
til Brugge/Bruges
Gullfalleg og hrífandi smáborg
23. apríl til 26. apríl 2026
Bruges er ævintýralega fögur og býður upp á fjölbreytta skemmtun, veitingastaði í hæsta gæðaflokki, afslappað andrúmsloft og einstaka gleðiríka upplifun.
Bruges rekur ættir sínar aftur til miðalda og þar má finna stórkostlegar byggingar, stræti og torg því til sönnunar. Miðbær borgarinnar er í heild sinni skrásettur á Heimsminjaskrá UNESCO, enda fádæma vel varðveitt minnismerki um forna tíma. Markt
torgið er í hjarta borgarinnar, umkringt miðaldaháhýsum á alla vegu. Einnig er tilvalið að fara upp í Belfort
turninn frá 13. öld, sem veitir víðáttumikið útsýni yfir staðinn. Þá eru ónefnd dásamleg síkin sem liggja um borgina þvera og endilanga. Það er vissulega gaman að ganga meðfram þeim, en jafnvel enn skemmtilegra að fara í siglingu á þeim. Og hvert sem litið er, alls staðar er eitthvað nýtt og spennandi að sjá. Megum við stinga upp á skemmtilegum leik? Á meðan á dvölinni
stendur er hægt að telja hver segir oftast VÁ! Þau eiga eftir að heyrast allnokkrum sinnum, sannið til. Fyrir þau sem elska góð söfn er ýmislegt í boði, eins og listasafnið Groeningemuseum, Historium Bruges, sem er mjög áhugavert safn sem skoðar sögu borgarinnar, og súkkulaðisafnið Choco Story, sem með réttu má teljast einn af girnilegustu áningastöðum borgarinnar. Þegar kemur að veitingum, þarf vart að nefna hið augljósa: Vöfflur, bjór og súkkulaði! Belgía er best í þessu! En auk þess er hér líka mikið úrval veitingastaða þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem um er að ræða dýrindis kræsingar í fínni kantinum, eða ljúffengan götumat í afslöppuðu umhverfi. Þitt er valið.
Hvað er hægt að gera í Bruges?
Basilica of the Holy Blood er glæsileg kirkja með mjög merkilega sögu.
Fyrir þau sem hafa áhuga á fallegum antíkmunum má benda á götuna Laangestraat.
Fullt af búðum þar!
Demantasafnið Diamantmuseum er sannarlega eitthvað fyrir augað.
French Fries safn? Jú, Það er sannarlega til og það er hér í Bruges! Það heitir Frietmuseum.
2BE Beer Wall er algjört möst fyrir allt áhugafólk um bjór. Gúgglið það, finnið það, farið þangað.
Bruges er mjög hjólavæn og auðvelt að leigja sér hjól og skoða borgina á þann hátt.
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Flug fram og til baka með Icelandair, 1 innrituð taska 23 kg og 10kg handfarangur.
Brottför
Brottför frá Keflavík 23.apríl klukkan 07:35 og lent í Brussel klukkan 12:50.
Heimför
Heimför frá Brussel 26. apríl klukkan 13:50 og lent í Keflavík klukkan 15:15.
Gisting
3 nætur á 3/4 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli ca 75 mín
Farastjórn
Einn frábær, skemmtilegur og óendanlega hjálpfús farastjóri frá Tripical.
Tripical sér um allt úti
Árshátíðarkvöldið
Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina
úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt
kvöld
Hvað er hægt að gera úti?
Við getum boðið upp á dagsferðir
úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.
Einnig setjum við upp dagskrá
með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.
Við reddum öllu!
Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynslu
í að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!
Ferðalóttó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út
heppið par/einstakling sem fær óvæntan glaðning frá Tripical í ferðinni
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við bjóðum þeim hópum sem halda árshátíð í gegnum Tripical
frían skemmtikraft til að gera kvöldið ógleymanlegt!
