til Edinborgar

Lítill demantur frá miðöldum
Vor 2023

Edinborg er höfuðborg Skotlands. Þar er heillandi borgarstæði, fallegar byggingar og tignarlegur kastali.  Iðandi menningarlíf með góðar verslanir og úrval veitingahúsa.

,,Auld Reekie" eins og borgin heitir á skosku (og þyðir Old Smoky), sameinar hið gamla og nýja á sérstæðan hátt og þar upplifirðu hið einstaka skoska andrúmsloft. Á hæðinni fyrir ofan borgina stendur hinn tignarlegi Edinborgarkastali, táknmynd borgarinnar. Borgin býður upp á blöndu af miðöldum og nútíma, þar standa bókstaflega, hlið við hlið miðaldahúsaraðir og nytískulegar byggingar, kirkjur í gotneskum stíl og hús byggð eftir nútíma arkitektúr.
 Næturlíf borgarinnar getur verið ansi villt, Edinborg er stundum kölluð Aþena norðursins. Að ekki sé minnst á alla veitingastaðina og pöbbana. 
Síðast en ekki síst, þá er Edinborg festivalaborgin, þar sem festival nefnt eftir borginni er haldið ár hvert.
Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi enda Skotar höfðingjalegir gestgjafar.

Hvað er hægt að gera í Edinborg

Útsýnið úr Edinborgarkastala er stórkostlegt
Sjónblekkingarsafnið er óvenjuleg skemmtun
Rannsaka Neðanjarðarborgina  (Real Mary King´s Close) 
 Viskíáhugafólk er komið til himna. Prófaðu að smakka!
Minnismerki Scott er áhrifarík sjón
Tilvalið að skella sér í golf ef veður leyfir

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug fram og til baka með Icelandair til Glasgow eða flogið með easyJet á Edinborg , 1 innrituð taska 20- 23 kg taska og 10kg handfarangur

Brottför

Glasgow: Brottför á fimmtudegi frá Keflavík kl 07:35 með Icelandair og lent í Glasgow kl 09:50

Edinborg: Brottför á fimmtudegi frá Keflavík kl 10:30 og lent í Edinborg kl 12:50

Heimkoma

Glasgow: Heimför á sunnudeginum frá Glasgow kl 12;40 og lent í Keflavík 15:00

Edinborg: Heimför á sunnudeginum frá Edinborg kl 18:00 og lent í Keflavík kl 20:30

Gisting

3 nætur á 4 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútuferðir frá Glasgow flugvelli til Edinborgar  um 1klst
Edinborgarflugvöllur - miðbær tekur um 30 mín

Farastjórn

Óendanlega hjálpfús fararstjóri frá Tripical

Hótel

****

Frábært hótel í hjarta borgarinnar í miðbænum með útsýni yfir kastalahæðina. Rúmgóð og flott herbergi, stílhreint og snyrtilegt hótel.  Í hverju herbergi er 32" LCD-sjónvarp. Herbergin eru einnig með ókeypis WiFi, sérbaðherbergi, minibar og te/kaffiaðbúnaði.
Á Novotel geta gestir slakað á í gufubaðinu eða æft í nútímalegu heilsuræktarstöðinni, heitur pottur og sundlaug eru á staðnum.
The Tap Kitchen & Bar framreiðir ameríska matargerð. Gestir geta smakkað skoska matargerð en hún er í boði á „Wee Menu“ gististaðarins, en þar er hægt að fá skoska rétti eftir árstíðum. Hanastél og handverksbjórar eru einnig fáanlegir.

Royal Lyceum-leikhúsið er aðeins í 5 mínútna göngufjarlægð og Princes-stræti er í 10 mínútna göngufjarlægð.

Hótelið fær 8.3 í einkunn á booking.com og 8.8 fyrir staðsetningu. 

Hótelið er með nokkra litla sali sem henta fyrir litla hópa, einnig er hægt að hafa kvöldverði á veitingastaðnum eða á veitingastað í göngufæri við hótelið.  3 rétta kvöldverður með vínpörun frá 11.500kr á manninn.

Verðin

124 900 kr 

á mann í tvíbýli

35 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

****

Frábært hótel í hjarta borgarinnar í miðbænum með stórkostlegu útsyni yfir kastalahæðina. 
Rúmgóð og falleg herbergi sem eru með egypskum lúxusbómullarrúmfötum, koddaúrval, hárþurrku og te-/kaffiaðstöðu, stílhreint og snyrtilegt hótel. 
Þessi fallega bygging sem var byggð árið 1892 er í göngufæri frá verslununum á Princes Street og líflegu næturlífi borgarinnar.
Á hótelinu er verlaunað grillhús Bread Street Brasserie og bar sem er opinn til kl 01:00

Hótelið fær heildareinkunn 8,5 og 9,1 fyrir staðsetningu.

Hótelið er með nokkur fundarherbergi bæði með og án dagsbirtu.  Vinsælasti salurinn er á efstu hæðinni og er með stórum svölum með frábæru útsýni.  Hægt er að halda árshátíðarkvöldverði á hótelinu, verð frá 12.900kr á mann með fordrykk, 3 rétta og 1/2 flösku af léttvíni á mann.

Verðin

134 900 kr 

á mann í tvíbýli

40 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

****

Apex Waterloo Place Hotel er 4 stjörnu lúxushótel sem býður upp á glæsilega sundlaug, skoskan veitingastað og íburðarmikil herbergi með ókeypis Wi-Fi Interneti. Hótelið er staðsett í gamla hluta Edinborgar, við enda Princes Street.
Verðlaunaveitingastaðurinn Elliots býður upp á hefðbundna skoska matargerð. Hann er í glæsilegum georgískum stíl og stórbrotin eldstæði prýða staðinn. Bjarti og rúmgóði barinn býður upp á úrval gæðavína og eðallíkkjöra.
Hótelið er í 15 mínútna göngufæri frá Edinborgarkastala og í aðeins 5 mínútna göngufæri frá Waverley-lestarstöðinni í Edinborg. Hin sögufræga Royal Mile er í aðeins 500 metra fjarlægð.

Hótelið fær heildareinkunn 8,9 og 9,6 fyrir staðsetningu.

Hótelið er með fallega sali í georgískum stíl, bæði með útsýni og án.   Hægt er að halda árshátíðarkvöldverði á hótelinu, verð frá 12.900kr á mann með fordrykk, 3 rétta og 1/2 flösku af léttvíni á mann.

Verðin

 144 900 kr 

á mann í tvíbýli

42 000 kr

aukagjald í einbýli

Verðin miðast við 30 manns 28.apríl - 1.maí 2023.

Endanleg verð skýrast þegar fjöldi skýrist. 


Fyrirtækjaferðir
S. 519-8900
Netfang. fyrirtaeki@tripical.com