25. maí - 29. maí 2022
Arnarberg til Glasgow
Glasgow er stærsta borg Skotlands og ein helsta verslunarborg Bretlands. Töfrandi arkitektúr, frábærir veitingastaðir og krár, ásamt fjörugu næturlífi, enda Skotar eitt skemmtilegasta fólk í heimi.
Tilkomumiklar byggingar Glasgow bera sögu hennar gott vitni, en sérstaklega má nefna afar fallegan arkitektúr frá Viktoríutímanum, sem er eitt stærsta aðdráttarafl borgarinnar. Glasgow var lengi vel mikil iðnaðarborg, en það tók að breytast eftir Kreppuna miklu á fyrri hluta 20. aldar. Siðan þá hefur hún þróast í að verða miðstöð menningar og verslunar, hún hefur t.d. borið titilinn Menningarborg Evrópu, og þar er að finna einn stærsta vettvang í nútímalistum á Bretlandseyjum, fyrir utan London. Ferðamenn streyma að hvaðanæva að, borgin eldist einstaklega vel og blómstrar nú sem aldrei fyrr.
Skotar eru vinaleg þjóð og glaðværir gestgjafar. Ef þú stendur áttavilltur í miðbæ borgarinnar (þekktur sem "town", en öllu heldur "the toon" hjá skotum) er mjög líklegt að hjálpsamur vegfarandi komi og bjóði þér aðstoð sína. Skotar eru bara þannig. Og ef enginn kemur af fyrra bragði er bara að spyrja næsta mann. Það ber árangur.
Glasgow hefur tvisvar hlotið titilinn "Carry Capital of Britain", en þar er mjög mikið úrval af ýmis konar veitingastöðum, hvort sem þú vilt indverskt eða eitthvað annað. Hún þarf líka að standast ákveðin gæði, borgin er nefnilega hvorki meira né minna en fæðingastaður sjónvarpskokksins alræmda Gordon Ramsey.
Brottför & námskeið
25.5.2022
Flug
Flug fram og til baka með flugi Icelandair FI430, 1 innrituð taska 23 kg og handfarangur.
Það er sniðugt fyrir ykkur að hafa borðað eitthvað á leiðinni í flugvélinni því þið farið beint á námskeið eftir komuna á hótelið.
Brottför
Brottför 25. maí 2022
frá Keflavík kl. 07:55
lent í Glasgow kl. 11:10
Eins og sést hér fyrir neðan þá eru engar hömlur lengur tengdar Covid-19 við komuna til Skotlands. Set hér með til öryggis ef einhver er að velta fyrir sér.
https://www.gov.scot/publications/coronavirus-covid-19-international-travel-quarantine/
Rútur
Rúta frá flugvellinum til hótelsins.
Gisting
4 nætur á 4 stjörnu hótelinu
Yotel Glasgow
Westergate
260 Argyle St.
United Kingdom
+44 141 428 4490
Koma á hótel & námskeið
Eftir komuna á hótelið eru töskur settar í töskugeymslu nema herbergin séu tilbúin (yfirleitt fyrst kl. 14:00). Helga aðstoðar ykkur við innritun ef með þarf og fer síðan með ykkur yfir í thestudio í fundarherbergið shout sem er á 8 hæð. Það tekur 2 mínútur fótgangandi að fara frá hótelinu til thestudio.
Farastjórn
Fararstjóri er Helga Margrét Schram
+44 7864 387238
Helga Margrét tekur á móti ykkur á flugvellinum.
25. maímiðvikudagur
Námskeið og fræðsla
Núvitund barna á leikskólaaldri: áhrif á vellíðan þeirra og starfsfólks fyrir leikskólakennara og leiðbeinendur.
Námskeiðið í í tveimur hlutum
Kl. 13:30 Fyrri hluti hluti
Núvitund barna í leikskólaumhverfi
Hvernig starfsfólk getur stuðlað að vellíðan barna.
Niðurstöður rannsóknar fyrirlesara, sem tengjast þessu viðfangsefni, verða kynntar ásamt núvitundaræfingum.
Kl. 15:00 Síðari hluti námskeiðisins
Teymisvinna, samskipti og vellíðan leikskólakennara og leiðbeinenda.
Kl. 16:45
Tekið saman og farið yfir á hótel
*Hópurinn er með shout salinn til klukkan 17:00 og tímasetningarnar hér fyrir ofan miðast við hversu greiðlega það tekur að koma frá flugvelli, að hóteli og í salinn shout á 8 í thestudio. NB: thestudio er í tveggja mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.
Námskeiðshaldari
Helga Margrét Schram, M.S., dansmeðferðarfræðingur og leikskólakennari (Early Years Practitioner, HNC Childhood Practice from Edinburgh College) á leikskólastigi Ferryhill grunnskóla hjá sveitarfélagi Edinborgar
thestudio glasgow Tengiliður: Vikki Bal
67 Hope Street Sales & Events Coordinator
Glasgow vikki.bal@thestudio.co.uk
G2 6AE
8 hæð og fundarsalur
shout
26. maífimmtudagur
SKÓLAHEIMSÓKN
Kl. 09:20 Lagt af stað í skólaheimsókn: 10 mínútur
Monkey Puzzle Glasgow Central
192 McNeil Street
Glasgow, G5 ONZ
Kl. 09:30 Dagskrá í heimsókn a) komið á leikskólann b) töskur og annað setta á sinn stað c) farið í gegnum heilsu- og öryggisatriði í húsnæðinu d) gengið um skólann og aðstaðan og herbergin sýnd e) stutt yfirsýn yfir þær tvær námsskrár sem starfsmenn starfar eftir (Pre Birth to Three and CfE Curriculum for Excellence) eða 0-3 ára og ný námskrá frá 2019 námskrá til árangurs f) spurningar & svör
Kl.13:00
Lagt af stað að hótelinu YOTEL Glasgow og frjáls tími
FRÁLS DAGUR27. maíföstudagur
FRÁLS DAGUR28. maílaugardagur
Heimferð 29. maísunnudagur
Flug með Icelandair
Flug fram og til baka með Icelandair, 1 innrituð 23 kg taska og 10 kg handfarangur.
Heimferð
Heimferð 29. maí 2022
frá Glasgow 12:50
lent í Keflavík 14:05
Rúta á hótel
Kl. 09:45
Útritun af hótelinu
Kl. 10:00
Rúta frá hóteli að alþjóðaflugvellnium.
Hvað er hægt að gera í Glasgow
Skoða hafnarsafnið fræga
Fjárfesta í ekta skotabúning
Fara á Willows Tea Room, allir verða að skoða það!
Fara og upplifa tónleika í The Glasgow Royal Center Hall eða finn kyrrð í Glasgow Dómkirkjunni
Fara í viskí smökkun
Rölta á milli bara í Glasgow í pöbba-röllti
Hótel
Yotel Glasgow****
Þetta nýstárlega hótel er í 800 metra fjarlægð frá The Glasgow Royal Center Hall, s.s. á besta stað í bænum. Listinn er langur af þeim kennileitum sem eru í göngufjarlægð frá Yotel Glasgow.
Herbergin á Yotel er með loftræstingu, skrifborði, öryggishólfi, flatskjá og baðherbergi með sturtu.
Booking.com einkunn: 8,4 og 9,3 fyrir staðsetningu

Áslaug Hersteinsdóttir-Hölttä
Fræðsluferðir/Study visits
+354 785-9887
aslaug@tripical.com