Til Tenerife
Tan og endalaus gleði á Tene!
4-11 mars & 7-14 mars 2026
Tilboðið miðast við 80 manns og gengi dagsins gildir til 21.11. 2025
Tenerife er afar vinsæll áningarstaður hjá sólarþyrstum, og ekki að ástæðulausu. Þar eru strendurnar fallegar, sjórinn hreinn og hlýr, alltaf bongó blíða, íbúar eyjunnar næs, og hellingur af fjölbreyttri og skemmtilegri afþreyingu. Tenerife klikkar ekki!
Eyjan var á árum áður fátækleg bananarækt, allt þar til á 6. áratug síðustu aldar að ákveðið var að nýta einstaka veðursæld hennar og fagra náttúru fyrir ferðaþjónustu. Hótel voru byggð og veitingastaðir opnuðu. Þetta var ansi fín ákvörðun, því þar hefur verið mikið um að vera æ síðan. Bæir hafa stækkað, hótelum fjölgað og ýmis konar afþreying bæst við til að gera heimsókn til eyjunnar sem skemmtilegasta. Þar er nefnilega heilmargt að gera, fyrir þá sem ekki hafa endalausa þolinmæði í sólböð og strandagleði. Þá nýtur Tenerife ákveðinna sérréttinga í skattlagningu, sem gerir að verkum að þar er bæði tóbak og áfengi mun ódýrara en annars staðar í Evrópu. Það fussar enginn við því!
Tenerife er sannkölluð paradísareyja. Þar finnurðu þéttvaxna skóga og litríka náttúru með hinu fjölskrúðugasta dýralífi. Hér hefurðu auk fagurra stranda, gyllta eyðimerkursanda og tignarlegustu fjöll. Þar á meðal er hið stórbrotna eldfjall El Teide, sem rís tæpa 4000 metra frá sjávarmáli, og býður gestum upp á toppinn með þar til gerðum kláfum. Um skeið var boðið upp á ferðir ofan í gýg fjallsins, en því hefur nú verið hætt af öryggisástæðum. Heimsókn á fjallið er þó vel þess virði, því útsýnið þaðan er alveg einstakt.
Suðurhluti eyjunnar er tileinkaður almennri ferðaþjónustu, en sé farið á norðurhlutann má finna meira af grænum svæðum, þar er menningin meira lókal og þú færð spænskar hefðir og venjur beint í æð.
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Beint flug með Icelandair
til og frá Tenerife með 23 kg tösku og handfarangri
Flug út
Brottför 1 Icelandair 40 sæti:
Frá Keflavík 4. mars kl. 10:00, lent kl. 15:25 á Tenerife
Brottför 2 Icelandair 40 sæti:
Frá Keflavík 7. mars kl. 09:30, lent kl. 14:55 á Tenerife
Flug heim
Heimför 1 Icelandair 40 sæti:
Frá Tenerife 11. mars kl.16:25 og lent á Keflavík kl 21:55.
Heimför 2 Icelandair 40 sæti:
Frá Tenerfife 14. mars kl.15:55 og lent á Keflavík kl 21:25.
Gisting
7 nætur
á hóteli miðsvæðis. Innifalið er morgun-verður, wi-fi og citytax.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli á Tenerife
Hægt að bæta við Fararstjórn
Sé þess óskað
- gegn gjaldi
Hvað er hægt að gera á Tenerife
Viltu kafa? Tenerife er þekkt fyrir úrval af köfunarferðum af öllum stærðum og gerðum, fyrir vana sem óvana
Loro Parque Zoo
er skemmtilegur dýragarður með alls kyns sýningum
Parque Rural de Anaga, er frábært svæði fyrir góðar gönguferðir. Fullt af leiðum, fallegt umhverfi og frábært útsýni
Masca
dalurinn er vinsæll áningarstaður, sökum fegurðar
Siam
vatnagarðurinn er risastór og stútfullur af skemmtilegum rennibrautum og veitingastöðum
Ron Miel, er romm með hunangi út í og afar svalandi ískalt í klaka
Hótel
H10 Gran Tinerfe****
H10 Gran Tinerfe er staðsett við ströndina í Adeje og býður upp á beina aðkomu að sandströndinni, sólríka verönd og gróskumikinn garð. Gestir njóta stórkostlegs sjávarútsýnis og geta slakað á við útisundlaug sem er opin allt árið. Herbergin eru rúmgóð og þægileg, með loftkælingu, sérbaðherbergi, svölum og ókeypis WiFi. Þar má einnig finna minibar, skrifborð og flatskjásjónvarp sem gerir dvölina enn þægilegri.