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan*
*Með fyrirvara um að skemmtikrafturinn sé laus þá daga sem árshátíðin er :)
Hótel
****
Radisson Blu Hotel, Bruges er staðsett í Brugge og býður upp á veitingastað, heilsuræktarstöð, bar og sameiginlega setustofu. Öll herbergin eru með flatskjá með gervihnattarásum og sérbaðherbergi. Gististaðurinn er með sólarhringsmóttöku, skutluþjónustu, herbergisþjónustu og ókeypis WiFi.
Herbergin á hótelinu eru búin setusvæði. Allar einingar Radisson Blu Hotel, Bruges eru með loftkælingu og fataskáp.
Morgunverðarhlaðborð er í boði daglega á gististaðnum.
Radisson Blu Hotel, Bruges býður upp á verönd.
Áhugaverðir staðir í nágrenni hótelsins eru meðal annars Brugge-tónlistarhúsið, Beguinage og Minnewater. Næsti flugvöllur er Ostend - Bruges-alþjóðaflugvöllurinn, 25 km frá Radisson Blu Hotel, Bruges.
Heildareinkunn 8,1 og 8,3 fyrir staðsetningu á booking.com.
Verðin
149 990 kr
á mann í tvíbýli
40 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
-staðfest verð-***
Martin's Brugge er 3 stjörnu úrvalshótel sem er staðsett beint fyrir aftan fræga klukkuturninn Belfort van Brugge frá 13. öld og 50 metra frá aðalmarkaðstorginu. Hótelið er með verönd og kokteilbar og öll herbergin eru með flatskjá. Einkabílastæði eru í boði á staðnum, háð framboði.
Herbergin á Martin's Brugge eru með loftkælingu, skrifborð og ókeypis WiFi. Herbergin eru einnig með ríkulegar innréttingar og sum herbergin státa af upprunalegum einkennum á borð við viðarbjálka.
Gestir snætt rétti sem sækja innblástur í hefðir svæðisins og eru búnir til úr hráefni frá svæðinu á borð við fisk frá belgísku ströndinni. Á daginn er framreitt fjölbreytt úrval af léttum máltíðum og snarli.
Lestarstöðin í Brugge er í 15 mínútna göngufjarlægð frá Martin's. Bourgogne de Flandres-brugghúsið er staðsett fyrir aftan hótelið og Beguinage er í 10 mínútna göngufjarlægð. Gistirýmið er einnig í aðeins 20 metra fjarlægð frá safninu Museum-Gallery XPO Salvador Dali.
Heildareinkunn 8,1 og 9,6 fyrir staðsetningu á booking.com.
Verðin
149 990 kr
á mann í tvíbýli
50 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
****
Grand Hotel Casselbergh býður upp á sögulega eiginleika og nútímalega aðstöðu í Brugge, 270 metrum frá Grote Markt. Þetta 4 stjörnu hótel býður upp á ókeypis Wi-Fi Internet og vellíðunaraðstöðu í 16. aldar kjöllurum.
Flatskjásjónvarp með kapalrásum, minibar og te/kaffiaðstaða eru til staðar í loftkældu herbergjunum á Grand Hotel Casselbergh. Sum herbergjanna eru í gamla hluta hússins á meðan önnur eru í nútímaálmunni.
Casselbergh er í 15 mínútna göngufjarlægð frá Beguinage og De Halve Maan brugghúsinu. Bruges lestarstöðin er í 20 mínútna göngufjarlægð.
Í heilsulindinni er tyrkneskt bað, tyrkneskt bað og tyrkneskt bað. Það er líka líkamsræktarstöð og úrval af afslappandi nuddmeðferðum er í boði.
Stórt hlaðborð með hrærðum eggjum, beikoni og kökum er borið fram í glæsilega morgunverðarsalnum. Það er líka bar með upprunalegum einkennum, þar á meðal arni.
Heildareinkunn 9,2 og 9,6 fyrir staðsetningu á booking.com.
Verðin
169 990 kr
á mann í tvíbýli
50 000 kr
aukagjald í einbýli
Verðin miðast við minnst 90-100 manns, hótel og flug hafa ekki verið tekin frá og mun endanlegt verð liggja fyrir þegar búið er að velja dagsetningu og hægt er að bóka hópinn.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!
Skoða umsagnir