Lækjarskóli og Skarðshlíðarskólitil Stokkhólms23.05.-27.05.2022
Er ekki kominn tími til að heilsa upp á sænsku náfrændur okkar og skoða þeirra skemm-tilegu höfuðborg. Slík heimsókn mun koma þér skemmtilega á óvart. Það er meira í Stokkhólmi en bara kjötbollur og kartöflu-mús!
Fegurð Stokkhólms er að hluta til komin frá því að hún dreifist milli 14 eyja sem eru samtengdar með myndrænum brúm, borgin er oft kölluð Feneyjar norðursins. Svíþjóð er næstum samheiti fyrir nýsköpun og hönnun (þ.e. meira en bara Ikea-vörur) og Svíar er með gott auga fyrir fegurð.
Að kanna fjölbreytileika hverfanna er einstaklega gaman. Helsta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn er Gamla Stan (gamli bærinn) sem hefur verið hjarta bæjarins frá miðöldum. Svæðið er sívinsælt og lifandi og að sjá hellulögð og mjó strætin, regnbogalituðu húsin og falleg torgin er algjörlega heimsóknarinnar virði.
Verslanir við Designtorget eru stútfullar af verkum eftir nýja hönnuði og selja skemmtilegar og flottar skandinavískar vörur á góðu verði.
Svíar eru matgæðingar og má finna fullt af skemmtilegum matarvögnum og bakarí af gamla skólanum, óhefluð kaffihús en í borginni blómstrar líka nýnorræn matargerð og Michelin-stjörnuveitingastaðir bíða eftir heimsókn. Í Stokkhólm eru einnig skórkostlegar mathallir og markaðir til að ráfa um, og einn sá besti - Saluhall - er í hinu fína Östermalm-hverfi.
Stokkhólmur er sannkallað augnayndi.
Brottför - mánudaginn 23.05. 2022Vinsamlega uppfærið þessa síðu reglulega þar sem hún er lifandi og upplýsingar geta breyst eða nytsamlegum upplýsingum bætt við.Öllum takmörkunum varðandi covid-19 hefur verið aflétt í Svíþjóð. Sjá hér fyrir neðan! https://visitsweden.com/about-sweden/information-for-travellers-corona-virus/
Beint flug með Icelandair til Stokkhólms
Beint flug Icelandair FI 306 til Stokkhólms. Ein innrituð 23 kg. taska og 10 kg í handfarangur.
Flug - 23.05.2022
Brottför frá Keflavík laugardaginn 14.maí kl. 07:35, áætluð lending í Stokkhólmi kl.12:45
COVID - Grímuskylda
Öllum takmörkunum hefur verið aflétt í Svíþjóð.
Tíminn í SVÍÞJÓÐ miðað við Ísland + 2
ATH tímamismunur milli Íslands og Svíþjóðar eru +2 klukkustundir.
Fararstjóri
Virpi fararstjóri er með ykkur í fluginu og fer með ykkur í rútu sem fer með ykkur til Scandic Star Sollentuna
Akstur til Scandic Star Sollentuna tekur um 30 mínútur. Virpi aðstoðar við innrituna á hótelið.
Scandic Star Sollentuna, Aniaraplatsen 8,
191 21 Sollentuna.
https://www.scandichotels.com/hotels/sweden/stockholm/scandic-star-sollentuna
Fræðsludagskrá þriðjudaginn 24.05. 2022
Morgunmatur
Kl. 06:30-09:30
Morgunmatur á Scandic Star Sollentuna er milli hálf sjö til hálf tíu alla virka daga.
Undirbúningur á hóteli
Kl. 10:00
Starfsmenn undirbúa sig fyrir heimsóknir í Sollentuna 24.5. og 25.5. 2022 milli 10:00 - 12:00 á hóteli í anddyri hótelsins.
Kl. 12:00 MATARHLÉ
Hádegishlé
Kl. 12:00-13:00
Hópurinn borðar í Sollentuna Centrum verslunarmiðstöðinni
https://sollentunacentrum.se/mat sem er í 160 metra fjarlægð frá hótelinu.
Hádegishlé
Kl. 12:00-13:00
Hópurinn borðar í Sollentuna Centrum verslunarmiðstöðinni
https://sollentunacentrum.se/mat sem er í 160 metra fjarlægð frá hótelinu.
Rúta í fræðslu
13:15
Rúta sækja hópinn frá Scandic Star Sollentuna, Aniaravägen 8, 191 Sollentuna og aka til Qben fritidsgård, Minervägen 13, 19150 Sollentuna. Aksturinn tekur í kringum 10 mínútur.
Rúta úr fræðslu á hótel Scandi Star Sollentuna
Kl. 19:00
Rúta sækja hópinn úr fræðslu á Qben fritidsgård, Minervägen 13, 19150 Sollentuna og aka með til Scandic Star Sollentuna, Aniaravägen 8, 191 Sollentuna.
Aksturinn tekur í kringum 10 mínútur.
Fræðsla og heimsóknir Qben fritidsgården
Kl. 13:30Qben fritidsgården
eða frístund eftir að stundarskrá lýkur.
