Jötunheimar fara til Osló
24-28.04.2024

Er ekki kominn tími til að heilsa upp á norska náfrændur okkar og frænkur, og skoða þeirra skemmtilegu höfuðborg, Osló? Slík heimsókn mun koma þér skemmtilega á óvart! 

Neðst í Noregi, í botni Oslóarfjarðar, stendur Oslóborg, með haf á eina hlið, fögur fjöll og grænar hæðir á hinar. Hún hlaut borgarréttindi í lok Víkingatímans um 1040, og bar þá nafnið Ánslo, en varð í kringum 1300 að höfuðborg Norðmanna. Hún varð eldi að bráð og  eyðilagðist mikið árið 1624, en var endur-byggð á nýjum stað og hét  Christiania, í höfuð ríkjandi kóngs, Kristjáns IV. Því nafni hélt hún allt til ársins 1925. 
Oslo er nútímaleg heimsborg, og hefur lengi verið mjög ofarlega á listum yfir borgir Evrópu með mestu lífsgæði.
Á sumrin ríkir þar þægilegur sumarhiti, en á veturna getur orðið kalt, og tilvalið að skella sér á skíði.
Oslo er mjög græn borg, snemma á vorin byrjar gróður að blómstra og hinir fjölmörgu almenningsgarðar og skógar í nágrenninu skarta sínu fegursta. Þar er tilvalið að ganga um í góðu veðri, eða fá sér hjólatúr, en hjólaaðgengi er afar gott í borginni.
Hægt er að mæla með hverfum eins og Frogner og Fagerborg, þar er að finna fallegar og sjarmerandi byggingar. Þá er svæðið við Holmenkollen mjög vinsælt árið um kring, á sumrin fyrir gönguferðir og á veturna til gönguskíðaiðkunar, 
Miðbærinn býður svo auðvitað upp á mikið úrval af veitinga- og skemmtistöðum af ýmsu tagi.

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug með Icelandair, 1 innritaðri 23 kg tösku og handfarangur

Brottför

Brottför 24.04.2024 frá Keflavík kl. 07:50, lent í Osló kl. 12:35

Heimför

Heimför 28.04.2024 frá Osló kl. 13:50, lent í Keflavík kl. 14:45

Gisting

4 nætur á 3- 4* stjörnu hóteli. Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Osló og á fræðslustaði. Skipulögð fræðsludagskrá.

Farastjórn

1 skemmtilegur og óendanlega hjálpfús fararstjóri. 

Hvað er hægt að gera í Osló

Fyrir safnaþyrsta er mjög sniðugt að fá sér svokallaðan Oslo passa sem veitir aðgang að öllum helstu söfnum borgarinnar
Áhugafólk um gömul skandinavísk timburhús ættu að kíkja í hverfi eins og Kampen, Vålerenga, Rodeløka og Telthusbakken
Víða í kringum Osló eru vötn sem hægt er að synda í á sumrin 
Hinn fallegi Slottsparken umlykur konungshöllina og er kjörið göngusvæði 
Grünnerløkka er mjög skemmtilegt hverfi með alls kyns börum og veitingastöðum
Norðmenn eru stoltir af sínum pylsum - ekki úr vegi að smakka og bera saman við Bæjarins bestu!

Hótel

Park Inn by Radisson Oslo 
eða sambærilegt
***

Þetta hótel er í 3 mínútna göngufjarlægð frá aðalverslunargötu Óslóar, Karl Johans Gate. Það býður upp á ókeypis WiFi og björt herbergi með snjallsjónvarpi og upphituðu baðherbergisgólfi. Sum herbergin eru einnig með te/kaffiaðstöðu.

Park Inn by Radisson Oslo býður upp á daglegt morgunverðarhlaðborð.

Stórþingið í Noregi er í 250 metra fjarlægð. Park Inn by Radisson Oslo er í 8 mínútna göngufjarlægð frá aðallestarstöð Oslóar.

Hótelið fær heildareinkunn 8,1 og 9,3 fyrir staðsetningu á booking.com 

Verðin

189 990 kr

á mann í tvíbýli

46 000 kr

aukagjald í einbýli

Tilboðið miðast við 70 manns og gildir til 21.06.2023
Athugið að ekki hefur verið bókað flug né hótel, það er gert um leið og tilboð hefur verið samþykkt.


Gunna Vala

Fræðsluferðir
S. 519-8900