FÍV til Kraká  
14.-17.05.2023

Borgin Kraká er af mörgum talin ein sú fallegasta í Evrópu og situr alla jafna á toppnum yfir áhugaverðustu áfangastaði í heiminum.  Saga, menning, matur og hagstætt verðlag einkenna borgina.

Kraká stendur við árbakka Vistulu, og sögu hennar má rekja aftur til sjöundu aldar! Fornar sagnir segja frá því hvernig borgin óx og dafnaði eftir frækilegan sigur á miklum dreka sem bjó í helli í nágrenninu og hrelldi og drap íbúa með reglulegum heimsóknum. Hvað sem hæft er í þeim lysingum, er það staðreynd að goðsagnakennt og seiðmagnað andrúmsloft svífur yfir þessari mögnuðu borg. Wawel kastalinn er eitt af stærri nafnspjöldum borgarinnar, sem og gamli bærinn með sínum aldagömlu kirkjum og áhugaverðu söfnum. Þá má ekki gleyma hinu mikla Rynek Główny, sem er hvorki meira né minna en stærsta markaðstorg Evrópu. 

Gamli bærinn í Kraká er eitt af friðarsvæðum UNESCO. Það er ekki að ástæðulausu og við mælum hiklaust með skoðunarferð þangað. Þar má finna hundruði veitingastaða og helling af börum og klúbbum. 
Íbúafjöldi er 760.000 en hafa ber í huga að um það bil 8 milljónir búa í 100km radíus í kringum borgarmörkin. 
Borgin er þekktust fyrir glæsileika sinn, stórbrotna sögu og menningu, en meiri ró er yfir næturlífi hennar. Kraká er fullkomin borg til þess að slaka á, ganga í rólegheitum um götur og hverfi og leyfa skilningarvitunum að draga þig frá hversdagslegu amstri yfir í núið.

Hvað er hægt að gera í Kraká

Röltu um og skoðaðu Kazimierz gyðingahverfið
Verksmiðja Oskars Schindler er mögnuð
Skoðaðu Saltnámurnar, ef þú þorir en þær eru neðanjarðar
Heimsæktu Wawel kastalann og stærsta markaðstorg Evrópu Rynek Glowny
Gamli bærinn er, eins og sagt er, algjört möst!
Stutt er að fara til Auschwitch-Birkenau

 Almennar upplýsingar 
Ps. Vinsamlega uppfærið þessa síðu reglulega þar sem hún er lifandi og upplýsingar geta breyst! 

Flug
Bókunarnr: IIRBJQ og GW6VVB

Beint flug með WIZZ Air í áætlunarflugi. 20 kg innrituð taska og 10 kg handfarangur 40 x 30 x 20 cm (Bakpoki sem verður að komast undir sætið fyrir framan ykkur). 

Nánari upplýsingar um töskustærðir hjá WIZZ sjá hér

Brottför

 Brottför sunndaginn 14.05.2023 kl. 08:40 frá Keflavík. Lent í Kraká kl. 14:45
Flugtíminn er 4h5m. 

Upplýsingar um brottfarir frá Keflavíkurflugvelli (KEF) sjá hér.

Heimkoma

Heimför miðvikudaginn 17.05.2023 kl. 13:05 frá Kraká.  Lent í Keflavík kl. 15:35.
Flugtíminn er 4h30m. 

Upplýsingar um brottfarir frá flugvelli í Krakow (KRK) sjá hér.

Gisting

Ascot Premium Hotel****
Radziwiłłowska 3, 31-026 Kraków, Poland
 

Google Maps línkur á staðsetningu hótels sjá hér

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Kraká, ca 25 mín akstur.

14.05.2023 - Bílstjórinn mun taka á móti ykkur í komusalnum með Tripical logoið. 
Símanúmer rútubílstjóra: 

17.05.2023 - Brottför frá hóteli kl.10:00
Símanúmer rútubílstjóra: 

15.05.2023 - Sótt á hótelið kl:  fyrir leiðsögn um Auswitzh , 7 tímar(heildartími ferðar)

Neyðarnúmer rútufyrirtækis: 

Fararstjórn

Ekki er fararstjóri í þessari ferð en neyðarsímanúmer Tripical er opið 24/7 +35477 32900



Dagsferð í Auschwitz 15.05.2023

Sótt á hótelið kl: 09.00

3,5 tíma skoðunarferð í Auschwitz byrjar kl 11:00 með enskmælandi leiðsögumanni.

Komið aftur á hótelið um 16:30





Dagsferð í Auschwitz 15.05.2023

Sótt á hótelið kl: 09.00

3,5 tíma skoðunarferð í Auschwitz byrjar kl 11:00 með enskmælandi leiðsögumanni.

Komið aftur á hótelið um 16:30




Fyrirtækjaferðir
Sími. 519-8900
24/7 Neyðarsími: +3547732900
fyrirtaeki@tripical.com