Búdapest er paradís hinna ferðaglöðu. Stórbrotin borg, mótuð af menningarstraumum liðinna alda. Mögnuð saga, töfrandi arkitektúr og merkileg menning - algjör fjársjóður. Ekki að ástæðulausu að Búdapest er oft kölluð París austursins!
Um borgina miðja rennur Dóná, sitthvoru megin hennar standa Buda og Pest, sem sameinuðust formlega í eina borg árið 1873. Það hefur gengið á ýmsu í Ungverjalandi í gegnum tíðina. Þetta sýna byssukúluör og ummerki eftir sprengjur seinni heimstyrjaldarinnar og frá uppreisninni 1956, sem finna má víða um borgina. Það er í raun eins og að fara í litla Evrópureisu þegar maður sekkur sér í sögu Búdapest, svo fjölbreytt og stórbrotin er hún. Og byggingar hennar og tignarleg mannvirkin gera mann hreinlega orðlausan, en borgin var einmitt sett á heimsminjaskrá UNESCO fyrir menningar- og byggingarsögu sína.
Á milli þess sem þú dásamar fagrar byggingarnar, getur þú skellt þér í tyrknest baðhús og pústað aðeins, en hitauppstreymi frá jörðu er vinsæll orkugjafi fyrir fjölmargar heilsulindir borgarinnar. Þá þykir sólsetur í Búdapest eitt það fegursta í allri E vrópu og margir sem leggja ýmislegt á sig til að verða vitni að því.
Verðlag er hagstætt, maturinn er góður, íbúarnir eru vinalegir og veðrið er gott.
Njóttu!
Hvað er hægt að gera í Búdapest
Þinghúsið, Kossuth Lajos tér, er stærsta bygging í Evrópu, hvorki meira né minna
Margrétareyja er einstaklega fallegur staður að sigla í og njóta
Alls staðar er hægt að leigja hjól, bæði venjuleg og rafmagns, og gaman að skoða borgina þannig
Sjúkrahússafnið, staðsett í helli á Castle Hill er sjón sögu ríkari
Hryllingshúsið, House of Terror, geymir erfiða en afar athyglisverða sögu
Konungshöllin, Királyi palota, er ein vinsælasti staður borgarinnar og ekki að ástæðulausu
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Beint flug með leiguflugi þar sem innifalið er 15 kg innrituð taska og 5 kg handfarangur
Brottför
Brottför frá Keflavík fimmtudaginn 24. apríl, snemma morguns.
Heimkoma
Heimför sunnudaginn 27. apríl frá Búdapest. Flogið seinnipartinn.
Gisting
3
nætur á 4*/5* hóteli. Innifalið er morgunverður og wi-fi og city tax.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli í Búdapest, ca 30 mín
Farastjórn ef óskað er eftir
Einn óendanlega hjálpfús og skemmtilegur fararstjóri frá Tripical.
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við bjóðum þeim hópum sem halda árshátíð í gegnum Tripical
frían skemmtikraft til að gera kvöldið ógleymanlegt!
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan*
*Með fyrirvara um að skemmtikrafturinn sé laus þá daga sem árshátíðin er :)
Hótel
****
Mercure Budapest Korona er staðsett í miðbænum rétt við St Stephens Basilica, þinghúsið og operuna. Dóná er í 5 mínútna göngufjarlægð.
Herbergin eru nýtískuleg og voru endurgerð 2018, loftkæling og sjónvörp eru í öllum herbergjum. Ókeypis WiFi er í er á öllu hótelinu. Gestir geta heimsótt Winestone-veitingastaðinn og smakkað nýstárlega matargerð og fjölbreytt úrval af víni.
Hótelið er með sinn eiginn garð og morgunverðar salurinn er fallegur og opinn, á daginn er hægt að fá þar snarl og drykki.
Rétt við hótelið má finna veitingastaði, verslanir og bari. Gyðingahverfið, söfn, kráarústir og böð eru í næsta nágrenni.
Hótelið fær heildareinkunina 8,2 og 9,2 fyrir staðsetningu á Booking.com
Verðin
219 990 kr
á mann í tvíbýli
35 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
****
Hótelið er staðsett 300 metrum frá Nyugati-lestarstöðinni og aðeins 500 metrum frá hinni frægu Andrássy-breiðgötu. Ókeypis WiFi er í boði á öllum svæðum.
Öll herbergin eru loftkæld og búin skrifborði og gervihnattasjónvarpi. Baðherbergið er með sturtu en hárþurrka og ókeypis snyrtivörur eru til staðar. Sum herbergin eru einnig búin baðkari.
Það er gjafavöruverslun á staðnum, en einnig er hægt að útvega fundaraðstöðu sé þess óskað.
Oktogon Square neðanjarðarlestar-, strætó- og sporvagnastoppistöðin er í aðeins 500 metra fjarlægð frá Radisson Blu Béke. House of Terror safnið er í innan við 600 metra fjarlægð og ríkisóperan er í 10 mínútna göngufjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunina 8,7 og 9,0 fyrir staðsetningu á Booking.com
Verðin
224 990 kr
á mann í tvíbýli
30 000 kr
aukagjald í einbýli
Tilboðið er fyrir 180 manns, flogið er í leiguflugi og er miðað við að minnst 80% sætanýting sé í flugi með leiguflugi.
Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.
Arna Rut Kristinsdóttir
Fyrirtækjaferðir
S. 519-8900
GSM. 663 3313
Netfang. arna@tripical.com
Arnar Magnússon
Fyrirtækjaferðir
S. 519-8900
GSM. 848 1520
Netfang. arnar@tripical.com