Skarðshlíðarskóli til Boston
23. - 28. maí 2022

Það má hiklaust nefna hana eina af merkilegri borgum Bandaríkjanna - saga landsins er samtvinnuð Boston á svo margan hátt. 
Falleg stórborg, full af skemmtilegum möguleikum fyrir gesti sína.  

Þessi sjarmerandi hafnarborg er staðsett við Massachusettes flóa á austurströnd Ameríku. Þar settust enskir landnemar að árið 1630, fjöldinn jókst nokkuð ört og úr varð bær, síðan fleiri bæir og svo borg. 
Þetta skýrir þann fjölda mismunandi hverfa sem mynda Boston. Þau voru mörg hver áður fyrr sjálfstæðir bæir, og enn í dag eru íbúar afar stoltir af sínu heimahverfi og nefna það alltaf fyrst, á undan nafni borgarinnar. Á milli staða má svo ferðast  með neðanjarðar-lestarkerfi sem státar af því að vera það elsta í Norður-Ameríku allri. 
Hér er svo mikið af öllu mögulegu að sjá og gera, smakka og drekka að það er erfitt að nefna eitt frekar en annað. Hér að neðan stingum við upp á nokkrum hlutum, við mælum einnig með að verða sér úti um dagblöðin Weekly Dig eða The Phoenix sem finna má ókeypis á hverju götuhorni og lista upp það markverðasta sem í boði er dag hvern. Söfnin eru óteljandi, veitingastaðirnir enn fleiri, og skemmtilegir barir út um allt. Þar á meðal einhver þekktasti bar allra tíma, sjálfur Cheers barinn úr hinni vinsælu þáttaröð. Ekki amalegt að setjast í sætið hans Norm og skella í sig einum ísköldum! 

 

FYRIR BROTTFÖR

COVID OG FERÐAHEIMILD


 


DAGSKRÁ 


 

Brottför 23. maí

mánudagur

Flug með Icelandair

Beint flug með Icelandair. 
innrituð 23 kg taska  og 10 kg  handfarangur

Brottför

23. maí 
Flug FI 631 með Icelandair
mánudaginn 23. maí 
frá Keflavík kl. 17:15
lent í Boston kl. 18:50

Flugið

Flugtími 
Flugið til Boston tekur 
5 klukkustundir og 35 mínútur. 

Gisting

Haytt Regency Boston
1 Avenue de Lafayette
Theatre District 
Boston, MA 02111
United States

Rútur

Rútur frá flugvelli að hóteli 

Farastjórn

Fararstjórn er í höndum Elfu Þallar Grétarsdóttur og Ingibjargar Björnsdóttur. Fararstjórar fara með ykkur í fræðsluferðir og eru með á námskeiðinu. Aðra daga eru þær til taks milli 10-11 í anddyri hótelsins. Einnig er hægt að hafa samband við þær í gegnum síma. Sjá símanúmer fyrir neðan! 

24. maí
þriðjudagur

Fræðsla á vegum Cast.org
UDL 
Altæk hönnun náms
09:00 - 16:00 
Ætlast er til þess að andlitsgrímur séu notaðar á námskeiðinu

Heilsdags námskeið í aðferðafræði UDL byggð á rannsóknum David Rose (Boston, Harvard 1984) sem miðast að því að greina hindranir í námsumhverfi nemenda, vinna bug á þeim svo hægt sé að koma til móts við alla nemendur á þeirra forsendum. Allir ríkisskólar í Boston starfa eftir UDL aðferðafræðinni.  
Kl. 08:50 Mæting í anddyri hótelsins 
Kl. 09:00 UDL námskeið hefst. Fyrirlesarar eru Susan Shapiro og Bill Wilmot. Sjá ítarlegri upplýsingar um fyrirlesara hér við hliðina. Grunnur aðferðafræði og uppbygging. 
Kl. 12:00 Hádegishlé
Kl. 13:00 UDL námskeið heldur áfram. Verklag, markmiðssetning, tengls hönnunar náms og árangurs nemenda. 
Kl. 16:00 UDL námskeiði lýkur

Link to presenter bio and headshot

Susan Shapiro

CAST Implementation Specialist

sshapiro@cast.org

Link to presenter bio and headshot

Bill Wilmot

Cast Implementation Specialist

bwilmot@cast.org


25. maí
miðvikudagur

Skólaheimsókn í Dr. William W. Henderson K-12 Inclusion School 
Kl. 08:00 - 12:00
Grímunotkun er skylda í skólunum

