
Til Milano17. - 22. maí 2024
Milano er tísku-höfuðborg Evrópu. Þar má finna fullt af menningu, tísku, gómsætum mat, sögufrægu byggingum og frægum listaverkum svo sem síðustu kvöldmáltíð Da Vinci.
Ítalía er draumastaður í hugum margra. Landið býr yfir magnaðri sögu og menningu, þar eru víða stórbrotnar byggingar, náttúrufegurðin er einstök, og svo auðvitað það mikilvægasta: Maturinn! Ofan á alla þessa kosti bætist dásamlegt veðurfar, og þjóðin sem þarna býr. Það er bara eitthvað við Ítali, sem erfitt er að útskýra. Þeir eru bara svo töff!
Milanó er svo ótrúleg, gamla borgin, borg miðaldarinnar, endurreisnartímans. Glæsileg torg, kirkjur, þröng sund og margt fleira.
Síðan á sjönda áratug síðustu aldar hefur tísku iðnaðurinn blómstrað í Milanó. Í borginni má finna höfuðstöðvar mikið af frægustu tískuhúsum heims á borði við
—Armani, Versace, Ferré, Prada, Dolce & Gabbana, and Missoni.
Borgin er líka stútfull af frábærum veitingastöðum, börum, búðum og skemmtistöðum. Það leiðist alla vega engum í Milano!
Hvað er hægt að gera í Milano
Kíktu á síðustu kvöldmáltíðina eftir Leonardo da Vinci
Milan Cathedral, kíktu á frægu kirkjuna
Galleria Vittorio Emanuele II verslunargatan fyrir þá sem vilja versla hátísku
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Beint Flug með Wizz Air, innifalin farugurstaska allt að 20kg og 10kg handfarangur
Flogið út
Brottför fimmtudaginn 17. maí kl 19:15 og áætluð lending í Mílanó er kl 01:30 +1
Flogið heim
Heimför sunnudaginn 22. maí kl 16:10 frá Mílanó til Keflavík og lent um kl 18:35
Gisting
5 nætur á 3 stjörnu hóteli, morgunverður innifalinn, wifi og borgarskatturinn (6€ á mann per nótt).
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli ca 40 mín akstur
Farastjórn
Sé þess óskað - gegn gjaldi.
Fræðsla
Öll fræðsla fyrir hópinn úti er innifalin
Rútur á áfangastaði fræðslu
Rútuferðir til og frá fræðslu
Dagskrá
Dagskrár hverrar fræðsluferðar er alltaf háð ferðadagsetningum hverju sinni. Dagskrá sem er innifalin í fræðsluferðum Tripical eru skólaheimsóknir/fræðsla sem er sniðin að þörfum hópsins.
Fræðsluferðir eru hálfgert dómínó og ekki alltaf ljóst hvað er hænan og hvað er eggið. Að því sögðu þá þekkjum við viðmið Kennarasambandsins og hvaða gögn þið þurfið. Það getur tekið okkur tíma að fá fullnægjandi gögn en við höfum fengið A+ í kladdann hjá sjóðunum og komið öllum út sem hafa tekið tilboði frá okkur. Við leggjum alltaf mikið upp úr fræðsluhlutanum og reynum að gera ferðina ykkar gefandi, áhugaverða sem og skemmtilega.
Áður en fræðslufúsir ferðalangar leggja í hann, fær forsvarsmanneskja hópsins frá okkur nákvæma dagskrá og öll nauðsynlegum gögn sem tengjast ferðinni. Svo bara læra, lifa og njóta!!!
Hótel
Ibis Styles Milano Centro***
Ibis Styles Milano Centro er staðsett í byggingu frá fyrri hluta 20. öld, rétt við hornið á Corso Buenos Aires-verslunargötunni og aðeins 50 metra frá Lima-neðanjarðarlestarstöðinni. Herbergin eru með gervihnattasjónvarp og sérbaðherbergi.
Herbergin á Milano Centro ibis Styles eru með miðstöðvarkyndingu, loftkælingu og sérbaðherbergi með hárþurrku. Boðið er upp á bæði LAN-Internet og WiFi í herbergjunum og á almenningssvæðum.
Hótelið framreiðir létt morgunverðarhlaðborð í morgunverðarsalnum. Hótelbarinn er opinn allan sólarhringinn.
Milan Linate-alþjóðaflugvöllurinn er í 15 mínútna akstursfjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunina 7,7 og 8,7 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
205 990 kr
Á mann í tvíbýli
74 000 kr
auka fyrir einbýli
Hótel
Hotel Flora***
Ákjósanleg staðsetning aðeins örfáum skrefum frá Milano Centrale lestarstöðinni býður Hótel Flóra upp á loftkæld herbergi með ókeypis WiFi, sjónvarpi og minibar. Malpensa og Linate flugvellir eru aðeins í strætisvagnsferð frá.
Á Flora hótelinu er bar, afslappandi setustofa og netstöð í anddyrinu. Starfsfólk á 24 klukkustunda þjónustuborðinu er tilbúið að bjóða upp á ráðgjöf eða bóka ferðir, veitingar og flutninga.
Gestir þessa reyklausa 3 stjörnu hótels fá morgunverð á hverjum morgni án endurgjalds. Hægt er að rölta að verslunargötunni í Buenos Aires á um 10 mínútum.
Hótelið fær heildareinkunina 8,1 og 9,3 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
219 990 kr
Á mann í tvíbýli
80 000kr
auka fyrir einbýli
Tilboðið miðast við 70 manns og gengi dagsins. Ekki hefur verið tekið frá flug eða hótel fyrir hópinn. ATH. þar sem WIZZ air býður ekki upp á að halda sætum nema í 2 daga þá getur verð hækkað þegar bókað er.
Elías Xu
Fræðsluferðir
S. 519 8900
GSM. 867 3156