nokkrir í borginni.

Vinsælar veitingakeðjur eru líka i göngufæri eins og  Vapiano, McDonalds og Burger King.

Hjól og Rafskutlur

Skemmtilegur ferðamáti til að kynnast borginni. Hjólaleigur eru víða og mjög auðvelt er að leigja hjól.
Einnig eru rafskutlur út um allt.  Helstu rafskutluleigurnar eru BOLT, RIDE og SKOK

Neyðarnúmer í Riga

112 er neyðarnúmerið í Lettlandi

Klúbbar & barir í nágrenninu

Daiquiri Riga - theater bar - Vieta wine bar.
Coyote Fly - First - næturklúbbarnir eru flottir
Einhverjir eru ný-opnir eftir covid lokun, en Riga er rík næturklúbbum og skemmtilegum börum. 

Svo er alltaf gott að spyrja móttökuna þau vita hvað er núna best þar sem allt var að opna aftur eftir langan tíma.

Samgöngur

Í Riga er hægt að velja um ýmsan samgöngumáta, leigubílar, tramminn eða strætó.  Það er ekki Uber en það er Bolt.
Strætóarnir eru skemmtilegir og auðveldir, annars er allt í göngufæri.

Skemmtilegt að gera

Veistu ekki hvað þú átt að gera í Riga, kíktu á þessa síðu:  https://www.latvia.travel/en/city/riga-8  

Tungumála frasar

Takk! – Paldies
Einn bjór takk! - viens alus, paldies
Hæ!- Sveiki
Afsakið! - atvainojos
Please! - lūdzu
Reikninginn, takk! - Lūdzu, izsniedziet rēķinu
Talar þú ensku? - vai tu runā angliski

Verð hugmyndir € = ISK

 Gengið er um 140kr vs 1€

Bjór 0,5l  4€ - 560 kr. (innlendur)
Cappuchino 3 €- 420kr. 
Gosdrykkur 0,33l - 1,5€ - 210 kr. 
Vatn 0,33l - 1,3 €  - 190 kr. 
Út að borða fyrir 2 - meðalverð 40€ = 5.600kr (með víni)

*heimild numbeo.com

Veðurfar í Apríl

Vorið er að detta inn, allt er að fara að blómstra.  Meðalhiti apríl mánaðar eru um 8 gráður þó svo að hitinn geti farið alveg upp í 15 gráður.   En gott er að hafa góða yfirhöfn með sér, þó það séu plús gráður þá er getur verið kalt vegna rakans.  
Búast má við 11-14  gráðum yfir daginn helgina 28.-02.05.


Hótel 

****
Dzirnavu iela 33, Centra rajons, Rīga, LV-1010, Lettland
Sími: +371 67 331 717


Fjögurra stjörnu hótel staðsett í  miðbænum í heillandi Art Nouveau hverfinu í Riga. 
Aðeins örfáar mínútur frá gamla bænum í Riga en mun hljóðlátara. 
Í göngufæri er úrval veitingastaða, bara, kaffihúsa og verslana. 

Hótelið býður upp á fallegega hönnuð herbergi með minibar, öriggyshólfi og kaffi/te vél.
Hótelið státar af fallegri og nútímalegri hönnun í klassískum stíl sem miðast við að gestinrir fái góða hótelupplifun.  Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða sem er aðgengileg fyrir hótelgesti.   
Barinn og veitingastaðurinn á hótelinu bjóða upp á drykki og tapas an í kringum hótelið er mikið af veitingastöðum og börum.

Hótelið fær heildareinkunina 9,0 og 9,2 fyrir staðsetningu á booking.com 

Afþreying í nágrenni við hótelið:
Latvian National Museum of Art 0,5 km
Riga Three Brothers Complex   1,1 km
Riga Stone Bridge  1,7 km
Victory Memorial to Soviet Army in Riga  2,9 km
Riga TV Tower 4,1 km
Classic Car Museum Riga  5,3 km