MBA til Riga
12.05.-15.05.2023 

Hér finnurðu frábæra blöndu af gömlu og nýju. Hér er sjór, hér eru vötn, skógar og óspillt náttúra. Í Lettlandi eru margir smærri bæir en aðeins ein raunveruleg borg, Ríga, höfuðborg landsins.

Á yfirborðinu virðist Riga kannski nokkuð róleg borg, en ef dýpra er kafað má finna fjölbreytta bari, nútímalistasöfn og fleiri áhugaverða staði. Þá má ekki gleyma veitingastöðunum, sem eru margir hverjir á heimsmælikvarða, og bjóða upp á rétti á afar sanngjörnu verði. Borgin er því tilvalinn áfangastaður fyrir hvern þann sem hefur yndi af að njóta ljúffengra veitinga í fögru umhverfi.
Riga er mikil dekurborg, þekkt fyrir að umvefja þá sem sækja heilsulyndir og snyrtistofur borgarinnar í slökun og andlitsböðum, nuddi og notalegheitum á hinum ýmsu snyrtistofum borgarinnar að ógleymdri ESPA heilsulindinni á hótelinu. 
Og svo er nauðsynlegt að prófa klassískt lettneskt bað! Á meðan aðrar þjóðir taka baðmenningu sína alvarlega, kemst engin á sama stað og Lettar, sem halda fast í fornar hefðir og saunaferðir eru þeim sem heilög stund. Svo má einnig finna skemmtileg bjórböð. Lettar eru mikil bjórþjóð, og láta sér ekki nægja að drekka hann sér til ánægju, því það er vinsælt að baða sig upp úr honum líka.

 Brottför - föstudaginn 12.05.2023
Vinsamlega uppfærið þessa síðu reglulega þar sem hún er lifandi og upplýsingar geta breyst. 

Flug

Flug fram og til baka með Air Baltic,
1 innrituð taska 23 kg og handfarangur (max 8kg - 55x40x23cm) 
Ath. handfarangur er ekki flugfreyjutaska!


Flugtímar - 12.05.2023

 Brottför frá Keflavík: föstudaginn 12.05 2023  kl. 12.25. 

Áætluð lending í Riga er kl.19:05

Mæta 2 tímum fyrir flug upp á Keflavíkurflugvöll 

Rúta á flugvellinum

Rúturnar eftir töskuafhendingu eru fyrir utan flugstöðina í rútustæðum og verða með logo  Tripical

Akstur til Riga tekur um 20 mínútur.

Upplýsingar um bílstjórann: Igors Titlovs: +371 26667759
Neyðarnúmer - +37128806076
 


Gisting

Radisson Blu Latvija Conference & Spa **** - Innifalið er morgunverður, city tax og wifi.  

Morgunverður er alla daga frá kl 06:30 - 10:30 og til kl 11:00 um helgar.

Sjá neðar nánar um hótelið.

Tékk inn - tékk út

Tékk inn á hótelinu, allir þurfa að hafa vegabréfiði klárt til að allt gangi hratt fyrir sig.

Tékk út fyrir kl 7:30 á mánudeginum, vinsamlegast gerið upp herbergin ykkar fyrir brottför til að spara tíma. Best að gera kvöldinu áður.

Tíminn í RIGA + 2

ATH tímamismunur milli Íslands og Lettlands eru +3 klst

Neyðarsími Tripical - +354 7732900



 Heimför mánudaginn 15.05.2023

Tékk út

Tékk út fyrir kl 7:30, rútan leggur af stað 8:00 upp á flugvöll. 

Muna að tékka sig út af hótelinu tímanlega, helst gera upp reikninga, ef eitthvað hefur verið skráð á herbergið, kvöldinu áður. Best að gera það kvöldinu áður ef fólk getur.

Neyðarnúmer: +37128806076

Flug - 15.05.2023

Heimför mánudaginn 15.05 kl 10:45 og 
lent í Keflavík 11:40

Flug 

Flug fram og til baka með AirBaltic 1 innrituð taska 23 kg og handfarangurstaska (max 8kg - 55x40x23cm)

Ath. handfarangur er ekki flugfreyjutaska!


