Til Aþenu

5. september til 9. september 2025

Hún er ein af elstu borgum veraldar, og oft nefnd vagga  vestrænnar menningar. En Aþena er líka gáskafull nútímaborg og dásamleg blanda þess forna og nýja.

Aþena er staðsett við suð-austurströnd Grikklands, með um þrjár milljónir íbúa. Hún var til forna mjög máttugt borgríki sem skipaði stóran sess í heimssögunni. Þar má finna byggingar sem eru meira en 4000 ára gamlar, þekktastar eru þær sem standa á  Akropólishæð,  eins og hið mikla Parthenon hof. En þrátt fyrir háan aldur hefur Aþena þróast í einstaka og glæsilega nútímaborg. Þar hefur til að mynda gömlum  og rótgrónum iðnaðarúthverfum verið breytt í svæði fyrir gallerý og söfn sem hýsa ýmis konar listviðburði, hátækni veitingahús og skemmtigarða. 
 
Hægt er að njóta Aþenu á margvíslegan hátt, og þótt heimsókn á Akrópólishæð sé vissulega "möst", þá bíður þessi heillandi stórborg upp á svo margt annað. Til dæmis hið listræna og seiðandi Metaxourgeio hverfi, snyrtilega háklassahverfið Kolonaki  eða hið villta Exarcheia hverfi með sínu fjöruga næturlífi. Hér velurðu bara þá mola í konfektkassanum sem þér þykja girnilegastir. Hvert sem leiðin liggur mæta þér glaðbeittir, vingjarnlegir og hjálpsamir Grikkir. Ekki sakar að bjóða góðan dag með "Kalimera". Það fær þá jafnvel til að brosa enn breiðar.  

Hvað er hægt að gera í Aþenu?

Lycavittos hæð býður upp á stórkostlegt útsýni yfir borgina.
Ef þú hefur ekki smakkað Souvlaki: Það er kominn tími til. Ef þú hefur smakkað Souvlaki: Þú færð það ekki betra en hér. 
Varstu að spá í að versla smá? Þá er Plaka hverfið rétti staðurinn. Fullt af merkjum sem þú þekkir og líka óþekktari verslunum.
Plaka, Monastiraki og Thissio eru dásamleg hverfi í 19. aldar stíl við rætur Akropolis hæðar.
Panathinaiko völlurinn hélt fyrstu ólympíuleika nútímans árið 1896. Magnað mannvirki!
Psiri hverfið býður upp á fullt af töff og skemmtilegum börum og kaffihúsum.

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug með áætlunarflugi Play til og frá Aþenu með 20 kg tösku  og 8kg  handfarangri

Brottför

Brottför frá Keflavík 5. september með Play kl.06:00 og lent í Aþenu kl.14:50

Heimför

Brottför frá Aþenu 9. september kl.10:00 og áætlað er að lenda í Keflavík kl.13:20

Gisting

4 nætur á 4 stjörnu hóteli,  Innifalið er morgunverður, wi-fi og city tax.

Rútur

Rútur til og frá flugvelli 

 Íslensk farastjórn

Sé þess óskað - gegn gjaldi.
Verð 10.000,-kr per mann aukalega

Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðning frá Tripical.

Hótelið

****

Þetta 4 stjörnu hótel er í 5 mínútna göngufjarlægð frá Megaro Mousikis-neðanjarðarlestarstöðinni og 2 stoppum frá sögulegum miðbæ Aþenu með verslunum. Í boði eru hljóðeinangruð herbergi með gervihnattasjónvarpi.

Glæsileg herbergin á Golden Age eru að fullu loftkæld og innifela myrkvatjöld. Þau eru öll minibar og öryggishólfi. Háhraða-Internet er í boði.

Boðið er upp á ríkulegt amerískt morgunverðarhlaðborð, sem innifelur einnig grískt horn með ferskum og hefðbundnum vörum. Það er framreitt á hverjum morgni. 2 veitingastaðir Golden Age Hotel framreiða sælkerarétti frá Miðjarðarhafinu.

Tónlistarsalur Aþenu er í 400 metra fjarlægð. Hið flotta Kolonaki-hverfi er í um 900 metra fjarlægð frá hótelinu.

Hótelið fær heildareinkunn 8,9 og 9,0 fyrir staðsetningu á booking.com

Verðin

159 990 kr

á mann í tvíbýli

55 000 kr

aukagjald í einbýli

  Tilboðið sýnir verðhugmyndir og miðast við 85 manns.
  Staðfestingargjald þarf að greiða um leið og ferð er ákveðin svo hægt sé að tryggja flug og hótel. 


Arnar Magnússon

Fyrirtækjaferðir

S. 519 8900

GSM. 848 1520

Netfang: arnar@tripical.com