Á hótelinu er veitingastaður sem býður upp á hádegis- og kvöldverð, auk bars sem skapar afslappað andrúmsloft. Afþreyingarteymi skipuleggur skemmtilega viðburði og spilavíti býður upp á spennandi afþreyingu. Í nágrenninu er Bobo-strönd í aðeins þriggja mínútna göngufjarlægð, Aqualand í um eins kílómetra fjarlægð og Siam Park í tólf mínútna göngufjarlægð. Tenerife South flugvöllur er um 20 kílómetra í burtu, sem gerir staðsetninguna bæði þægilega og aðgengilega.
Hótelið fær heildareinkunina 8,4 og 9,1 fyrir staðsetningu á booking.com
Verð
319.990 kr
á mann í tvíbýli
429.990 kr
á mann í einbýli
Hótel
Kn Hotel Arenas del Mar Adults only
****
****
Þetta glæsilegt hönnunarhótel, eingöngu fyrir fullorðna, stendur við Jaquita-ströndina og býður upp á rólega og afslappandi stemningu með stórkostlegu útsýni yfir hafið. Á hótelinu er útisundlaug og bar þar sem gestir geta notið drykkja í sólinni, auk vel búinnar heilsulindar sem býður upp á endurnærandi meðferðir gegn aukagjaldi.
Hér er allt til alls fyrir þá sem vilja njóta – stór verönd, fallegur garður og líkamsræktaraðstaða. Veitingastaðir hótelsins bjóða upp á fjölbreytta rétti, allt frá girnilegum hlaðborðum til ferskra fiskrétta með kanarískum blæ, og á sundlaugarbarnum er hægt að fá ferska safa, snarl og kokteila. Á verönd Café Babor opnast útsýni yfir Medano-flóann, fullkomið til að njóta kvöldsins.
Kvöldin á hótelinu eru lífleg með skemmtidagskrá og sýningum, en svíturnar bjóða upp á þægindi og stíl – sérsvalir, hjónarúm, svefnsófi og baðherbergi með hárþurrku. Þetta er staðurinn fyrir þá sem vilja slaka á, njóta og upplifa Tenerife á sínum besta hátt.
Hótelið fær heildareinkunina 7,6
og 8,2
fyrir staðsetningu á booking.com
Verð
239.990 kr
á mann í tvíbýli
272.990 kr
á mann í einbýli
Hótel
Iberiostar Sesection Sábila - adults only
*****
*****
Upplifðu lúxus og frábæra þjónustu á Iberostar Selection Sábila
Hótelið er staðsett við Fañabe-ströndina á Costa Adeje á Tenerife og býður upp á stórar, grænar garðsvæði og frítt WiFi um allt hótelið.
Öll herbergi eru með svalir og sérbaðherbergi með hárþurrku, auk sjónvarps.
Á hótelinu er glæsileg veitingastaðaaðstaða með hlaðborði og úrvali af börum – þar á meðal lobby-bar með verönd og sundlaugarbar sem býður upp á snarl og drykki. Á staðnum er einnig „gourmet market“ sem býður upp á einstaka matarupplifun með lifandi tónlist.
Gestir geta nýtt sér líkamsræktaraðstöðu og Spa Sensations sem býður upp á heilsu- og fegrunarmeðferðir ásamt spa-hringrás.
Hótelið er aðeins í 10 mínútna göngufjarlægð frá Puerto Colón, svæði fullt af veitingastöðum, börum og skemmtistöðum. Tenerife South flugvöllur er í um 20 mínútna akstursfjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunina 9,1
og 9,2
fyrir staðsetningu á booking.com
Verð
319.990 kr
á mann í tvíbýli
459.990 kr
á mann í einbýli























