Tegra í Berlín18.- 21.05.2023
Berlín er borgin sem hefur allt, hvort sem það eru menningar-viðburðir, sýningar, tónlist, kvikmynda-hátíðir, arkitektúr, stríðsminjar, það finna allir eitthvað að sjá og gera við sitt hæfi.
Borgin er suðupottur af menningu og listum og hún státar líka af fjörugu næturlífi. Berlín er þekkt fyrir stórbrotna sögu og gamlar byggingar ásamt því að vera mjög framalega í nútíma byggingarstíl og list. Á kaldastríðsárunum var borgin tvískipt, í austur og vesturhluta. Í dag má sjá leifar af Berlínarmúrnum sem lá þvert í gegnum hana, ásamt öðrum kennileitum sem sýna hve borgarhlutarnir voru í raun ólíkir.
Berlínarborg man tímana tvenna og það er einstök upplifun að heimsækja þennan stórbrotna stað.
Kurfürstendamm eða Ku'damm er vinsæl verslunargata, af mörgum talin sú glæsilegasta í Evrópu.
Í Berlín er auk þess hægt að skoða fjöldann allann af söfnum frá seinni heimsstyrjöldinni og upplifa spennuþrungna og dramatíska sögu Þjóðverja.
Brottför fimmtudagurinn 18.05.2023
Flug
Flug fram og til baka með Play, 1 innrituð taska 20 kg og 10kg handfarangur sem passar undir sætið fyrir framan ykkur
ATH að handfarangur er ekki flugfreyjutaska!
ATH á staðfestingunni ykkar stendur að það er 1 innrituð taska innifalin, en það gæti verið óljóst inni á ykkar síðum. En allir eru með eina innritaða tösku innifalda.
Sjá hér: Farangursreglur Play
Hægt er að innrita sig í flugið á MyPLAY 24 klst fyrir brottför, það á einnig við heimförina. Þá er hægt að bóka sæti og eða bæta við farangri gegn greiðslu. ATH stofna þarf aðgang til að geta tékkað sig inn annars er hægt að tékka sig inn á flugvellinum og setja fólk saman í sæti.
ATH einhverjir hnökrar geta komið upp þegar þið tékkið ykkur inn á netinu þar sem bókunin er hópabókun en hjón eru saman í bókun og saman í sætum en til að tryggja það þarf að kaupa sæti ef maður vill ekki kaupa sæti þá þarf að tékka sig in í KEF ef það gengur ekki þá biðja flugþjóna um aðstoð eða kollega að færa sig.
Flug - 18.05.2023
Brottför frá Keflavík kl. 05:45 áætluð lending í Berlín BER kl. 11:20
Um borð er sala á matvælu og drykkjum.
Grímunotkun um borð er valkvæð, sjá HÉR
Rúta á flugvellinum
Rútan sækjir ykkur á flugvellin til að fara með ykkur á hótelið.
Inga fararstjóri bíður fyrir utan komusalinn og fylgir ykkur að rútunni sem verður staðsett fyrir utan flugstöðvarbygginguna í rútustæðunum
Rútubílstjóri:
Símanúmer:
neyðarnr.
Ekki þarf að vera með grímu í rútunni á hótelið.
Hótel - Tékk inn
Sana Hotel Berlin **** - Innifalið er morgunverður, city tax og wifi.
Tékk inn á hótelinu er kl 15:00 og áætlað er að við komum um kl 14 á hótelið. Ef þið viljið bruna strax í bæinn þá getur hótelið geymt farangur ykkar og þið svo tékkað ykkur inn þegar þið komið aftur upp á hótel.
Fararstjórn - Lobbý Þjónusta
Fararstjóri er Þóra Sævarsdóttir +354 8961996 og Ingibjörg Ívarsdóttir +49 163 8795978
Þóra Sævarsdóttir verður í lobbý hótelsins 19.5 og 20.5 kl:
COVID - Grímur
Endilega takið eina grímu með. Ekki þarf að nota grímur á hótelinu. Berlín er ennþá með einhverjar takmarkanir í einstaka tilfellum, á sjúkrahúsum, og í almennings samgöngum (lestum og strætóum).
Föstudagur 19.05.2023 - Hjólatúr í BerlínMæting í Lobbyinu kl 09:45Hjólatúr hefst frá hóteli kl.10:00
Föstudagur 19.05.2023
Sameiginlegur kvöldverður
19:00- 00:00
Í veislusal hótelsins ,
19:00 - Fordrykkur
Kvöldverður hefst kl. 19:30
Fyrirfram ákveðinn matseðill hefur verið valinn fyrir hópinn.
Dj Danni Deluxe sér um að skemmta veislugestum eftir mat
Ákveðnir drykkir eru innifaldir til kl 23:00 eftir það eru þeir til sölu á barnum.
Rauðvín og hvítvín, bjór, gos og djúsar.
Skemmtið ykkur vel!
Heimför Sunnudaginn 21.05.2023
Hittingur í Lobbý - 8:15
Tékka þarf út fyrir kl. 08:15
á brottfaradegi.