Kl. 07:30  Mæting í anddyri hótelsins og lagt af stað í skólaheimsóknir. Hópnum er skipt upp í tvennt. Annar hluti fer í Lower Campus og hinn í Upper Campus. 
Kl. 08:00 Skólaheimsókn í Dr. William W. Henderson K-12 Inclusion School skólana. Kynning á UDL aðferðum kennara skólans, hvernig þeir mæta nemendum (inclusion), aðstaða skólans kynnt. 
Kl. 12:00 Rútur til baka að hóteli 

Dr. William W. Henderson K-12 Inclusino School er leiðandi þegar kemur að kennslu aðferðafræðinnar UDL - alhliða hönnun náms. Í skólann ganga börn með ólíkan bakgrunn sem getur verið bundinn við kynþátt, tungumál eða þroska. Í skólanum eru engir sérbekkir en kennarar og stuðningsfulltrúar vinna saman að því að allir nemendur skólans nái sínum markmiðum. 

Lower Campus

1669 Dorchester Avenue

Dorchester MA 02122 

13 mínútna akstur frá hóteli

 

Upper Campus

18 Croftland Avenue

Dorchester MA 02124

20 mínútna akstur frá hóteli

Tengill & Skólastjóri


Director of Instruction

Sam Podbelski 7-12

spodbelski@bostonpublicschools.org,


Skólastjóri

Patricia Lampron

plampron@bostonpublicschools.org


26. maí
fimmtudagur

Skólaheimsókn 
Brooke Charter Schools
Kl. 08:00 - 12:00
Grímunotkun er skylda í skólunum

Kl. 07:25  Mæting í anddyri hótelsins.                        
Kl. 07:30  Lagt af stað með rútum í skólaheimsóknir
Kl. 08:00  Heimsókn í Brooke Roslindale og Brooke East Boston. Í skólana ganga börn frá leikskólaaldri til þrettánda aldursárs upp að 7th grade. 
Kl. 12:00  Lagt af stað með rútum til hótelsins. 

Skólarnir eru opnir frá 7:45. Við komuna í skólana þarf að hringja á útidyrabjöllu. Director of operations tekur  á móti hópnum og afhendir möppur með skipulagi og teikningu af skólabyggingunni. Þátttakendur fara í 2-3 manna hópum inn í kennslustofur og fylgjast með kennslu. 

Boðið er upp á úrvinnslufund í streymi með kennurum úr skólanum eftir heimsóknina. 
Tengiliður Molly Cole, mcole@ebrooke.org
https://www.ebrooke.org/staff/ms-molly-cole/

Brooke Roslindale  

190 Cummings Highway 

Roslindale, MA 02131

https://www.ebrooke.org/ourschools/our-campuses/brooke-roslindale/


Um það bil 28 mínútna akstur frá hótelinu


Director of operations:

Mr. Ramon Alice, ralicea@ebrooke.org

https://www.ebrooke.org/staff/mr-ramon-alicea/ 

Brooke East Boston

94 Horace Street

Boston, MA 02128

https://www.ebrooke.org/ourschools/our-campuses/brooke-roslindale/


Um það bil 13-16 mínútna akstur frá hóteli


Director of operations:

Ms. Jessica Vasquez, jvasquez@ebrooke.org

https://www.ebrooke.org/staff/ms-jessica-vasquez/


 Frjáls dagur 27. maí 
föstudagur


Heimferð 28. maí

laugardagur

Heimferð

Kl. 12:00 Útritun af hóteli. Hægt að geyma ferðastöskur í töskugeymslu. 
Kl. 20:30 Rúta ekur frá hótelinu Haytt Regency Boston til alþjóðaflugvallarins.  

