
Ævintýraferð til Andorra
29. febrúar til 3. mars 2024
Andorra er rétt um 480 ferkílómetrar að stærð og þar búa 78 þúsund
manns. Stærðin er svona eins og Reykjavik, Kópavogur og Garðabær til samans. Hægt er að ganga í kringum Andorra á 5 dögum!
Þótt íbúatala Andorra sé ekki há er alltaf mikið um að vera í þessu sjarmerandi fjallalandi. Þangað koma árlega um þrjár og hálf milljón ferðamanna og dvelja til lengri eða skemmri tíma, fyrir utan fjölda gesta frá nágrannaríkjunum Frakklandi og Spáni, en þaðan koma á hverju ári um 5 milljónir manns í styttri dagsferðir. Ferðaiðnaðurinn er allra stærsta tekjulind þjóðarinnar og hann einkennist í öllu af mikilli fagmennsku og gæðum. Andorra býður upp á stórkostlega aðstöðu til fjölbreyttrar útivistar svo sem gönguferðir, náttúruskoðun og skíðaiðkunar enda umhverfið og útsýnið tilkomumikið og magnað.
Sólríkar hlíðar Andorra lúra milli Spánar og Frakklands. Svæðið á sér langa sögu í þjónustu við ferðamenn allt árið um kring og er án efa einn heppilegasti áfangastaðurinn fyrir blandaða hópa. Við förum frá nyrstu höfuðborg í heiminum að hæstu höfuðborg Evrópu. Dagskráin er svo sniðin að þörfum allra sem vilja hafa gaman. Náttúrufegurðin, girnilegur matur, töfrandi viðmót heimafólks, hagstætt veður og lágt verðlag (skattfrjálst) gera dvölina ógleymanlega.
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Áætlunarflug með Play til og frá Barcelona með innritaðri 20 kg tösku
og litlum persónulegum hlut/tösku. (5kg).
Flogið út
Brottför 29. febrúar 2024 frá Keflavík kl: 15:50 og lent í Barcelona kl: 21:10.
Flogið heim
Heimför 3. mars 2024 frá Barcelona kl: 21:50 og lent í Keflavík kl: 01:30.
Gisting
3 nætur á 4ra stjörnu hótelinu Hotel Starc by Pierre & Vacances með morgunverði.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli.
Farastjórn
Tveir skemmtilegir og og óendanlega hjálpfúsir fararstjórar frá Tripical.
Hvað er hægt að gera í Andorra
Notaðu tækifærið og smakkaðu rétti heimamanna, eins og trinxat
og escudella, bæði gómsætir pottréttir.
Caldea Spa
er ein af stærstu heilsulindum Evrópu. Frábær staður til að slaka á!
Naturlandia er vinsæll ævintýragarður sem býður upp á afþreyingu eins og zip-line, rennibrautaferðir og dýraskoðun.
Mótorhjólasafnið Carmen Thyssen
er mjög töff. Þar má skoða safn af vintage mótorhjólum.
Ef þig langar að prófa paragliding, þá er Andorra stórkostlegur staður fyrir þess háttar.
Casa de la Vall er glæsileg 16. aldar bygging sem vert er að skoða.
Andorra la Vella liggur í dal með skógiþöktum hlíðum sem tilvalið er að ganga um. Settar verða upp gönguferðir frá hótelinu með leiðsögn.
Sérstakar óskir - Ekki hika við að senda okkur línu ef það er eitthvað sérstakt sem ykkur langar til að gera og við athugum málið.
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðning frá Tripical.
Áætluð dagskrá dagsferða og árshátíðar
Fimmtudagurinn 29. febrúar
Fyrir hádegi:
- Pakka fyrir ferðina, þeir sem ekki eru búnir að því :)
Eftir hádegi:
- Flogið til Barcelona
- Rúta frá flugvelli að hóteli
- Innritun á hótelið
Föstudagurinn 1. mars
Fyrir hádegi:
- Andorra City tour með leiðsögn
- Rúta upp að skíðasvæði
Eftir hádegi:
- Vínsmökkun
- Rúta frá skíðasvæði að hóteli
Laugardagurinn 2. mars
Fyrir hádegi:
- Magic Gliss ævintýrapakki
- Rúta upp að skíðasvæði
Eftir hádegi:
- Árshátíðar partý
Sunnudagurinn 3. mars
Fyrir hádegi:
- Caldea Spa
- Rúta upp að skíðasvæði
Eftir hádegi:
- Rúta frá skíðasvæði að hóteli
- Slökun og heimferð
Árshátíðar partý
Kokteilpartý á hótelinu
Laugardaginn 2. mars frá 18:00 til miðnættis verður árshátíðar partýið haldið á hótelinu þar sem boðið verður upp á kokteil matseðil og drykki.
Dagskráin:
18:00 - 19:00
Fordrykkur
19:00 - 21:00
Kokteil matseðill borinn fram
21:00 - 22:00
Skemmtiatriði frá skemmtilegustu nefndinni í fyrirtækinu
22:00 - 00:00
DJ tekur völdin og heldur uppi stuðinu.