Hittingur í lobbyi kl. 08:15, rútan leggur af stað 08:30
uppá flugvöll. -Terminal 1
Ekki þarf að nota grímu í rútunni.
Passa að það tekur tíma að tékka sig út af hótelinu og gera upp, gott er að gera það kvöldinu áður.
Flug - Sunnudaginn 21.05.2023
Heimför sunnudaginn 21.05. 2023 flug frá Berlín kl. 12:10 og lent í Keflavík 13:55
Grímunotkun um borð er valkvæð.
Flug
Flug fram og til baka með Play, 1 innrituð taska 20 kg og 10kg handfarangur sem passar undir sætið fyrir framan ykkur
ATH að handfarangur er ekki flugfreyjutaska!
ATH á staðfestingunni ykkar stendur að það er 1 innrituð taska innifalin, en það gæti verið óljóst inni á ykkar síðum. En allir eru með eina innritaða tösku innifalda.
Sjá hér: Farangursreglur Play
Hægt er að innrita sig í flugið á MyPLAY 24 klst fyrir brottför, það á einnig við heimförina. Þá er hægt að bóka sæti og eða bæta við farangri gegn greiðslu. ATH stofna þarf aðgang til að geta tékkað sig inn annars er hægt að tékka sig inn á flugvellinum og setja fólk saman í sæti.
ATH einhverjir hnökrar geta komið upp þegar þið tékkið ykkur inn á netinu þar sem bókunin er hópabókun en hjón eru saman í bókun og saman í sætum en til að tryggja það þarf að kaupa sæti ef maður vill ekki kaupa sæti þá þarf að tékka sig in í KEF ef það gengur ekki þá biðja flugþjóna um aðstoð eða kollega að færa sig.
Ekki er þörf á forskráningu fyrir eða við komuna til Íslands. Þá er ekki þörf á að framvísa vottorði við byrðingu eða við komuna.
Góða ferð.
Hvað er hægt að gera í Berlín
Sjónvarpsturninn á Alexander Platz, hæsti í Evrópu sem hægt er að heimsækja
Panoramapunkt Berlín, útsýnisstaður
Hjólatúr um Berlín með íslenskri leiðsögn
Nytsamar upplýsingar
Veitingastaðir
Fjöldi veitingastaða eru í göngufæri frá hótelinu, tyrkneskir, ítalskir, indverskir, japanskir, þýskir sem og góð grillhús. Alltaf gott að bóka fyrirfram.
500m frá hótelinu er gatan Meinekestraße þar eru fjölmargir góðir veitingastaðir, t.d. frábær Japanskur est
Fyrir þá sem vija bara það besta þá mæli Michelin með þessum stöðum í Berlín sjá HÉR
Vinsælar veitingakeðjur eru líka i göngufæri eins og Vapiano, Starbucks, McDonalds og Burger King.
Hjól og Rafskutlur
Skemmtilegur ferðamáti til að kynnast borginni og anda að sér borgarloftinu.
Hjólaleigur eru víða og mjög auðvelt er að leigja hjól.
Einnig eru rafskutlur út um allt. Helstu rafskutluleigurnar eru Lime, Vio, Bird, Tier og Circ.
Hjólastígar eru um allt og meðfram götunum og fylgja þarf almennum umferðarreglum.
Neyðarnúmer í Berlín
112 er neyðarnúmerið í Þýskalandi.
Uber & Taxi & U-Bahn
Í Berlín er hægt að velja um ýmsan samgöngumáta, Uber, Bolt eða Taxi. Uber er aðeins ódýrari, munið bara að hlaða niður Uber eða Bolt appinu áður.
S og U neðanjarðarlestarkerfið, frekar einfalt að nota bæði í gegnum google maps og hægt að spyrja fararstjóra.
Mælum líka með lestarappinu BVG Tickets fyrir lestarkerfið, þar er hægt að kaupa miða í símanum.
Skemmtilegt að gera
Veistu ekki hvað þú átt að gera í Berlín og ert búin/n að sjá öll minnismerkin og búinn að fara á Check Point Charlie safnið, þá gæti þessi síða hjálpað:
Tungumála frasar
Takk! – Danke
Einn bjór takk! - Bitte ein Bier
Hæ! Hallo! eða Grüss Gott
Afsakið! - Entschuldigung
Please! -Bitte
Reikninginn, takk! Die Rechnung bitte.
Talar þú ensku? - Sprechen Sie Englisch (hér er þérað!)
Verð hugmyndir € = ISK
Gengið er um 155kr vs 1€
Bjór 0,5l 4€ - 620 kr. (innlendur)
Cappuchino 3 €- 465kr.
Gosdrykkur 0,33l - 2,3€ - 356 kr.
Vatn 0,33l - 2 € - 310 kr.
Út að borða fyrir 2 - meðalverð 50€ = 7.750kr (með víni)
*heimild numbeo.com
Veðurfar í maí
Vorið er komið í Berlín og orðið hlýtt, meðal hiti maí eru um 15 gráður þó svo að hitinn geti farið alveg upp í 22 gráður. En gott er að hafa góða yfirhöfn með sér.