Útsktiftarferð 2020

Ekkert nema fjör

til Kýpur
6. júní til 9. júní &
7. júní til 10. júní 2025

Kýpur er friðsæl og fögur, hlaðin heillandi sjarma, sólríkum ströndum og spennandi sögu. Ofan á allt þetta bætist hlýleg gestrisni eyjaskeggja sem leggja kapp á að gera dvöl þína ógleymanlega. 

Eyjan er staðsett í botni Miðjarðarhafs, suður af Tyrklandi og er þriðja stærsta Miðjarðarhafseyjan, á eftir Sikiley og Sardiníu. Landfræðilega séð, er hún hluti af Asíu, en bæði í menningarlegum og pólitískum skilningi tilheyrir hún Evrópu og ríkið er meðlimur í Evrópusambandinu. Höfuðborgin, og jafnframt stærsta þéttbýli eyjunnar er Nicosia. Höfuðborgin Nicosia býður upp á ýmislegt, eins og til að mynda borgarveggina sem umkringja staðinn, en þeir voru reistir á tímum Feneyjarveldisins. Við þennan forna vegg má finna mikið úrval af skemmtilegum krám og veitingastöðum. Og svo er það ,,græna línan“ svokallaða, en hún skiptir borginni í tvennt, milli gríska og tyrkneska hlutans, og athyglisvert að skoða muninn á borgarhlutunum tveimur.
Það er ótalmargt að skoða og skemmtilegt að gera á Kýpur. Og auðvitað það sem mestu máli skiptir, hér er gott að borða. Þú finnur matargerð sem er blönduð grískum, tyrkneskum og fleiri gómsætum hefðum úr eldhúsi Miðjarðarhafsins. Rétt er að nefna að tyrkneskir Kýpurbúar borða ekki svínakjöt af trúarlegum ástæðum. Auðvelt er að finna sér góðan stað til að slaka á og njóta sólarinnar. Strandlengja Kýpir er einstaklega falleg og á mörgum stöðum óspillt og tær. Fyrir þá sem vilja skoða sig um, er af nógu að taka. Vítt og breitt um eyjuna má finna ýmis konar fornminjar, sem eiga uppruna allt frá steinöld og fram á valdatíma Rómaveldis.

Hvað er hægt að gera á Kýpur

Hinn stórbrotni og vel varðveitti bær Khirokitia hefur staðið allt frá 6800 fyrir Krist, og er á Heimsminjaskrá Unesco
Göngugarpar og klifurkettir ættu að kynna sér Trodos fjöllin og hinar fjölmörgu gönguleiðir þar
Þorpin í kringum Limassol  svæðið bjóða upp á "beint af býli" vínsmökkun í dásamlegu umhverfi
Ef þú vilt gott stuð og djamm er Ayia Napa algerlega málið!
Kýpur á sitt eigið Bláa lón. Þangað er hægt að fara í bátsferð og synda í bláum sjó... af því þetta bláa lón er raunverulega blátt ;)
Hér eru heimsklassa golfvellir, eins og t.d. Aphrodite Hills og Minthis Hills vellirnir.

Innifalið í flugi

Flug

Beint flug með leiguflugi Tripical, 1 innritaðri 20 kg tösku og handfarangri 

Leiguflugsverðin miðast við gengi dagsins bæði á evrunni og eldsneytisverði

Fluglengd um 5 klst.

Brottför

Áætluð brottför dagana 6. og 7. júní frá Keflavík til Kýpur

Flugtímar áætlaðir út snemma um morgun. 

Heimkoma

Áætluð heimför dagana 9. og 10. júní frá Kýpur til Keflavíkur.

Áætlaðir flugtímar um miðjan dag frá Kýpur.

Gisting

3 nætur á 4/5 stjörnu hóteli. Innifalið er morgun-verður, wi-fi og borgar skattur.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli, aksturstími um 55 mín.

Farastjórn

Þrír óendalega hjálpfúsir og skemmtilegir fararstjórar frá Tripical.

Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.
Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynslu í að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!

 Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út 2 heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðning frá Tripical. 

Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við bjóðum þeim hópum sem halda árshátíð í gegnum Tripical 
frían skemmtikraft til að gera kvöldið ógleymanlegt!


Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan*

*Með fyrirvara um að skemmtikrafturinn sé laus þá daga sem árshátíðin er :)


Hótel

City of Dreams Mediterranean - Integrated Resort, Casino & Entertainment
*****

City of Dreams Mediterranean - Integrated Resort, Casino & Entertainment er staðsett í Limassol, innan við 1 km fjarlægð frá MyMall og býður upp á heilsuræktarstöð, ókeypis einkabílastæði, garði og verönd. Þetti 5 stjörnu hótel býður upp á herbergisþjónustu, sólarhringsmóttöku og ókeypis WiFi. Gististaðurinn er með gufubað, kvöldskemmtun og krakkaklúbb.

Öll herbergin á hótelinu eru með loftkælingu, setusvæði, flatskjá með gervihnattarásum, öryggishólf og sérbaðherbergi með sturtu, ókeypis snyrtivörum og hárþurrku. City of Dreams Mediterranean - Integrated Resort, Casino & Entertainment býður upp á ákveðnar einingar með borgarútsýni og öll herbergin eru með svalir. Öll herbergin á gististaðnum eru með rúmföt og handklæði.

Daglegi morgunverðurinn býður upp á hlaðborð, léttan morgunverð eða enskan/írskan morgunverð. Á City of Dreams Mediterranean - Integrated Resort, Casino & Entertainment er að finna veitingastaði sem framreiða kínverska, japanska og Miðjarðarhafsmatargerð. Grænmetisréttir, mjólkurlausir réttir og veganréttir eru einnig í boði gegn beiðni.

Gestum hótelsins er velkomið að nýta sér heilsulindina. Reiðhjólaleiga og bílaleiga eru í boði á dvalarstaðnum og vinsælt er að stunda hjólreiðar.

Gestir geta skemmt séð við veggtennis eða tennis en einnig er hægt að nýta sér viðskiptamiðstöðina.

Limassol-kastali er 5,7 km frá City of Dreams Mediterranean - Integrated Resort, Casino & Entertainment og Limassol-smábátahöfnin er í 5,8 km fjarlægð. Næsti flugvöllur er Paphos-alþjóðaflugvöllurinn, 56 km frá gististaðnum.

Hótelið fær 8.4 í einkunn og 7.7 fyrir staðsetningu.

Verðin

284 990 kr

á mann í tvíbýli

105 000 kr

aukagjald í einbýli

  Tilboðið miðast við 420 manns en ekki hafa verið tekið frá hótel né flug. Verðin miðast við minnst 80% nýtingu í leiguvél. Ef það næst ekki, fellur ferðin niður með 3 mánaða fyrirvara. Endanleg verð reiknast út frá staðfestri dagsetningu og geta því hækkað eða lækkað og liggur endanlegt verð ekki fyrir fyrr en ferð er staðfest.

Arna Rut Kristinsdóttir

Fyrirtækjaferðir

S. 519 8900

GSM. 663 3313

Netfang: arna@tripical.com


Arnar Magnússon

Fyrirtækjaferðir

S. 519-8900

GSM. 848 1520

Netfang. arnar@tripical.com