Einstök upplifun
Magic Gliss - Ævintýrapakki
Quickflight pakkinn kostar 9.990 kr. en innifalið í honum er:
- 3 ferðir í Magic Gliss sleðabrautinni og ein þeirra er með sýndarveruleika gleraugum.
- 1 ferð sitjandi í zip - line
- Quickflight, 7 metra fall úr turni þar sem þið eruð föst í beisli.
- Passi inn á Grandvalaria svæði.
Hópferð á laugardeginum 2. mars frá 09:15 til 13:15
Spa
Caldea Spa
Caldea spa er staðsett í um 10 mín göngufæri frá hótelinu þar sem boðið er upp á meðferðir sem og aðstöðu til að slaka á í öllum tegundum lauga.
Aðgangur í heilsulindina kostar 5.990 kr. á mann.
Hægt er að skoða þrívíddar ferðalaga um aðstöðu þeirra hér: 3-D ferðalag
Hópferð á sunnudeginum 3. mars frá 10:00 til 12:00
Verslun
Enginn virðisaukaskattur!
Það er tilvalið að versla í Andorra þar sem enginn skattur er lagður á vörurnar í Andorra.
Upplýsingar sem gott er að hafa þegar verslað er í Andorra:
Verslunarmiðstöðvar í Andorra:
Skíði
Grandvalira er skíðasvæðið austan við Andorra la Vella en við munum fara upp frá bænum Encamp en þar eru um 14 skíðabrautir sem hægt er að renna sér niður. Einnig er möguleiki að taka kláf yfir á aðra staði á svæðinu sem opnar á fleiri staði til að skoða. Boðið verður upp á rútu til og frá skíðasvæðis sem er innifalið í verðunum.
Skíðapassar:
Hálfur dagur: 10.990 kr. á mann
Heill dagur: 12.990 kr. á mann
2 dagar: 20.990 kr. á mann3 dagar: 29.990 kr. á mann
Skíði, skór og stafir:
1 dagur: 5.990 kr.2 dagar: 8.990 kr.
Skíði og stafir:
1 dagur: 4.990 kr.
2 dagar: 6.990 kr.
Hjálmur:
1 dagur : 990 kr.
2 dagar: 1.690 kr.
Gönguferðir og fræðsla
Andorra City tour með leiðsögn
Einka leiðsögn um menningu og sögu Andorra sem mun taka um hálfan daginn eða 4 klst.
Náð verður í þá sem fara í þessa ferð á hótelinu um 9 um morgun þann 1. mars og keyrt að þekktum gönguleiðum þar sem leiðsögumaður fer yfir sögu staðarins.
Verð: 6.990 kr. á mann. (föstudaginn 1. mars í 4 klst. frá klukkan 09:30 og áætlaður tími til baka á hótelið er 13:30)
Vínsmökkun
Boðið verður upp á vínsmökkun en hún mun fara fram eftir hádegi þann 1. mars og taka um 2 klst.
Bragðað verður á 4 vínum með pörun á brauði og ostum.
Vínráðgjafi (sommelier) frá vínekrunni mun fara yfir vínin með ykkur.
Hámarksfjöldi í hvora þessa ferða er 30 manns.
Verð: 9.990 kr. á mann. (föstudaginn 1. mars eftir hádegi)
Fyrri ferð er klukkan 14:00 til 16:00.
Seinni ferð er klukkan 16:30 til 18:30.
Unnið verður að því að hægt sé að fara í bæði Andorra City Tour og vínsmökkun sama daginn.
Leiðir sem hægt er að fara án leiðsagnar
1. Cami Ral and Rec del Solá
Upphafsstaður: La Massana
Vegalengd: 6,72 km
2. Tomb del Turer
Upphafsstaður: Ordino (carrer del Turer)
Vegalengd: 3,35 km (hringur)
3. Ruta del Ferro
Upphafsstaður: Llorts
Vegalengd: 4,2 km
Þetta er góð gönguleið til að læra sögu Andorra.
4. La Massana to Cortais de Sispony
Upphafsstaður: La Massana
Vegalengd: 8,2 km (hringur)
Hótel
****
Hotel Starc by Pierre & Vacances Premium er staðsett á besta stað í miðbæ Andorra la Vella og býður upp á loftkæld herbergi með ókeypis WiFi, einkabílastæði og herbergisþjónustu. Gististaðurinn er með bar og veitingastað sem framreiðir Miðjarðarhafsmatargerð. Naturlandia er í 16 km fjarlægð og Meritxell-helgistaðurinn er 9 km frá hótelinu.
Gestir á Hotel Starc by Pierre & Vacances Premium geta notið afþreyingar í og í kringum Andorra. la Vella, eins og gönguferðir, skíði og hjólreiðar.
Estadi Comunal de Aixovall er 2,3 km frá hótelinu, en Golf Vall d'Ordino er 7,5 km í burtu. Næsti flugvöllur er Andorra-La Seu d'Urgell-flugvöllur, 26 km frá Hotel Starc by Pierre & Vacances Premium.
Hótelið fær heildareinkunn 9,1 og 9,8 fyrir staðsetningu á booking.com.