
Til Kaupmannahafnar 21. maí til 25. maí 2025
Kóngsins Kaupmannahöfn er þekkt fyrir að vera menningarborg með stórfenglegan arkitektúr ekki síður en hönnun sem hefur haft áhrif um allan heim, og líka bjórinn þeirra, já og H.C.Andersen.
Danmörk er oft rómuð fyrir að vera eitt ,,grænasta“ land heims. Á fáum stöðum notar fólk reiðhjól í sama magni og hér. Danir eru mjög duglegir að flokka rusl og hugsa almennt mjög vel um umhverfið. Þetta hafa þeir gert um svo langt skeið að nýjum kynslóðum er þetta í blóð borið.
Einn af þekktari skemmtigörðum heims er miðsvæðis í borginni. Tívolíið er ekki bara vel þekkt víða um heim, það er eitt af elstu skemmtigörðum heims. Sjálfur Walt Disney nefndi eitt sinn að danska Tívolíið væri fyrirmynd að Disney garðinum hans.
Hér blandast gömlu ævintyrin saman við nytískulegan arkitektúr og hönnun á heimsmælikvarða, heitur jazz blandast við ískalt teknó í kjallaraklúbbi. Þér finnst eins og þú hafir séð allt á einum degi, en gætir auðveldlega skoðað þig um og séð nyja hluti svo mánuðum skipti.
Það er ótrúlega gaman að versla í Kaupmannahöfn og sterk hönnunarhefð er gegnumgangandi í verslunum borgarinnar. Engan þarf að kynna fyrir Strikinu, einni lengstu verslunargötu Evrópu og þeim fjölmörgu stórverslunum, hönnunarverslunum og alþjóðlegu vörumerkjum sem þar eru.
Hvað er hægt að gera í Kaupmannahöfn
Tívolíð í Kaupmannahöfn er eitthvað sem allir ætttu að skoða.
Strikið fræga er vinsælt fyrir búðaráp og góða veitingastaði. Þar finna allir eitthvað sér við hæfi.
Nyhavn eða nýhöfn eins og hún er kölluð á íslensku er fullkominn staður til að fara á til að fá sér kaffi og með því.
Kíkja á Torvehallerne markaðinn í Nørrebro
Svo er góður hjólreiðatúr kannski besta leiðin til að kynnast borgarlífinu
Reffen er stútfullt af menningarviðburðum, markaði og mat frá öllum heiminum
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Beint flug með Play til og frá Kaupmannahöfn, innifalið innrituð taska 20kg og handfarangur 8kg sem passar undir sætið
Brottför
Brottför miðvikudaginn 21. maí til Kaupmannahafnar kl 06:25. Lending áætluð um kl 11:40
Heimför
Heimför sunnudaginn 25. maí til Keflavíkur kl 12:40 áætluð lending kl 14:00
Gisting
4 nætur á 4 stjörnu hóteli.
Innifalið er morgunverður, wi-fi og city tax.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli í ca 20 mín
Farastjórn
Sé þess óskað - gegn gjaldi ( eru kennarar á vegum skólans )
Hótel
Þetta hótel er staðsett í hinu vinsæla Vesterbro-hverfi, í um 5 mínútna göngufjarlægð frá aðaljárnbrautastöðinni í Kaupmannahöfn og Tívolíinu. Í boði er ókeypis Wi-Fi Internet og fjölbreytt morgunverðarhlaðborð.
Öll herbergin á Comfort Hotel Vesterbro eru með kapalsjónvarpi, loftkælingu og viðargólfi. Baðherbergið innifelur hárþurrku og snyrtivörur.
Miðlæg staðsetningin býður upp á greiðan aðgang að menningu, verslunum og afþreyingu. Mörg kaffihús og veitingastaðir eru í göngufæri. Starfsfólkið getur mælt með áhugaverðum stöðum til að skoða.
Hótelið fær heildareinkunina 7,8 og 9,2 fyrir staðsetningu.
Verðin
119 990 kr
á mann í blönduðum herberjum
TRIP & QUAD
129 990 kr
verð í tvíbýli
194 990 kr
verð í einbýli