Starfsemi, þjónusta og áherslur kynntar. Tengiliður Mari Svedell, mari.svedell@sollentuna.se, +46 073 915 2538
15:30
ÚRVINNSLUHLÉ
Fræðsla og heimsóknirQben ungdomsgård
Kl.
17:30 Qben ungdomsgård. Heimsóknin heldur áfram á sama stað með annarri starfsemi, öðru starfsfólki og eldri börnum.
Fræðsla um áherslur og forgangsröðun. Tengiliður Abtin Iranpak, abtin.iranpak@sollentuna.se, +46 073 915 15 22
Skólaheimsókn, skipt um hótel og safnaferð miðvikdaginn 25.05. 2022
Morgunmatur
Kl. 06:30-09:30
Morgunmatur á Scandic Star Sollentuna er milli hálf sjö til hálf tíu alla virka daga.
Skólaheimsókn í Turebergsskolan
Kl. 08:30 Lagt af stað fótgangandi til Turebergsskolan, 191 46 Sollentuna, Bygatan 78. Tekur í kringum 15 mínútur og er 1,1 km fjarlægð frá hótelinu.
Kl. 09:00 Heimsókn í Turebergsskolan.Tengiliður Johanna Marklund, johanna.marklund@sollentuna.se
Skólastarf, UDL hugmyndafræðin og aðstaða skólans kynnt fyrir hópnum.
Kl. 11:00Gengið að hóteliinu Scandi Star Sollentuna, tekur í kringum 15 mínútur og er í 1,1 km fjarlægð.
Rútur frá Scandic Star Sollentuna að Best Western
Kl. 11:30 Útritun af Scandic Star SollentunaKl. 11:45 Rútur frá Scandic Star Sollentuna að Best Western hótelinu í miðbæ Stokkhólms.
Rútur í fræðslu
11:45
Rútur sækja hópinn frá Scandic Star Sollentuna, Aniaravägen 8, 191 Sollentuna og aka til
Best Western hótelsins, Apelbergsgatan 40, Norrmalm 111 37, Stockholm. https://www.andhotel.se/stockholm/en/
Töskur settar í töskugeymslu ef herbergi eru ekki tilbúin (yfirleitt laust fyrst eftir kl. 14:00).
Hádegishlé eftir innritun á Best Western 12:15 - 13:00
Innritun á Best Western og farið á veitingastaði í næsta nágreni hótelsins. Ef skoðað er á Google Maps eru að finna eftirtaldir veitingastaðir í næsta nágreni við hótelið; Smak, Max Burgers, Urban Deli, Asahi, McDonalds og Dirty Coco.
Safnaferð á Vasasafnið
Hópurinn fer á eiginn vegum til Vasa-safnsins, Galärvarvsvägen 14. Það tekur um 8-11 mínútur með bíl en 34 mínútur fótgangandi, 2,7 km. Aðgangseyrir 190 SEK eða í kringum 2537 ísl. kr. https://www.vasamuseet.se/is
Hópurinn stýrir sjálfur safnaferð og svo er fyrirhugaður sameiginlegur kvöldverður um kvöldið. Sigmar Ingi Sigurgeirsson veitir ýtarlegir upplýsingar.
Frjáls dagur - uppstigningardagurfimmtudagurinn 26.05. 2022Best Western: morgunmatur 06:00 - 09:30
Heimför föstudaginn 27.05.2022
Útritun af Best Western og brottför til Arlanda flugvallarins
Útritun Kl. 10:30 af hóteli og rúta
Kl. 10:45 að Arlanda flugvellinum.
Það tekur milli 30 - 50 mínútur að aka til flugvallarins.
Rúta á flugvöll
Kl. 10:45
Rúta frá hóteli að Arlanda alþjóðlega flugvellinum.
Flogið frá T5 en gengið frá T4 að T5 innan flugvallarins.
Flug
kl 13:55
Heimför með flugi Icelandair FI 307
föstudaginn 27.maí og lent í Keflavík 16:50
Ekki er þörf á forskráningu fyrir eða við komuna til Íslands. Þá er ekki þörf á að framvísa vottorði við byrðingu eða við komuna.
Góða ferð.
Fararstjórinn
Virpi JokinenS. 691 0991
Virpi er finnsk en hefur verið búsett á Íslandi í aldarfjórðung. Hún er skipuleggjandi fram í fingurgóma og stofnandi á Réttri hillu. Virpi er fyrsti vottaði skipuleggjandinn (e. professional Organizer) á Íslandi.
Hún hefur starfað við verkefnastjórn í Íslensku óperunni, er menntuð í myndlist sem en einnig í leiðsögn. Þar að auki er Virpi með dimplómu á meistarastigi í jákvæðri sálfræði. Með Virpi með sér í för eru fræðsluhópar svo sannarlega í öruggum höndum.

Áslaug Hersteinsdóttir - Hölttä
Fræðsluferðir
GSM. +354 785 9887
Netfang. aslaug@tripical.com