Hótelið

****
s: +371 67 772  222

Radisson Blu Latvija Conference & Spa Hotel er 4 stjörnu hótel í hjarta Riga og í göngufæri frá fallega gamla bænum. 
Herbergin eru rúmgóð og með ókeypis WiFi. Öll herbergin eru með minibar og te- og kaffiaðstöðu. Hvert gistirými er með nútímalegt baðherbergi með snyrtivörum, hárþurrku og annaðhvort baðkar eða sturtu.

Á jarðhæðinni er vinsæll bar þar sem er hægt að fá kaffi og samlokur, hann er opinn frá kl 09.00 - 01:00 en eldhúsið til 23:00. 
Á 26.hæð er Skyline barinn sem er opinn frá kl 15:00-02:00 og laugardögum frá kl 12:00-02:00, þar geta gestir notið drykkja, léttra veitinga og þar er frábært útsýni yfir sjóndeildarhring borgarinnar. Í kjallara Hótelsins er svo skemmtistaður sem að er opinn fram á rauða nótt. Það er einnig Casino á hótelinu, ATH að það þarf að skrá sig sérstaklega inn í Casinoið og hafa  með sér vegabréf.
Veitingastaðurinn Esplanade sér um morgunverðinn, er með opið í hádeginu og á kvöldin til 22:30. Þar er boðið upp á alþjóðlega rétti fyrir alla.

Heilsulindin- og heilsumiðstöðin á staðnum, ESPA Riga, er með lúxushönnun, 18 metra sundlaug, gufuböð og eimböð og úrval af heilsulindarmeðferðum fyrir andlit og líkama.

Hótelið fær heildareinkunina 8,7 og 9,5 fyrir staðsetningu. 


Nytsamar upplýsingar

Veitingastaðir sem við mælum með

  • Riviera – Miðjarðarhafs matur
  • COD - japanskur
  • Entresol – Frábær kokkur – góður matur
  • The Catch - sushi
  • Tails - sjávarréttarstaður
  • Italissimo – Miðjarðarhafs matur 
  • Muzuu – er staðsettur í Gamla bæ 

Hjól og Rafskutlur

Skemmtilegur ferðamáti til að kynnast borginni. Hjólaleigur eru víða og mjög auðvelt er að leigja hjól.
Einnig eru rafskutlur út um allt. 

Helstu rafskutluleigurnar eru BOLT, RIDE og SKOK

Neyðarnúmer í Riga

112 er neyðarnúmerið í Lettlandi

Klúbbar & barir í nágrenninu

Daiquiri Riga - theater bar - Vieta wine bar.
Coyote Fly - First - næturklúbbarnir eru flottir
Riga er rík næturklúbbum og skemmtilegum börum. 

Svo er alltaf gott að spyrja móttökuna þau vita hvað er núna best þar sem allt var að opna aftur eftir langan tíma.

Samgöngur

Í Riga er hægt að velja um ýmsan samgöngumáta, leigubílar, tramminn eða strætó.  Það er ekki Uber en það er Bolt.MÆLUM MEÐ AÐ FÓLK HLAÐI NIÐUR APPINU
Hlaupahjólin eru út um allt og er ódýr ferðamáti.
Strætó-arnir eru skemmtilegir og auðveldir, annars er NÁNAST allt í göngufæri.

Skemmtilegt að gera

Veistu ekki hvað þú átt að gera í Riga, kíktu á þessa síðu:  https://www.latvia.travel/en/city/riga-8  

Tungumála frasar

Takk! – Paldies
Einn bjór takk! - viens alus, paldies
Hæ!- Sveiki
Afsakið! - atvainojos
Please! - lūdzu
Reikninginn, takk! - Lūdzu, izsniedziet rēķinu
Talar þú ensku? - vai tu runā angliski

Verð hugmyndir € = ISK

 Gengið er um 154,3 kr vs 1€

Bjór 0,5l  4€ - 617 kr. (innlendur)
Cappuchino 3 €- 460 kr. 
Gosdrykkur 0,33l - 1,5€ - 230 kr. 
Vatn 0,33l - 1,3 €  - 190 kr. 
Út að borða fyrir 2 - meðalverð 40€ = 6.100 kr (með víni)

*heimild numbeo.com

Veðurfar í Apríl/Maí 

Vorið er að detta inn, en gott er að hafa góða yfirhöfn með sér, þó það séu plús gráður þá er getur verið kalt vegna rakans.
Skoðið veðurspár nokkrum dögum fyrir brottför t.d. á yr.no