Heimferð

28. maí 
Flug FI 632 með Icelandair 
frá Boston kl. 23.40
lent í Keflavík kl. 08:55 
að morgni 29. maí 

Flug með Icelandair

Beint flug með Icelandair. 
innrituð 23 kg taska  og 10 kg  handfarangur

Hvað er hægt að gera í Boston

Faneuil Hall er skemmtilegur markaður staðsettur í fallegri  byggingu með heilmikla sögu. Nóg að versla, nóg að skoða.
USS Constitution Museum er tilvalin staður fyrir áhugasama um mikilvæga atburði í sögu Norður-Ameríku. 
Dinner Detective Murder Mystery Show! Glæsimáltíð með tvisti, þú nýtur um leið leiksýningar og tekur þátt í að ráða gátuna. Mjög skemmtileg upplifun.
Boston Common and Public Garden er elsti almenningsgarður í Ameríku. Dásamlegur staður! 

Sam Adams er Boston bjórinn! Auðvitað er boðið upp á ferð um verksmiðjunar, Sam Adams Brewery Tour. Og já, frítt smakk er innifalið.
Boston er þekkt fyrir úrval af gæða fiskveitingastöðum, enda hráefnið ferskt í borg sem stendur við hafið. Union Oyster House er góður kostur, einn elsti veitingastaður borgarinnar.

Hótel

Haytt Regency Boston
****

Hyatt Regency Boston er staðsett í 5 mínútna göngufjarlægð frá Boston Common, einum elsta almenningsgarði í USA. Þetta nútímalega hótel er aðeins steinsnar frá miðbæ Boston. 

Á herbergjunum er kaffivél, flatskjár með kapalrásum og Bluetooth hátalari með vekjaraklukku. Hótelið býður upp á ókeypis WiFi. Á baðherbergjunum eru hárþurrka og ókeypis Pharmacopia snyrtivörur.

Gestir Hyatt Regency Boston hafa aðgang að líkamsræktarstöð en hótelið býður einnig upp á herbergisþjónustu og sólarhringsmóttöku.

Veitingastaðurinn Avenue One býður upp á morgunverð, hádegisverð og kvöldverð. Morgunverður er ekki innifalinn í verði hér fyrir neðan. 

Fenway Park, heimavöllur Boston Red Sox hafnaboltaliðsins, er í 21 mínútna akstursfjarlægð. Green rail line á Boylston lestarstöðinni er í 5 mínútna göngufjarlægð.


Booking gefur 9.2 fyrir staðsetningu og í heildareinkun 8,5. 

Fararstjórinn

Elfa Þöll Grétarsdóttir
S. 847 5493 

Elfa er sérfræðingur í hjúkrun aldraðra og starfar á verkefnastofu Landspítala og sem stundarkennari við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Elfa hefur BS gráðu frá Háskóla Íslands, MS gráðu frá University of Wisconsin Madison og leiðsögumanns réttindi frá Leiðsöguskóla Íslands. Hún starfaði lengi við leiðsögn með þýskumælandi ferðamenn á Íslandi og svo bjó hún í Boston í fjögur ár. Þar tók hún reglulega á móti Íslendingum sem höfðu reyndar mestan áhuga á verslunum frekar en menningu og sögu borgarinnar. Þegar Elfa bjó í Boston voru strákarnir hennar litlir og þekkir hún því borgina einnig vel út frá leikvöllum, sullusvæðum og nestisferðum. Elfa hefur ásamt samstarfskonu sinni Rögnu Benediktu Garðarsdóttur haldið námskeið fyrir stjórnendur um kulnun í starfi. Endilega leitið ráða hjá Elfu ef ykkur vantar að fá góð ráð um hvað er hægt að gera í borginni! 

Fararstjórinn

Þóra Sævarsdóttir
S. 896 1996

Þóra er tanntæknir fædd 1974 og hefur mikið ferðast innanland sem utan. Hún hefur verið fararstjóri með námi og vinnu í útskriftarferðum í Ameríku, Mexico & Spáni. Einnig hefur Þóra fararstýrt hópum innanlands. 
Þóra sem er tveggja barna móðir er mikið náttúrubarn og stundar fjallmennsku, skíðar á fjallaskíðum bæði innan- og utanlands. Hún er einnig í fjallahjóla bransanum og nýtir hverja lausa stund úti í náttúrunni. Þóra kláraði grunnskólann í Grindavík hóf þá nám í MK og lærði þjóninn á Hótel Sögu. Hún hefur búið á Barcelona og í Boston utan Reykjavík.

Áslaug Hersteinsdóttir-Hölttä 

Fræðsluferðir
GSM. 785 9887
Netfang. aslaug@tripical.com