FF1007 - 11.-16.09.25 - Butasaumur til Alsace

Til Alsace
15. september til 22. september 2025

Undursamlegt landslag, heillandi þorp, heimsklassa vínakrar og hin íðil-fagra og dásamlega Strassbourg gerir Alsace héraðið í Frakklandi að ómótstæðilegum áfangastað.

Alsace héraðið er staðsett í norð-austur hluta Frakklands, austur af Rínarfljóti við landamæri Þýskalands og vestur af Vosges fjallgarðinum. Í gegnum aldirnar hafa Frakkar og Þjóðverjar til skiptis slegið eign sinni á svæðið, sem sést vel á þeirri sérstöku germansk/frönsku menningarblöndu sem þar er að finna. Langflestir íbúar Alsace líta þó á sig sem Frakka, á fáum stöðum er franski fáninn jafn áberandi og frönsk tunga er í hávegum höfð.  Strassbourg er höfuðstaður héraðsins, heimsþekkt fyrir fegurð sína og sjarma, og kannski besta dæmið um áðurnefnda þýsk-franska blöndu, sem meðal annars má sjá í byggingarstíl, matargerð og götuheitum borgarinnar. Miðbær hennar, Grande Île, er   á  heimsminjaskrá   UNESCO,  en  þar stendur   hin  glæsilega  gotneska Notre- 
Dame de Strasbourg dómkirkja. Þá ber einnig að nefna hið dásamlega hverfi Petite France, með timburhúsunum sínum og steinhlöðnu stígum. Héraðið skartar einnig ótrúlega fallegum smærri þorpum, sem eru rétt eins og klippt úr ævintýri. Þar má nefna bæi eins og Riquewihr, Eguisheim og Colmar, sem ekki aðeins veita innsýn inn í fyrri tíma, heldur eru yndislegt athvarf og hvíld frá ysi og þys nútímans. Alsace er heimsþekkt víngerðarsvæði, og víðfeðmar vínekrur teygja sig og sveigja framhjá gömlum kastalabyggingum sem standa hér og þar um héraðið, Haut-Koenigsbourg er einna frægastur.  Hér færðu því gæða vín, þar á meðal Riesling, Gewurztraminer og Pinot Gris, sem drekka má með fjölbreyttum og þjóðlegum úrvalsmatseðli Alsacebúa.  

Hvað er hægt að gera í Alsace

Ertu kastalafíkill? Hér eru nokkrir góðir: Haut-Barr, Hohlands-bourgFleckenstein,  Lichtenbergog des Rohan  
Farðu í bátsferð um Rín og prófaðu Saint-Louis Arzviller bátalyftuna. Jebb. Bátalyfta! 
Écomusée d’Alsace í Ungersheim er frábær og falleg heimild um fyrri tíð og sögu svæðisins 
Þeim listhneigðu má vinsamlega benda á Unterlinden Museum í bænum Colmar. Magnað safn í magnaðri byggingu
Útsýnið frá Sainte-Odile klaustrinu í Vosges fjöllum er hreint út sagt guðdómlegt 
The Alsace Wine Route er eitthvað sem allt áhugafólk um gott vín þarf að prófa

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug fram og til baka með Icelandair, 1 innrituð taska 23 kg og 10 kg persónulegur farangur.

Brottför

Flogið frá Keflavík þann 15. september klukkan 07:20 og lent í Zurich klukkan 13:05.

Heimför

Heimför frá Zurich þann 22. september klukkan 14:00 og lent í Keflavík klukkan 16:00.

Gisting

7 nætur á 4 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður borgarskatturinn og wi-fi.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli um 3 til 3,5 klst.
Rútuferðir til og frá ráðstefnustað í Sainte-Marie-aux-Mines dagana 17. til 21. september.

Farastjórn

Sé þess óskað - gegn gjaldi.

Ferðalottó-Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðning frá Tripical 

Hótel

***

Ibis Styles Colmar Nord er staðsett norður af Colmar, með útsýni yfir Vosges-fjöllin. Hótelið er með útisundlaug og loftkæld herbergi með LCD gervihnattasjónvarpi og Wi-Fi.

Á hótelinu er einnig leikvöllur.

Kaffihúsið býður upp á nútímalega sælkeramatargerð í nútímalegu umhverfi, með verönd með útsýni yfir Vosges-fjöllin.

Ibis Styles Colmar Nord er 5 km norður af gamla bænum í Colmar, nálægt A35 hraðbrautinni. Hótelið er í göngufæri frá Aéroport Colmar Houssen og viðskiptagarðinum. Hótelið býður einnig upp á ókeypis bílastæði.

Hótelið fær 8,2 í heildareinkun á booking.com og 7,6 fyrir staðsetningu

Verðin

179 990 kr

á mann í tvíbýli

60 000 kr

aukagjald í einbýli

Verðin miðast við 37 manns, hótel og flug hafa ekki verið tekin frá og mun endanlegt verð liggja fyrir þegar búið er að velja dagsetningu og hægt er að bóka hópinn.


Arnar Magnússon

Fyrirtækjaferðir
S. 519-8900
GSM. 848 1520
Share by: