
Til Lake Como8. - 11. október 2026Tilboðið miðast við 100 manns og gengi dagsins gildir til 29.10.2025
Það hefur ávallt fylgt Como vatni á Norður-Ítalíu viss glæsileiki, elegans og smekkleg-heit. Töfrandi staður með glæsta sögu sem nær allt til tíma Rómarveldisins.
Como er þriðja stærsta vatn Ítalíu, og einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Vatnið hefur allt frá tímum Rómverja verið vinsæll dvalarstaður ríkra auðmanna. Á endurreisnartímanum risu þar miklar glæsi-byggingar sem sumar hverjar standa enn og eru opnar almenningi til að skoða, dást að og njóta. Umhverfis vatnið eru lítil þorp og bæir sem allir eiga sína sögu og sjarma, og þar á bak við stíga tignarleg fjöll til himins og sveipa umhverfið ævintýralegum blæ. Sjálft vatnið kristaltært er sjónarspil út af fyrir sig, og æðisleg umgjörð fyrir hina fullkomnu siglingu. Þannig geta gestir t.a.m. tekið ferju
milli þorpanna, og sem dæmi skoðað bæinn Bellagio
(oft kallaður ,,perlan“), gengið þar þrönga stíga og skoðað blómlega garða. Glæsihúsin eru mörg, en til dæmis hægt að mæla með heimsókn í Villa Carlotta sem er einstök bygging frá 17.öld sem nú hýsir safn af sígildum og sögufrægum listaverkum. Þá eru stórkostlegar kirkjur ófáar við vatnið, sem dæmi má nefna hina mögnuðu barokk kirkju heilags Jakobs. Svo má líka gleyma sér í verslunarferðum eða taka góða slökun á ströndinni. Como vatn dekstrar þig á þann hátt sem þú hefur ekki upplifað áður.
Hvað er hægt að gera við Como-vatn?
Viltu góða gönguferð? Sentiero del Viandante
er merkt gönguleið meðfram vatninu.
Viltu létta fjallgöngu? Í fjöllunum kringum vatnið er mikill fjöldi gönguleiða, og útsýnið engu líkt!
Viltu versla? Í bænum Como er úrval verslana og veitingastaða.
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Beint Flug með Icelandair, innifalin taska allt að 20kg og 10kg handfarangur
Flogið út
Brottför fimmtudaginn 8. október kl 09:00 og áætluð lending í Milano er kl 15:10
Flogið heim
Heimför sunnudaginn 11. október kl 16:20 frá Milano til Keflavík og lent um kl 18:35
Gisting
3 nætur á hóteli, morgunverður innifalinn, wifi og borgarskatturinn
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli ca 45 mín akstur
Farastjórn
Einn skemmtilegur
Tripical fararstjóri fylgir frítt með hópnum.
Tripical sér um allt úti
Árshátíðarkvöldið
Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina
úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikraftar
og búa til ógleymanlegt
kvöld
Hvað er hægt að gera úti?
Við getum boðið upp á dagsferðir
úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.
Einnig setjum við upp dagskrá
með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.
Við reddum öllu!
Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynslu
í að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!
Ferðalóttó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppið par sem fær óvæntan glaðning frá
Tripical í ferðinni
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni.
Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Hótel
****
Sheraton Lake Como Hotel er í stórum garði við strönd Como-vatnsins og býður upp á upphitaða útisundlaug sem er opin hluta af árinu, ókeypis líkamsræktarstöð sem er opin allan sólarhringinn og vellíðunarsvæði með heitum potti. Cernobbio er í 1,5 km fjarlægð.
Glæsileg, loftkæld herbergin eru rúmgóð og innréttuð með ítölskum húsgögnum. Öll eru þau með minibar og 48 tommu LED-sjónvarp með gervihnattarásum. Sum herbergin eru með marmarabaðherbergi og parketgólfi.
Morgunverðurinn á þessu 4-stjörnu hóteli er sætt og bragðmikið hlaðborð sem samanstendur af nýbökuðu brauði og kökum, ásamt úrvali af lífrænum mat.
Gestir geta valið á milli 3 veitingastaða á gististaðnum: óformlega veitingahússins Kincho sem er opið allan daginn og þar sem vinsælt er að fá sér fordrykki á kvöldin, ítalska veitingstaðarins Gusto og fína veitingastaðarins Kitchen sem hefur hlotið Michelin-stjörnu.
Hótelið er í aðeins 5 mínútna akstursfjarlægð frá bæði Lago Di Como-afreininni á A9-hraðbrautinni og svissnesku landamærunum.
198 990 kr
Á mann í tvíbýli
275 990 kr
auka fyrir einbýli
Hótel
NH Lecco Ponterecchio****
NH Lecco Pontevecchio býður upp á útsýni yfir Como-vatn, sem er 100 metra í burtu. Gististaðurinn er í 5 mínútna göngufjarlægð frá sögulegum miðbæ Lecco, og í 10 mínútna göngufjarlægð frá lestarstöðinni. Boðið er upp á herbergi með klassískum innréttingum, ókeypis WiFi, gervihnattasjónvarpi og minibar.
Herbergin eru skreytt með hlutlausum litum. Þau eru með loftkælingu og sérbaðherbergi með hárþurrku.
Á Pontevecchio er veitingastaður sem framreiðir svæðisbundna og þjóðlega matargerð. Morgunverðarhlaðborð er borið fram í glæsilegu herbergi með viðargólfum.
Á hótelinu er einnig hægt að leiga rafmagnsreiðhjól og þar er einnig reiðhjólaherbergi sem er með aukaaðstöðu á borð við reiðhjólapumpu og verkfærum fyrir reiðhjólaviðgerðir.
Hótelið er 11 km frá Lecco-golfklúbbnum, en aðalhöfnin er 5 km frá hótelinu. Svæðið er tilvalið fyrir gönguferðir og hjólreiðar.
Hótelið fær heildareinkunn 8,5
og 8,7
fyrir staðsetningu á booking.com
169 990 kr
Á mann í tvíbýli
219 000 kr
auka fyrir einbýli
ATH.Boðið er upp á að velja á milli hótela sem skoða má hér að ofan. Ef einhverra hluta vegna það gerist að hótelið sé ekki í boði finnum við sambærilegt hótel á svipuðum stað.Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!
Skoða umsagnir













