til Búdapest 
17. maí til 22. maí 2024 

Búdapest er paradís hinna ferðaglöðu. Stórbrotin borg, mótuð af menningarstraumum liðinna alda. Mögnuð saga, töfrandi arkitektúr og merkileg menning - algjör fjársjóður. Ekki að ástæðulausu að Búdapest er oft kölluð París austursins!

Um borgina miðja rennur Dóná,  sitthvoru megin hennar standa Buda og Pest, sem sameinuðust formlega í eina borg árið 1873. Það hefur gengið á ýmsu í Ungverjalandi í gegnum tíðina. Þetta sýna byssukúluör og ummerki eftir sprengjur seinni heimstyrjaldarinnar og frá uppreisninni 1956, sem finna má víða um borgina. Það er í raun eins og að fara í litla Evrópureisu þegar maður sekkur sér í sögu Búdapest, svo fjölbreytt og stórbrotin er hún. Og byggingar hennar og tignarleg mannvirkin gera mann hreinlega orðlausan, en borgin var einmitt sett á heimsminjaskrá UNESCO fyrir menningar- og byggingarsögu sína.
Á milli þess sem þú dásamar fagrar byggingarnar, getur þú skellt þér í tyrknest baðhús og pústað aðeins, en hitauppstreymi frá jörðu er vinsæll orkugjafi fyrir fjölmargar heilsulindir borgarinnar. Þá þykir sólsetur í Búdapest eitt það fegursta í allri E vrópu og margir sem leggja ýmislegt á sig til að verða vitni að því.
Verðlag er hagstætt, maturinn er góður, íbúarnir eru vinalegir og veðrið er gott.
Njóttu!

Hvað er hægt að gera í Búdapest

Þinghúsið, Kossuth Lajos tér, er stærsta bygging í Evrópu, hvorki meira né minna
Margrétareyja er einstaklega fallegur staður að sigla í og njóta
Alls staðar er hægt að leigja hjól, bæði venjuleg og rafmagns, og gaman að skoða borgina þannig
Sjúkrahússafnið, staðsett í helli á Castle Hill er sjón sögu ríkari
Hryllingshúsið, House of Terror, geymir erfiða en afar athyglisverða sögu
Konungshöllin, Királyi palota, er ein vinsælasti staður borgarinnar og ekki að ástæðulausu

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug með WIZZ Air í áætlunarflugi 20 kg innrituð taska  og 5 kg handfarangur 

Brottför

Brottför frá Keflavík föstudaginn 17. maí kl. 16:45. Lent í Búdapest kl. 23:10

Heimkoma

Heimför mánudaginn 22. Maí  kl. 13:35 frá Búdapest. Lent í Keflavík kl. 16:20

Gisting

nætur á 3*/4* hóteli. Innifalið er morgunverður og wi-fi og city tax. 

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Búdapest, ca 30 mín

Farastjórn ef óskað er eftir

Sé þess óskað - gegn gjaldi

Fræðsla

Öll fræðsla fyrir hópinn úti er innifalin

Rútur á áfangastaði fræðslu

Rútuferðir til og frá fræðslu

Dagskrá

Dagskrár hverrar fræðsluferðar er alltaf háð ferðadagsetningum hverju sinni. Dagskrá sem er innifalin í fræðsluferðum Tripical eru skólaheimsóknir/fræðsla sem er sniðin að þörfum hópsins.

Fræðsluferðir eru hálfgert dómínó og ekki alltaf ljóst hvað er hænan og hvað er eggið. Að því sögðu þá þekkjum við viðmið Kennarasambandsins og hvaða gögn þið þurfið. Það getur tekið okkur tíma að fá fullnægjandi gögn en við höfum fengið A+ í kladdann hjá sjóðunum og komið öllum út sem hafa tekið tilboði frá okkur. Við leggjum alltaf mikið upp úr fræðsluhlutanum og reynum að gera ferðina ykkar gefandi, áhugaverða sem og skemmtilega.

Áður en fræðslufúsir ferðalangar leggja í hann, fær forsvarsmanneskja hópsins frá okkur nákvæma dagskrá og öll nauðsynlegum gögn sem tengjast ferðinni. Svo bara læra, lifa og njóta!!!

Hótel

Kalvin House Budapest
***

Þú átt rétt á Genius-afslætti á Kalvin House Budapest! Til að spara á þessum gististað þarftu bara að innskrá þig.
Kalvin House er staðsett í sögulegum miðbæ Búdapest steinsnar frá Dóná og Frelsisbrúnni. Váci utca-göngugatan og Kalvin-neðanjarðarlestarstöðin eru í göngufæri.

Kalvin House Budapest á rætur sínar að rekja til 19. aldar og býður upp á stór sérinnréttuð herbergi með sögulegum húsgögnum og viðargólfi. Þau eru með gervihnattasjónvarp og nútímalegt baðherbergi. Hárþurrka er í boði á öllum herbergjum án endurgjalds.
Í móttökunni er hægt að útvega leikhúsmiða, flugrútu og panta borð á veitingastöðum.

Hótelið fær heildareinkunina 8,1 og 9,4 fyrir staðsetningu á Booking.com



Verðin

199 990 kr

á mann í tvíbýli

50 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

The Three Corners Lifestyle Hotel
****

The Three Corners Lifestyle Hotel er glænýtt hótel í miðbæ Búdapest, 700 metra frá stóra innimarkaðinum Nagyvásárcsarnok og státar af verönd og gufubaði. Gestir geta notið barsins á staðnum. Ókeypis WiFi er til staðar hvarvetna á gististaðnum og það eru einkabílastæði í boði á staðnum gegn gjaldi.
Öll herbergi hótelsins eru með loftkælingu og flatskjá með gervihnattarásum. Sumar gistieiningarnar eru með setusvæði, gestum til þæginda. Sum herbergin eru með útsýni yfir garðinn eða borgina. Öll herbergin eru með sérbaðherbergi. Aukreitis er til staðar hárþurrka og ókeypis snyrtivörur.
Gegn fyrirfram beiðni og háð framboði er hægt að fá ýmiss konar æfingatæki endurgjaldslaust í herbergið. Þar má nefna ýmis þrektæki á borð við hlaupabretti, skíðavél og þrekhjól.
Það er sólarhringsmóttaka á gististaðnum.
Gististaðurinn er 100 metra frá hinu magnaða og vel þekkta Raday-stræti, þar sem finna má notalegar verandir og veitingastaði. Ungverska þjóðminjasafnið er í 800 metra fjarlægð frá The Three Corners Lifestyle Hotel en Gellért-varmaböðin eru í 1,2 km fjarlægð frá gististaðnum. Budapest Liszt Ferenc-flugvöllurinn er í 16 km fjarlægð.

Hótelið fær heildareinkunina 9,3 og 8,8 fyrir staðsetningu á Booking.com



Verðin

209 990 kr

á mann í tvíbýli

80 000 kr

aukagjald í einbýli

Tilboðið miðast við 70 manns og gengi dagsins. Ekki hefur verið tekið frá flug eða hótel fyrir hópinn. ATH. þar sem WIZZ air býður ekki upp á að halda sætum nema í 2 daga þá getur verð hækkað þegar bókað er.


Elías Xu

Fræðsluferðir
S. 519 8900
GSM. 867 3156
Netfang: elias@tripical.com